Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 466 svör fundust
Hvað merkir bæjarheitið Gröf?
Gröf sem bæjarnafn merkir líklega hið sama og orðið gröf ‚grafin hola, gryfja‘. Eina dæmið í Landnámabók er Gröf í Þverárhlíð. Það er nú eyðibýli og hafði verið lengi á dögum Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Jarðabók IV:287; Ísl. fornrit I:86). Nokkur ruglingur er á nafnmyndunum Gröf og Gróf sem er þó dálíti...
Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður?
Kvígindisfjörður er fjörður sem gengur norður úr Breiðafirði milli Skálmarfjarðar og Kollafjarðar og var samnefndur bær í botni hans. Kvígandafjörður er hann nefndur í Landnámabók (Íslenzk fornrit I, 168-170). Orðið kvígindi (hk) merkir ‚ungir nautgripir‘, skylt orðunum kvíga og kvígur (kk)‚ bolakálfur‘ (Ásgei...
Hvað þýðir orðið hvoll í örnefnum eins og Hvolsvöllur og Bergþórshvoll?
Orðið hvoll er hliðarmynd við hóll og líkrar merkingar, eða ‚ávöl hæð‘. Í eldra máli var orðmyndin hváll, til dæmis Arnarhváll í Reykjavík, nú Arnarhóll. Um tugur bæja í landinu hefur orðið að fyrri eða seinni lið, meðal annars Hvolsvöllur, sem kenndur er við Stórólfshvol, og Bergþórshvoll í Landeyjum. Þessi b...
Hver eru 10 hæstu fjöllin í heiminum?
Tíu hæstu fjöll heims eru: Númer Heiti Hæð í metrum Hæð í fetum Staðsetning 1 Everestfjall 8850 29034 Nepal 2 Qogir (K2) 8611 28250 Indland (Kasmír) 3 Kangchenjunga 8598 28208 Nepal 4 Makalu 1 8481 27824 Nepal 5 Dhaulagiri 8172 26810 Nepal 6 Manaslu 1...
Hvernig er skyrgerillinn til kominn?
Við skyrgerð er notað örlítið skyr úr fyrri framleiðslu, svonefndur skyrþéttir, til að byggja upp gerlaflóru í nýju skyri. Í stuttu máli er hefðbundin skyrframleiðsla þannig að undanrenna, sem hefur verið hituð í 90-100°C, er látin kólna í um 40°C og síðan er bætt út í skyrþétti og ostahleypi (renneti) og látið hl...
Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?
Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...
Hver er vatnsmesta á Íslands?
Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á rennsli vatnsfalla víðs vegar um landið. Þar kemur fram að meðalrennsli Ölfusár við Selfoss er 400 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) á 44 ára tímabili. Næst vatnsmesta á landsins er Þjórsá en samkvæmt sömu heimil...
Hvað var Heimaey margir kílómetrar frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs fyrir og eftir gos?
Fyrir eldgosið í Heimaey árið 1973 var eyjan um 11,20 km2. Strax eftir gos mældist eyjan um 13.44 km2 en síðan hefur hún minnkað eitthvað vegna rofs. Heimaey. Mesta lengd Heimaeyjar er frá NNA til SSV, það er frá Ystakletti til Stórhöfða. Fyrir gos var vegalengdin á milli þessara staða um 6,98 km og breyttist h...
Hvers vegna er fyrsti laxinn sem einhver veiðir kallaður maríulax?
Upphaflega hljómaði spurningin svona:Getið þið upplýst okkur hér í veiðihúsi hvers vegna fyrsti laxinn sem manneskja veiðir kallast maríulax?Í seðlasöfnum þeim sem safnað var til á Orðabók Háskólans um áratuga skeið eru mjög fáar heimildir um maríulaxinn og engin sem skýrir nafnið eða hvort einhver siður var að ba...
Hefur einhvern tíma verið jökull í Esju eftir að síðasta jökulskeiði lauk?
Á 20 öld, og væntanlega á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, voru hjarnmörk við sunnanvert Ísland í um 1100 m hæð yfir sjó, en mörg ár lifðu þó skaflar af sumur í Esjunni þótt hún nái aðeins 914 m y.s. Það gæti einnig oft hafa gerst næstu 2000 ár fyrir landnám, en fram að því hefur Esjan væntanlega verið snjólaus hver h...
Hvaða Gvend grunaði ekki og hvaðan kemur orðatiltækið?
Merking orðatiltækisins grunaði ekki Gvend er ‛datt mér ekki í hug, ég átti von á þessu’. Það er ekki gamalt, virðist koma fram snemma á 20. öld. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924) er einnig nefnt grunaði ekki gamla Gvend en viðbótin gamla hefur ekki verið mjög algeng. Hugsanlega lig...
Hvernig verkar þrívídd í bíómyndum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver eru tengslin milli þrívíðrar sjónar og tveggja augna? Hvernig er þrívídd fengin fram í bíómyndum?Tvö augu eru forsenda rúmsjónar Augun eru ein allra mikilvægustu skynfæri okkar. En við höfum ekki aðeins eitt auga heldur tvö. Það mætti hugsa sér nokkrar skýringar á þ...
Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé? Ef svo er, hvernig stendur þá á því?
Ólíklegt er að tiltölulega fleiri örnefni hér á landi tengist svínum en sauðfé. Engin leið er að komast að því sanna, því að ógerningur er að telja íslensk örnefni með neinni nákvæmni eins og er. Purkey í Hvammsfirði.Vissulega eru mörg örnefni tengd svínum í landinu, Svínahraun, Galtafell, Gyltuskarð, Gríshóll, P...
Hvernig varð Grímsey til?
Grímsey er gerð úr blágrýtislögum sem halla um 3° til suð-vesturs. Það bendir til þess að hraunin hafi runnið úr gosbelti þar sem nú er Eyjafjarðaráll og síðar varð óvirkt er gosvirknin fluttist til norð-austurs. Eyjan (bergið) er um 1 milljón ára, nefnilega frá ísöld. Hraunin eru holufyllt, í kabasít-zeólítabe...
Hversu djúpt er Lagarfljót?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvert er lengsta vatn Íslands? Í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? kemur fram að Lögurinn er sjötta dýpsta stöðuvatn landsins, 112 metra djúpt, og nær um 90 m niður fyrir sjávarmál. Flatarmál vatnsins er alls um 53 km2 sem skipar því í þriðja sæti...