Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var Heimaey margir kílómetrar frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs fyrir og eftir gos?

Ármann Höskuldsson

Fyrir eldgosið í Heimaey árið 1973 var eyjan um 11,20 km2. Strax eftir gos mældist eyjan um 13.44 km2 en síðan hefur hún minnkað eitthvað vegna rofs.

Heimaey.

Mesta lengd Heimaeyjar er frá NNA til SSV, það er frá Ystakletti til Stórhöfða. Fyrir gos var vegalengdin á milli þessara staða um 6,98 km og breyttist hún ekki í eldgosinu 1973. Mesta breidd frá austri til vesturs er reyndar frá VNV til ASA og er 4,1 km.

Ef hins vegar er mælt frá hánorðri til hásuðurs og hávestri til háausturs verður niðurstaðan aðeins önnur. Frá norðri til suðurs teygir Heimaey sig um 6,6 km og sú vegalengd breyttist ekki í gosinu 1973. Frá vestri til austurs var vegalengdin 3,5 km fyrir gos en eyjan breikkaði aðeins og var eftir gos 4,6 km.

Mynd:

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

29.10.2004

Síðast uppfært

5.4.2023

Spyrjandi

Hulda Sigurðardóttir

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Hvað var Heimaey margir kílómetrar frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs fyrir og eftir gos?“ Vísindavefurinn, 29. október 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4583.

Ármann Höskuldsson. (2004, 29. október). Hvað var Heimaey margir kílómetrar frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs fyrir og eftir gos? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4583

Ármann Höskuldsson. „Hvað var Heimaey margir kílómetrar frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs fyrir og eftir gos?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4583>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var Heimaey margir kílómetrar frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs fyrir og eftir gos?
Fyrir eldgosið í Heimaey árið 1973 var eyjan um 11,20 km2. Strax eftir gos mældist eyjan um 13.44 km2 en síðan hefur hún minnkað eitthvað vegna rofs.

Heimaey.

Mesta lengd Heimaeyjar er frá NNA til SSV, það er frá Ystakletti til Stórhöfða. Fyrir gos var vegalengdin á milli þessara staða um 6,98 km og breyttist hún ekki í eldgosinu 1973. Mesta breidd frá austri til vesturs er reyndar frá VNV til ASA og er 4,1 km.

Ef hins vegar er mælt frá hánorðri til hásuðurs og hávestri til háausturs verður niðurstaðan aðeins önnur. Frá norðri til suðurs teygir Heimaey sig um 6,6 km og sú vegalengd breyttist ekki í gosinu 1973. Frá vestri til austurs var vegalengdin 3,5 km fyrir gos en eyjan breikkaði aðeins og var eftir gos 4,6 km.

Mynd:...