Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 286 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hversu miklu munar á að ferðast umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar og í flugvél, ef farið er um miðbaug?

Miðbaugur er mjög nærri því að vera hringur með geislann $6.378,1370$ kílómetra, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Til að finna vegalengd ferðalags umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar um miðbaug nægir að reikna ummál þessa hrings. Þekkt er að ummál hrings má reikna með því að margfalda saman þvermál hans ...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?

Í latnesku biblíuþýðingunni Vulgata, sem er meðal elstu og frægustu biblíuþýðinga, er síðari hluti englasöngsins á jólanóttina samkvæmt Lúkasarguðspjalli (2.14) svona: et in terra pax hominibus bonae voluntatis, sem þýðir orðrétt „og friður á jörðu til handa mönnum góðs vilja.“ Latneska textann hafa menn gjarna sk...

category-iconVísindavefur

Hvenær var Thomas Moore uppi?

Thomas Moore var víðfrægt ljóðskáld og rithöfundur og var uppi frá 1779 til 1852. Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur þýtt ljóð eftir Moore sem heitir Huldumál. Valdir titlar á verkum sem hafa ekki verið þýdd á íslensku: THE POETICAL WORKS OF THOMAS LITTLE, 1801 EPISTLES, ODES AND OTHER POEMS, 1806 CORRUPTION ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er ABC-greining?

ABC-greining byggist upphaflega á rannsóknum ítalska verkfræðingsins Vilfredo Pareto (1848-1923). Hann veitti því meðal annars athygli að 80% af verðmætum á Ítalíu voru í eigu um það bil 20% þjóðarinnar. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að slík 80/20 skipting er nokkuð algeng á fleiri sviðum. Til dæmis er oft ...

category-iconHugvísindi

Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða byggingar voru á Akrópólis í Aþenu og rústir hverra eru þar eftir?Gríska orðið pólis hefur verið þýtt á íslensku sem 'borgríki' og orðið akrópólis merkir 'háborg' og er notað um víggirtar hæðir forngrískra borga. Grískar borgir voru oft byggðar í hlíðum og frá ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar í heiminum?

Esperanto er eitt margra tungumála sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, það er mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli. Esperanto hefur hins vegar náð langsamlega mestri útbreiðslu, og valda því einkum eiginleikar málsins sjálfs, það er hversu auðlært það er, og þó ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Túlkun í orðasamhengi: "vilji leigutaki selja eignir sínar á lóðinni, á leigusali forkaupsrétt að öðru jöfnu" Spurningin er: hvað þýðir í þessu tilfelli og eflaust öðrum: "að öðru jöfnu"? Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'. Orð...

category-iconHagfræði

Hver er skilgreiningin á almannafé?

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1924 er „almannafje“ þýtt á dönsku sem „offentlige Midler“ og hugtakið almannasjóður hefur tvær þýðingar:„offentlig Kasse“ og(ríkissjóður) „Statskasse, Landskasse“.[1] Dæmi úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans[2] hníga öll í þá átt að með almannafé sé átt við ráðstö...

category-iconTrúarbrögð

Hver var John Wycliffe og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

John Wycliffe fæddist um 1325 á Norður-Englandi, sonur efnaðra foreldra. Hann hélt til náms við háskólann í Oxford og er vitað að hann var þar 1345. Áhugi hans var fyrst aðallega á sviði stærðfræði og náttúrufræði en síðar einbeitti hann sér að námi í guðfræði, kirkjurétti og heimspeki og lauk meistaragráðu í guðf...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna eru grískir bókstafir notaðir sem stærðfræðitákn?

Stutta svarið er að stærðfræðingum og öðrum sem nota stærðfræðitákn voru grískir bókstafir tamir þegar þessi hefð komst á, og þörf var fyrir að nota fleiri tákn en venjulegt latneskt stafróf býður upp á. Táknmál stærðfræðinnar mótaðist að mestu eftir lok miðalda þótt vissulega sé það enn í mótun. Evrópumenn kyn...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?

Pétur Orri Heiðarsson er dósent í lífefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra. Til þess notar hann þverfaglegar aðferðir með rætur í eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Megináhersla í rannsóknum Péturs Orra er að n...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig fóru vísindamenn að því að tímasetja nákvæmlega hvenær víkingar voru í Ameríku?

Um ferðir norrænna manna til austurstrandar Ameríku eru til heimildir skrifaðar á 13. öld – Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga – en höfundar þeirra töldu að leiðangrarnir sem sagt er frá hefðu verið skipulagðir af fyrstu kynslóð landnema á Grænlandi, það er á áratugunum eftir 980 eða svo. Fornleifafræðileg ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er „fé í húfi“?

Enska hugtakið Value at Risk, skammstafað VAR, hefur verið þýtt á íslensku sem fé í húfi eða áhættuvirði. Hér verður notuð þýðingin fé í húfi. Með fé í húfi er átt við hve mikið er talið að virði tiltekins eignasafns geti rýrnað á tilteknu tímabili undir eðlilegum kringumstæðum, það er þannig að tiltölulega lit...

category-iconNæringarfræði

Hvað er makróbíótískt-fæði og er það æskilegt?

Makróbíótískt-fæði er að stofni til grænmetisfæði og samanstendur að miklu leyti af grófu kornmeti og fersku og elduðu grænmeti, en til eru frjálslegri útfærslur á því sem leyfa neyslu ávaxta, fiskmetis og fuglakjöts. Elstu heimildir um orðið makróbíótík (e. macrobiotics) er að finna í skrifum gríska læknisins...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaðan kemur nafnið geitungur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða tilgangi þjóna geitungar í vistkerfinu? Lifa geitungar á skordýrum? Ef ekki þá á hverju? Gera þeir garðinum mínum eitthvert gagn? Ekki er vitað fyrir víst hvaðan nafnið geitungur kemur. Jón lærði Guðmundsson lýsir trjágeitungi í riti sínu Stutt undirrétting um Íslands aðsk...

Fleiri niðurstöður