Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 144 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í loftslagsmálum?

Upphaflega hljóðaði spurningina svona: Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera varðandi loftslagsbreytingar? Íslensk stjórnvöld vinna að loftslagsmálum á margvíslegan hátt. Stjórnvöld taka þátt í alþjóðlegri samvinnu og bera ábyrgð á skuldbindingum Íslands í alþjóðasamningum. Stjórnvöld gera áætlanir um að draga ú...

category-iconHeimspeki

Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum?

Flestar spurningar um ábyrgð búa yfir töluverðu flækjustigi. Ástæður þess eru fyrst og fremst af tvennu tagi. Annars vegar er ábyrgðarhugtakið á íslensku býsna margslungið og ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir hvað spurt er um. Seinni flækjan á sér rætur í því að ábyrgðin sem spurt er um liggur oft á illa...

category-iconHeimspeki

Hvað er tegundahyggja?

Nýlega hefur farið fram mikil umræða á heimilinu um hvort snerta megi álmtré í garðinum. Ég hef verið sá sem staðið hefur með trénu á meðan aðrir vilja meiri birtu í garðinn. Ein meginröksemd andstæðinga minna á heimilinu er að ég hafi gengið harðast fram við að fækka ösp í garðinum. Spurningar hafa því eðlilega v...

category-iconLæknisfræði

Gagnast lyfið remdesivír við COVID-19?

Ýmis lyf, bæði gömul og ný, hafa verið prófuð við meðferð á COVID-19 en þegar þetta er skrifað (í byrjun maí 2020) hefur ekki fundist meðferð sem örugglega gagnast við sjúkdómnum. Með „gagnast“ er þá átt við lyf eða aðra meðferð sem slær verulega á sjúkdómseinkenni og fækkar dauðsföllum án þess að hafa alvarlegar ...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?

Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...

category-iconHugvísindi

Gerði Elísabet I Englandsdrottning eitthvað merkilegt?

Elísabet I hefur af sumum verið álitin „farsælasti stjórnandi Englands“. Hún fæddist árið 1533 og var dóttir Hinriks VIII Englandskonungs og Önnu Boleyn. Hinrik var þá nýskilinn við fyrri eiginkonu sína, Katrínu frá Aragóníu, sem hann hafði verið giftur í rúmlega tuttugu ár. Öll börn þeirra höfðu fæðst andvana eða...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var rúnum beitt til galdra, svo sem til að spá fyrir um framtíðina og til lækninga?

Upphaflega spurningin var svona: Hvernig voru galdrastafirnir í rúnagaldri (ekki fuþark, heldur til að spá)? Menn hafa lengi reynt ýmsar aðferðir til að öðlast vitneskju um og hafa áhrif á framtíðina og heiminn, meðal annars með göldrum. Á fornum minnisvörðum og í grafhaugum hafa fundist minjar um bæði hlutkes...

category-iconSálfræði

Hvað getið þið sagt mér um geðhvarfasýki II og að hvaða leyti er hún ólík hringhygli?

Geðhvarfasýki telst til geðrofssjúkdóma þar sem fram koma ýmis geðrofseinkenni, svo sem missir á raunveruleikatengslum, ofskynjanir, ranghugmyndir og truflun á formi hugsana eða tilfinningaflatneskja, framtaksleysi og þunglyndi. Geðhvarfasýki er almennt talin hrjá um 1% þjóðarinnar. Sjúkdómnum er skipt í undirflok...

category-iconHeimspeki

Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?

Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað gerist í jáeindaskanna?

Jáeindaskönnun nefnist á ensku „positron emission tomography“, skammstafað PET, en orðið „tomography“ (sneiðmyndun) er haft um aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann með ýmiss konar geislun, einkum röntgengeislun. Auk þess eru oft notaðar öflugar tölvur til að vinna úr merkjum sem geislunin veldur og er þá ...

category-iconHeimspeki

Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er kveðið á um ýmsar gerðir frelsis sem þegnar landsins skuli hafa, eins og ferðafrelsi og atvinnufrelsi. Þó er tekið fram að þetta frelsi geti takmarkast af lögum. Þegar þetta er skrifað hafa þessi form frelsis verið skert með ýmsum hætti vegna heimsfaraldurs veirusjúkdómsins C...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er Talmúð?

Orðið Talmúð þýðir „að læra“ á hebresku en vísar yfirleitt til safnrits margra bóka með lögum og margvíslegum túlkunum og útskýringum á ýmsum laga- og ritningargreinum. Næst á eftir Biblíunni, sem hjá gyðingum tekur aðeins til Gamla testamentisins, er Talmúð mikilvægasta rit gyðingdóms. Þetta mikla safnrit innihel...

category-iconSálfræði

Hvaða áhrif getur ófrjósemi haft á andlega líðan og tilfinningar hjá báðum kynjum?

Þegar talað er um ófrjósemi þá er átt við pör sem hafa stundað kynlíf án getnaðarvarna í að lágmarki eitt ár án þess að konan verði barnshafandi.1 Ófrjósemi er ekki sú aðstaða sem fólk kýs sér2 og er talið að hérlendis eigi um 15% para við þetta vandamál að stríða.3 Orsakir má rekja jafnt til karla og kvenna og er...

category-iconHugvísindi

Hvað fundu Forngrikkir upp?

Forngrikkir fundu ýmislegt upp: Hér gefst ekki færi á að gefa tæmandi upptalningu á því öllu en þó má minnast á það helsta. Þá ber fyrst að nefna gríska stafrófið. Grikkir fundu að sjálfsögðu ekki fyrstir upp ritmál en þeir þróuðu stafrófið sitt úr fönikísku stafrófi snemma á 8. öld f.Kr. Áður höfðu Grikkir not...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar hertækni var leifturstríð eða Blitzkrieg Þjóðverja?

Á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar beitti þýski herinn nýstárlegri bardagaaðferð sem fól í sér samspil skriðdrekahernaðar og sprengjuflugvéla. Þannig var hægt að sækja hratt fram og koma í veg fyrir að andstæðingurinn næði að skipuleggja varnir. Þessi hernaðaraðferð hefur verið kölluð Blitzkrieg eða lei...

Fleiri niðurstöður