Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 846 svör fundust
Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?
Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Pó...
Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?
Mér er ekki kunnugt um orð sem notað er um eiginkonu frænda eða eiginmann frænku einhvers. Mágur, mágkona, svili og svilkona eru nær í skyldleikaröðinni. Mágur er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:971) ‘karlmaður þannig tengdur þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hann er bróðir maka hans (hennar) ...
Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?
Upphaflega voru spurningarnar þessar: Af hverju eru málshættir í páskaeggjum? (Þóra Björg) Hvernig tengjast hænur og hænuungar páskum? (Íris Björk) Hverjum datt fyrst í hug að búa til egg úr súkkulaði, fannst honum venjuleg egg ekki nógu góð? (Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, f. 1989) Hvaðan koma páskaungarnir ...
Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?
Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...
Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?
Um 1940 voru dásamlegir tímar í íslenskri miðaldasagnfræði, fræðimenn trúðu flestum Íslendingasögunum eins og nýju neti um menn og málefni 10. aldar en þeirri dýrð lauk um 1950. Því olli líklega einkum að bókfestukenningin svonefnda hafði skotið rótum. Hún nefndist öðru nafni íslenski skólinn og samkvæmt henni vor...
Getið þið sagt mér allt um Jónas Hallgrímsson?
Því miður getum við ekki sagt „allt“ um Jónas Hallgrímsson og það er kannski eins gott að við reynum það ekki. Það mundi örugglega æra óstöðugan ef við segðum lesendum okkar allt sem hefur verið skrifað og sagt um Jónas. Það er líka engin ástæða til að reyna að segja allt um Jónas Hallgrímsson þar sem mikið er ...
Hvað merkir Þeista í nafninu Þeistareykir?
Í heild hljóðar spurningin svona:Langar að vita merkingu Þeist eða þeista en þar á ég við hvernig nafnið Þeistareykir er komið til. Nafnið er skrifað „þeistareykia land“ í máldaga Múlakirkju í Auðunarmáldögum 1318 (Ísl. fornbréfasafn II, 434) og er elsta dæmi um jörðina í heimildum. Nafnið er „Þeistar Reyker eð...
Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?
Það er rétt að jólasveinar frá fyrri tíð sem bera kvenkyns nöfn eru mun færri en þeir sem bera karlmannsnöfn. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um 78 nöfn jólasveina en aðeins fimm þeirra (6,4%) vísa til kvenkynsvera. Sambærileg tölfræði y...
Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?
Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...
Hvað er svona merkilegt við árið 1918?
Enginn vafi leikur á því hvað Evrópubúum fyrir hundrað árum fannst merkilegast við árið 1918. Það var að í árslok ríkti loks friður milli stórveldanna. Í áramótahugvekju blaðsins Ísafoldar í janúarbyrjun 1919 mátti lesa þessi orð: Árið 1918 mun jafnan verða talið með merkustu árum veraldarsögunnar fyrir þæ...
Hver drap Snorra Sturluson?
Snorri Sturluson fæddist í Hvammi í Dölum árið 1178 og var veginn í Reykholti árið 1241. Hann var mikill stjórnmálamaður, fræðimaður og eitt merkasta skáld Íslendinga en hann skrifaði meðal annars Heimskringlu og Eddu. Sumir fræðimenn telja hann einnig höfund Egils sögu. Snorri var sonur Hvamm-Sturlu og t...
Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?
Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...
Hvers konar fiskur er dílamjóri?
Dílamjóri (Lycodes esmarkii) tilheyrir ættkvísl mjóra (Lycodes). Mjórar eru langir og þunnvaxnir fiskar. Hausinn á þeim er nokkuð stór og allflatur að ofan og augun stór. Dílamjóri er stærsta mjórategundin í Norður-Atlantshafi. Hann verður yfirleitt ekki lengri en 50-60 cm en stærsti dílamjóri sem komið hefur í ve...
Hver er munurinn á brjóstsviða og nábít?
Nábítur er ákveðið stig af brjóstsviða. Eins og fram kemur í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvað er bakflæði? fáum við brjóstsviða þegar magasýrur flæða eða skvettast upp í vélinda úr maganum. Vélindað þolir illa svo sterkt, ertandi efni og við finnum fyrir bruna- eða sviðatilfinningu. Það kallas...
Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan kemur bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi? Getur verið að það þýði gott varp? Gottorp er bær í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Christiansson Gottrup (1648-1721) lögmanni á Þingeyrum 1694 eða 1695 þegar hann byggði upp eyðibýlið...