Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3860 svör fundust
Af hverju var orðið skrælingi notað um inúíta og er það skylt orðinu skríll?
Orðið skrælingi merkir villimaður eða ruddi. Það var áður fyrr notað í niðrandi merkingu um frumbyggja Grænlands og meginlands Ameríku, til að mynda í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Í Íslenskri orðsifjabók er bent á tengsl orðsins skrælingi við karlkynsnafnorðið skrælingur sem er haft um 'rignd og skræ...
Er orðatiltækið glatt á Hjalla, dregið af bænum Hjalla í Ölfusi?
Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er um afbrigðið þá var gleði á Hjalla. Það er úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar sem hann safnaði til á síðari hluta 17. aldar en verkið var fyrst gefið út 1930. Frá síðari hluta 18. aldar eru elstu heimildir um að vera glatt á Hjalla og yngri eru heimildir um a...
Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?
Hér til hliðar má sjá viðvörunarmerki sem varar við brattri brekku upp á við. Sambærilegt merki er til fyrir bratta brekku niður. Á merkinu er halli brekkunnar gefinn upp sem prósenta. En hvað segir prósentutalan okkur? Prósentan gefur til kynna hversu mikið vegurinn hækkar sem hlutfall af láréttri lengd. Þetta...
Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?
Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...
Er hollt að borða bara hráfæði?
Til eru ýmsar skilgreiningar á hráfæði. Í þessu svari verður stuðst við skilgreiningu í pistli eftir Sollu hjá Heilsubankanum. Kjarninn í henni er þessi:Hráfæði er aðferð til að matreiða grænmeti og ávexti, hnetur og fræ, þara og spírur á fjölbreyttan hátt. Hráefnið er ekki hitað upp fyrir 47°C svo að ensím í matv...
Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni?
Frumeindir (af sama eða mismunandi toga) geta tengst öðrum frumeindum með efnatengjum (e. chemical bonds). Þrjár helstu tegundir þeirra eru samgild tengi, jónatengi og málmtengi. Samgild tengi (e. covalent bonds) er að finna í sameindum (e. molecules) og deila þá frumeindirnar með sér tengirafeindunum sem eru v...
Hver var Edwin Hubble og hvernig breytti hann heimsmynd okkar?
Fáir vísindamenn tuttugustu aldar hafa haft jafnmikil áhrif á heimsmynd okkar og bandaríski stjarnvísindamaðurinn Edwin Powell Hubble (1889-1953). Hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið. Og ekki nóg með það, heldur sýndi hann líka að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnu...
Hver var Jean-Paul Sartre og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Jean-Paul Sartre fæddist 21. júní 1905 í París. Faðir hans Jean-Baptiste sem var sjóliðsforingi veiktist og dó þegar Sartre var rúmlega árs gamall. Sartre flutti þá með móður sinni Anne-Marie til móðurforeldra sinna, þar sem hann ólst upp innan um bækur afa síns Charles Schweitser. Í Orðunum1, endurminningum Sartr...
Hvaða ártöl notuðu víkingar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða ártal notuðu víkingar? Til dæmis það sem við köllum núna árið 870 hvað kölluðu landnámsmenn það ár? Kristnir menn voru ekki fyrstir til að telja ár í einni röð frá einum upphafspunkti. Í Rómaveldi voru ár talin frá stofnun Rómaborgar, sem var árið 753 fyrir Krist samkvæmt...
Er æskilegt að nota hlutlaust orðalag um ýmis starfsheiti, t.d. vísindafólk í staðinn fyrir vísindamenn?
Mikill meirihluti íslenskra starfsheita er karlkyns. Mörg þeirra hafa -maður sem seinni lið, svo sem vísindamaður, alþingismaður, námsmaður, verslunarmaður, verkamaður, lögreglumaður, stýrimaður, iðnaðarmaður, leiðsögumaður, formaður og fjölmörg fleiri. Ýmis önnur karlkynsorð eru líka seinni liður í mörgum starfsh...
Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur?
Tog vélar ræðst fyrst og fremst af því hve miklu eldsneyti er hægt að brenna í hverri sprengingu. Þannig ræðst togið fyrst og fremst af slagrúmtaki vélarinnar. Þjapphlutfall vélarinnar er næststærsti áhrifavaldurinn, vegna áhrifa þess á varmafræðilega nýtni vélarinnar. Rita má jöfnu um tog fjórgengisvélar vélar...
Hver er munurinn á 194. og 195. grein hegningarlaganna og hvernig er ákveðið eftir hvoru er dæmt?
Í 194. grein almennra hegningarlaga númer 19/1940 með síðari breytingum segir að hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðru...
Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni?
Spurninguna mætti einnig orða svona: Hvílir framfærsluskylda á foreldri (öðru eða báðum) jafnvel þótt það (þau) fari ekki með forsjá barnsins? Svarið er já því samkvæmt barnalögum nr. 20/1992 er meginreglan sú að framfærsluskylda hvílir á kynforeldrum barns óháð því hvort þau fari með forsjá þess. Framfærsluskylda...
Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn?
Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld, sem var Svefneyingur, segir frá því í einu rita sinna að eyjarnar dragi nafn af því að Hallsteinn Þórólfsson á Hallsteinsnesi, sem nefndur er í Landnámabók (Íslensk fornrit I:164), hafi fundið þræla sína yfirbugaða af svefni og drepið þá fyrir sviksemi þeirra (samanber Gr...
Af hverju er vatnið blautt?
Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við sömu spurningu segir meðal annars:Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segj...