Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið skrælingi merkir villimaður eða ruddi. Það var áður fyrr notað í niðrandi merkingu um frumbyggja Grænlands og meginlands Ameríku, til að mynda í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða.
Í Íslenskri orðsifjabók er bent á tengsl orðsins skrælingi við karlkynsnafnorðið skrælingur sem er haft um 'rignd og skrælnuð söl' og lýsingarorðið skræl(a)þurr sem merkir skraufþurr. Í sömu heimild segir einnig að öll séu þessi orð skyld skrá sem haft er um skinn, aðallega þurrkað og skorpið. Orðið skrælingi gæti þess vegna verið dregið af skinnfatnaði inúíta.
Inúítar á ljósmynd frá fyrri hluta 20. aldar.
Um orðið skríl er fjallað í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað merkir orðið skríll og hvaðan er það komið? Þar segir meðal annars að skríll gæti tengst lýsingarorðinu skríl(a)þurr sem er aðallega notað um skraufþurrt hey.
Sé það rétt má finna skyldleika á milli skríls og skrælingja í gegnum lýsingarorðin skræl(a)þurr og skríl(a)þurr. Að sama skapi ætti að vera ljóst að merkingarsvið orðanna er hið sama, það er að segja orðin eru bæði notuð í niðrandi merkingu um hóp manna.
Heimild og mynd:
Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
JGÞ. „Af hverju var orðið skrælingi notað um inúíta og er það skylt orðinu skríll?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=9064.
JGÞ. (2009, 2. febrúar). Af hverju var orðið skrælingi notað um inúíta og er það skylt orðinu skríll? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=9064
JGÞ. „Af hverju var orðið skrælingi notað um inúíta og er það skylt orðinu skríll?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=9064>.