Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers konar dómar eru sleggjudómar?
Orðið sleggjudómur er notað um órökstuddan oftast neikvæðan dóm eða ummæli, til dæmis fella sleggjudóm(a) yfir einhverjum eða einhverju eða um einhvern/eitthvað og leggja sleggjudóm(a) á eitthvað. Á timarit.is er elst dæmi úr Nýjum félagsritum frá 1845: Þessvegna eru dómar hinna sídarnefndu sagnaritara oftas...
Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?
Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...
Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?
Mikið er framleitt af rafmagni á Íslandi og samkvæmt nýjum tölum frá Orkuspárnefnd eiga Íslendingar nú heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er fjöldi almenningsrafstöðva á Íslandi 91. Af þeim eru 28 vatnsaflsstöðvar, 6 eru jarðhitastöðvar og 57 eru eldsneytisstöðvar sem ...
Hvað er ljósleiðari?
Þegar talað er um ljósleiðara er oftast átt við granna þræði úr gleri eða plasti sem eru búnir þeim eiginleikum að geta leitt ljós frá einum stað til annars. Tilkoma ljósleiðara hefur valdið byltingu í samskiptatækni, en ljósleiðarar eru einnig notaðir í öðrum tilgangi, til dæmis í lækningatækjum. Til að skilja...
Hvernig lýsir frost- og efnaveðrun sér á Íslandi?
Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Molnunin verður með ýmsum hætti, svo sem með frostveðrun, með svörfun jökla, með grjótburði straumvatna og af völdum úthafsöldunnar sem brotnar á ströndinni. Lesa má nánar um veðrun í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? Frostveðru...
Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur?
Edwin Powell Hubble fæddist í bænum Marshfield í Missouri-ríki í Bandaríkjunum þann 29. nóvember 1889. Strax sama ár fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til borgarinnar Wheaton í Illinois-ríki. Hubble heillaðist snemma af undrum vísindanna og átti það til að sökkva sér í vísindaskáldsögur eftir Jules Verne og Hen...
Hvað er kona?
Einfalt svarið við spurningunni Hvað er kona? er: "kvenkyns einstaklingur af tegundinni Homo sapiens" eða með öðrum orðum, einstaklingur sem fæðist með XX-litninga en ekki XY, er með píku og leg en ekki tippi og fær brjóst þegar hún verður kynþroska, fær ekki skegg og fer ekki í mútur. En spurningin er margslungna...
Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?
Að undanskyldu Suðurskautinu (þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu) er Eyjaálfa, sem stundum er kölluð Ástralía, bæði minnsta og fámennasta heimsálfan. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni Geohive (sem sækir sínar upplýsingar á síðu The World Factbook) er áætlað að íbúar Eyjaálfu hafi verið 32.750.000 um mitt ár 20...
Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?
Kortið hér að neðan sýnir Gondvana (áður Gondvanaland), en svo eru nefnd meginlönd suðurhvels sem mynduðu eina heild frá 510 til 180 milljón árum – nefnilega nánast frá upphafi fornlífsaldar til miðrar miðlífsaldar (sjá jarðfræðitöfluna hér fyrir neðan). Meginlönd norðurhvels mynduðu Lárasíu, og um skeið, frá upph...
Hverjar eru úthlutunarreglur jöfnunarþingsæta?
Þingmenn á alþingi Íslendinga eru 63 talsins og er landinu skipt upp í 6 kjördæmi: Suðvesturkjördæmi (12 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi norður (11 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi suður (11 þingmenn) Suðurkjördæmi (10 þingmenn) Norðausturkjördæmi (10 þingmenn) Norðvesturkjördæmi (9 þingmenn) Af þessum 63 ...
Hvers konar borgir og byggingar byggðu Mayarnir og voru þær skreyttar á einhvern hátt?
Mayarnir lifðu í borgríkjum sem voru þrautskipulögð. Í miðjunni voru trúarmiðstöðvar, gjarnan píramídar með hofum á toppi, stór torg með minningarsúlum (e. stele) og þá hallir ráðastéttarinnar, allt byggt af steini. Fjær miðjunni komu síðan aðrar byggingar af steini, stjörnuskoðunarturnar, boltaleikvangar og þá hí...
Ef allar reikistjörnurnar í sólkerfinu væru settar saman í eina plánetu, hvert væri þá ummál hennar?
Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru átta talsins. Til að reikna út ummál plánetu sem væri sett saman úr þessum átta reikistjörnum þurfum við að vita þvermál eða geisla (radíus) nýju plánetunnar. Þvermál nýju plánetunnar er hægt að reikna út frá rúmmáli hennar, sem fæst með því að leggja saman rúmmál reikistjar...
Er hægt að breyta kulda í hita og ef svo er, hvernig þá?
Áður en hægt er að svara spurningunni er rétt að rifja upp svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? Þar kemur fram að hiti efnis tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Þeim mun meiri sem hreyfingin er, þeim mun hærri hiti. Hitastigið er því mælik...
Hvað er vélrænt nám og mun það leysa lækna af hólmi í framtíðinni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er vélrænt nám (e. machine learning) og er það rétt hjá syni mínum að það muni leysa lækna af hólmi? Á öðrum áratugi þessarar aldar var þróuð aðferðafræði, svokallað djúptauganet (e. deep neural network) sem hentar vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á fl...
Hvernig breytir maður lítra í bandarískt gallon?
Lítrinn kemst nokkuð nálægt því að samsvara því sem Bandaríkjamenn kalla "quart" en það er, eins og nafnið bendir til, fjórðungur úr galloni. Lítrum er breytt í bandarísk gallon með því að margfalda með 0,26417 eða deila með 3,78541. Einn lítri samsvarar sem sagt rúmlega fjórðungi (0,26417) úr galloni og gallonið ...