Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með umframbyrði skatta?

Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar?

Upprunaleg spurning var á þessa leið: Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? Til dæmis annars vegar hjá kaþólikkum, kalvínistum og evangelísk-lúterskum og hins vegar hjá rétttrúnaðarmönnum? Hér er einnig svarað spurningu Önnu Ásgeirsdóttur: Af hverju er haldið upp á afmæli Jesú um jól...

category-iconStærðfræði

Hver fann upp stærðfræðina?

„Guð fann upp heilu tölurnar, allt annað eru mannanna verk“ er haft eftir Kronecker, einum af höfuðstærðfræðingum 19. aldar. Öll menningarsamfélög hafa einhverja aðferð til að kasta tölu á tiltekinn fjölda. Að þessu leyti mætti segja að enginn hafi fundið upp stærðfræðina heldur sé hún samofin menningunni og af Gu...

category-iconLögfræði

Hvers vegna mega læknar og tannlæknar ekki auglýsa opinberlega hér á landi?

Læknar og tannlæknar mega auglýsa opinberlega hér á landi, en auglýsingum þeirra eru þó settar þröngar skorður. Í 1. mgr. 17. gr. læknalaga nr. 53/1988 segir:Lækni er einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum í blöðum sem birta má í hæsta lagi þrisvar þegar hann hefur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru til rándýr?

Það er í raun nánast óhugsandi annað en að rándýr komi fram á sjónarsviðið í heimi þar sem jurtaætur eru til. Þetta má útskýra með dæmi. Ímyndum okkur einfaldan heim þar sem aðstæður eru þannig að allar tegundir spendýra eru jurtaætur og drepa ekki önnur dýr. Helstu dánarorsakir eru þá sjúkdómar og elli þar til...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er ETA?

ETA (Aðskilnaðarhreyfing Baska) eru hryðjuverkasamtök sem berjast fyrir aðskilnaði frá Spáni og beita til þess öllum brögðum. ETA er skammstöfun á nafninu á hreyfingunni en hún heitir Euzkadi Ta Azkatasuna á basnesku sem mætti þýða yfir á íslensku sem Baskaland og frelsi. ETA á rætur sínar að rekja til Þjóðe...

category-iconFélagsvísindi

Heldur fyrirtækið De Beers verði demanta langt yfir raunvirði þeirra?

Það er rétt að suður-afríska fyrirtækið De Beers hefur um langt skeið haft mikil áhrif á markaðinn fyrir demanta og náð verulegum árangri í að halda verði þeirra háu og stöðugu. Þetta hefur bæði verið gert með því að reyna að stilla framboði í hóf og með því að ýta undir eftirspurn með beinum og óbeinum auglýsingu...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?

Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Íslenskar gæsalappir eru „svona“, en hvar finn ég '„' á íslenska lyklaborðinu?

Athugasemd ritstjórnar: Glöggur lesandi benti okkur á hvernig fá má fram íslenskar gæsalappir í Macintosh OS X. Fyrri gæsalappirnar („) fást með því að halda inni ALT-hnappi lyklaborðsins og ýta um leið á 'Ð'. Hinar seinni (“) má fá með því að gera slíkt hið sama, en halda einnig inni skiptihnappi (e. shift). S...

category-iconÞjóðfræði

Hvað voru margar nornabrennur á Íslandi, hvenær hættu þær og hverjar voru brenndar?

Þegar talað er um brennudóma yfir galdrafólki á Íslandi er ekki beint hægt að nota orðið "nornabrennur" eða hugtakið "norn" yfirleitt. Sannleikurinn er sá að langflestir þeirra sem lentu á báli hérlendis fyrir galdra voru karlmenn sem sakaðir voru um fjölkynngi og þjóðlegt kukl á borð við meðferð rúna og galdrasta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?

Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu oft hefur Krafla gosið síðan land byggðist og hvenær varð stærsta gosið í henni?

Virku gosbeltin, sem liggja yfir Ísland, eru samsett af eldstöðvakerfum, það er löngum sprungusveimum með stóru eldfjalli nálægt miðju. Eldfjöll þessi eru misjöfn að útliti og gerð en hafa þó ýmis sameiginleg einkenni. Um 1970 var farið að kalla þau megineldstöðvar með hliðsjón af því að þar er eldvirknin mest og ...

category-iconLæknisfræði

Eru læknisaðgerðir framkvæmdar á fóstrum?

Vegna framfara læknavísinda á síðustu áratugum hafa lyfjameðferðir og skurðaðgerðir á fóstrum orðið mögulegar í vissum tilvikum. Auðveldara og öruggara er en áður að ná til fósturs í móðurkviði og má til dæmis veita hormónum og ýmsum næringarefnum sem fóstur skortir í legi og komast hjá ýmsum óstarfhæfum efnaferlu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er randbörkur og hvaða hlutverki gegnir hann?

Randbörkur er sá hluti heilabarkar sem tilheyrir randkerfi heilans. Randkerfið ræður miklu um atferli manna með áhrifum á hvatir og geðhrif.Randbörkur (e. limbic cortex) er sá hluti heilabarkar sem tilheyrir randkerfi heilans. Randkerfið (e. limbic system) er staðsett miðlægt undir hvelaheila (e. cerebrum), innst ...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru þurr augu?

Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að um það bil 15.000 Íslendingar þjáist af þurrum augum. Við þennan sjúkdóm framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki rétt samansett og gufa upp of fljótt. Algengasta einkenni þurra augna er eins konar aðskotahlutstilfinning í augum. Hún er ofta...

Fleiri niðurstöður