Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5971 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi?

Ofbeldismál hafa verið áberandi í umræðunni á Íslandi undanfarin misseri og hnífaburður ungmenna talinn vaxandi vandi. Manndrápsmál vekja þó jafnan meiri óhug ekki síst þegar börn eiga í hlut sem gerendur eða þolendur. Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er erfiðara að temja kött en hund?

Kettir og hundar eru án efa vinsælustu gæludýr í heimi en vissulega eru þetta mjög ólík dýr. Kötturinn er mikill einfari og vill vera eins síns liðs. Læður mynda þó félagsleg tengsl við kettlingana sína og við fressketti á mökunartímanum en að öðru leyti er varla hægt að segja að kötturinn myndi félagsleg ten...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?

Síbírískir eskimóahundar (e. Siberian husky) eru óvenju harðgerðir vinnuhundar upprunnir frá Síberíu. Þeir eru allstórir og loðnir með sperrt eyru og hringaða rófu. Þetta ræktunarafbrigði er ættað frá Chuchki-þjóðflokknum í norðaustur Síberíu sem notuðu hundana aðallega til að draga sleða. Síbírískir eskimóahundar...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga?

Margar jurtir voru áður fyrr notaðar til lækninga og ýmis lyf nútímans njóta góðs af gamalli kunnáttu um lækningajurtir. Þá voru jurtir líka notaðar til athafna sem vel má flokka undir hjátrú og galdur. Það yrði efni í langan pistil að fjalla um öll þau grös sem notuð voru í þessum tilgangi en nokkur dæmi skulu hé...

category-iconÞjóðfræði

Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?

Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru sígaunar og hafa þeir einhverja sérstaka tónlistarstefnu?

Sígaunar (einnig kallaðir Rómafólk) eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaun...

category-iconJarðvísindi

Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar?

Í örstuttu máli er svarið við þessari spurningu það að svo fremi að sýnið sem greint er sé réttur fulltrúi þess atburðar sem aldursákvarða átti, að rétt sé staðið að öflun og úrvinnslu sýna, og að fullt tillit sé tekið til skekkjuvalda, eru þessar greiningar áreiðanlegar, en þó ævinlega innan vissra skekkjumarka. ...

category-iconHeimspeki

Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?

Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann. Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji li...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var rithöfundurinn Guðrún frá Lundi?

Guðrún Baldvina Árnadóttir frá Lundi fæddist árið 1887 í Skagafirði. Hún ólst upp í mikilli fátækt, í torfbæ, fjórða barnið í hópi níu systkina sem upp komust. Hún átti lítinn kost á menntun en þurfti að vinna frá blautu barnsbeini. Hún fékk farkennslu þrjár vikur á ári í þrjá vetur, samtals níu vikur. Það var öl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu?

Nú eru liðin 239 ár síðan fyrstu hreindýrin stigu á land á Íslandi. Eins og þekkt er gengu þau á suðvesturhorninu, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum fram á síðustu öld. Hreindýrunum fjölgaði hratt eftir landnám þeirra og dýrin dreifðust víða. Samhliða fjölguninni bárust kvartanir til yfirvalda um að þ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru samfélagsmiðlar?

Samfélagsmiðlar (e. social media) hafa á skömmum tíma orðið mikilvægur þáttur í daglegu lífi margra. Þeir eru meðal annars notaðir til að fylgjast með fréttum, skoða nýjustu tískustrauma, senda skilaboð, deila myndum, bjóða fólki á ýmsa viðburði, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd um allt milli himins og jarðar, f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju sjá hestar í svart-hvítu?

Það hefur lengi verið almannarómur að hross, og einnig klaufdýr, sjái aðeins í svart-hvítu og geti ekki greint á milli lita. Það sem nú er vitað um litaskyn þessara dýra bendir til að þetta sé ekki rétt, og að hross hafi í raun litaskyn, þótt það sé frábrugðið því sem gerist hjá mönnum. Þetta byggist á tvenns kon...

category-iconFélagsvísindi

Hver er ríkasti maður í heimi?

Það er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks í heimi enda er allur gangur á því hvort þeir sem til greina koma vilja gefa upp hve mikið þeir eiga. Jafnvel er til í dæminu að þeir reyni að ýkja eða draga úr auði sínum. Sumir vita svo sjálfsagt ekki aura sinna tal! Engu að sí...

category-iconLandafræði

Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?

Þessari spurningu má svara á margan hátt eftir því hvað spyrjandi og lesendur hafa í huga, meðal annars hvort eða hvernig þeir trúa á Biblíuna eða fyrstu Mósebók þar sem sagt er frá Eden. Þannig er til dæmis ljóst að sá sem trúir alls ekki á Biblíuna telur spurninguna óþarfa og hið sama gildir líklega einnig um ma...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um flóðsvín?

Lengi vel áttu fræðimenn erfitt með að trúa því að flóðsvín (Hydrochoerus hydrochaeris) væru nagdýr, enda eru þau um 60 cm á herðakamb og vega um 50 kg. Fyrst í stað vildu þeir flokka þau í sömu ætt og fíla en eftir ítarlegar samanburðarrannsóknir virtust þau líkjast villinaggrísum í Suður-Ameríku og þess vegna se...

Fleiri niðurstöður