Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn?

Harði diskur tölvunnar er gagnageymsla sem tilheyrir ytra minni hennar. Ytra minni hefur þann tilgang að geyma gögn, hvort sem það eru forrit eða aðrar skrár, og varðveita þau eftir að slökkt hefur verið a tölvunni. Jafnframt er harði diskurinn notaður sem vinnsluminni þegar innra minni tölvunnar er ekki nægilegt....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um sardínur?

Í bókinni Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson er sardínu lýst svona:Þunnvaxinn fiskur og dálítið sívalur. Haus er í meðallagi, augu eru stór en kjaftur lítill og endastæður. Neðri skoltur teygist þó fram fyrir þann efri, þegar kjafturinn er opinn. Tálknalok eru geislagárótt. Bakuggi er á miðum bol, þó nær trjónu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta sílamávar?

Sílamávurinn (Larus fuscus) er líkt og aðrir mávar af Larus-ættkvíslinni mikill tækifærissinni í fæðuvali. Rannsóknir hafa þó sýnt að á sumum stöðum eru ýmsar tegundir sjávarhryggleysingja svo sem krabbadýr (Crustacea) og skrápdýr (Echinodermata) stór hluti af fæðu hans þótt það eigi ekki endilega við hér á landi....

category-iconUnga fólkið svarar

Hefur einhver maður farið til Satúrnusar?

Menn hafa skoðað Satúrnus ýtarlega gegnum sjónauka, auk þess sem fjögur geimför hafa skoðað reikistjörnuna. Pioneer 11 heimsótti Satúrnus árið 1979. Árið 1980 kom Voyager 1 að Satúrnusi og ári síðar var komið að Voyager 2. Geimfarið Cassini-Huygens komst á braut um Satúrnus árið 2004. Það er enn að og nú hefur ver...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar fjall er Hvolsfjall við Hvolsvöll?

Hvolsfjall er móbergsfjall eins og flest fjöll á þessu svæði. Sennilega er það rúst af fornri eldstöð sem jöklar hafa sorfið ofan af, líkt og til dæmis Dyrhólaey, því klettarnir við Þinghól eru bólstraberg en ofan við kirkjuna þursaberg. Ofan á fjallinu eru grettistök, borin þangað af jöklum. Hvolsfjall er fyrir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fugl flýgur lengst allra á ævi sinni?

Krían (Sterna paradisaea) er líklega sá fugl sem flýgur lengst á ævi sinni. Hún verpir á norðurslóðum en flýgur suður á bóginn á haustin í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur...

category-iconHeimspeki

Hvaða heimspeki er í The Truman Show?

Kvikmyndir geta veitt nýja innsýn í heimspekileg viðfangsefni. Á síðustu árum hafa til dæmis myndirnar The Truman Show og The Matrix vakið mikla athygli fyrir heimspekileg efnistök. Efniviður beggja myndanna er að stofni til þekkt heimspekilegt viðfangsefni: hvað ef veruleikinn er í grundvallaratriðum frábrugði...

category-iconHeimspeki

Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?

Vafalaust myndu einhverjir líta á heimspekinginn Sókrates (470-399 f.Kr.) sem ónytjung væri hann uppi í dag, enda gerðu það margir fyrir 2400 árum í Grikklandi. Okkur er ekki kunnugt um að hvítskeggjaður öldungur hafi sést nýlega í hvítum kyrtli og sandölum, sprangandi um Ingólfstorg, umkringdur ungum mönnum með b...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvernig urðu stjörnumerki til og hver fann þau upp? (Eva Ýr Óttarsdóttir f. 1988)Hvað er átt við þegar talað er um pólhverf stjörnumerki? (Hrönn Guðmundsdóttir f. 1985)Hvað eru til mörg stjörnumerki og hvernig verða þau til? (Anna Lilja Óskarsdóttir f. 1987)Hvernig er h...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert var helsta hlutverk Heimdalls í norrænu goðafræðinni? Hvað gerði hann í ragnarökum?

Guðinn Heimdallur kemur fyrir í flestum þeim rituðu heimildum sem til eru um norræna goðafræði, stundum er einungis minnst á hann en á öðrum stöðum er honum lýst í lengra máli. Helstu heimildir okkar um Heimdall og hlutverk hans eru Snorra-Edda og eddukvæðin Grímnismál, Hyndluljóð, Lokasenna, Þrymskviða, Rígsþula ...

category-iconHugvísindi

Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?

Búkolla er kynjavera í gömlu íslensku ævintýri. Hún er tekin upp í Vættatali Árna Björnssonar (bls. 28) og þar sögð „ævintýraleg kýr sem kann mannamál”. Búkolla er ekki „vættur” í hefðbundnum skilningi þess orðs en hún er engu að síður „yfirnáttúruleg vera" og réttlætir það veru hennar í vættatalinu. Sagan ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verkar geðlyfið Haldol?

Haldol eða halóperídól er elsta lyfið af flokki bútýrófenónafbrigða með kröftuga geðlæga verkun. Lyfið er sefandi (neuroleptic) og er því notað til að meðhöndla ýmiss konar geðraskanir. Verkun halóperídóls er á þann veg að það dregur úr virkni taugaboðefnisins dópamíns í heilanum. Lesa má meira um dópamín í svari ...

category-iconHagfræði

Hvaða breytingar hafa orðið á reglum um eigna- og fjármagnstekjuskatt frá apríl 2013 til september 2016?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?

Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að flytja rafmagn án þess að hafa rafmagnslínu?

Hugmyndin um þráðlaust rafmagn hljómar eflaust heldur nýstárleg en hún er eldri en marga gæti grunað. Upphaf þráðlausu raftækninnar má rekja til tilrauna uppfinningamannsins Nikola Tesla í lok 19. aldar. Tesla hafði háleitar hugmyndir og stefndi fljótt að því að smíða kerfi sem myndi miðla þráðlausu rafmagni til a...

Fleiri niðurstöður