Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5928 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er að segja um eðlisfræði skæra?

Skæri eru býsna snjöll uppfinning og skærin í kringum okkur eru margs konar ef að er gáð: Eldhússkæri, naglaskæri, fataskæri og svo framvegis. Og ef við hugsum okkur um sjáum við að ýmis áhöld sem við köllum klippur eru í rauninni náskyld skærum. Má þar nefna einfaldar grasklippur, trjáklippur, þakjárnsklippur og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna?

Ekki er til einhlítt svar við þessari spurningu. Að hluta til liggur svarið í því að spúnar sem hafa reynst vel í tímans rás, hafa skapað sér nafn og áunnið virðingu veiðimanna og eru því oftar hnýttir á færið. Það leiðir aftur til þess að fiskar, sem á annað borð taka spún, taka þá spúna sem veiðimennirnir setja ...

category-iconLandafræði

Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?

Fjallað er um tímabelti í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? Þar kemur meðal annars fram að árið 1884 var ákveðið að taka upp alþjóðlegan staðaltíma sem væri miðaður við núll lengdarbauginn, en hann liggur um Greenwich í Englandi. Þar segi...

category-iconFöstudagssvar

Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?

Letidýr lifa í Suður-Ameríku og þeir sem nenna geta lesið um um þau í svörum við eftirfarandi spurningum: Hvar finnast letidýr?Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Sígild eðlisfræði segir okkur að þyngdarhröðun allra hluta sé sú sama á tilteknum stað, um það bil 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar. Þetta þýðir að fallh...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er mest sótta heimasíðan á veraldarvefnum?

Þessari spurningu er erfitt að svara mjög nákvæmlega þar sem veraldarvefnum er ekki miðstýrt; því hefur enginn upplýsingar um allar heimasíður sem hann geymir. Aftur á móti eru til heimasíður sem hafa nokkuð góðar skrár yfir umferð á vefnum. Á heimasíðunni Alexa.com er til að mynda hægt að nálgast lista yfir 500 m...

category-iconStærðfræði

Hvernig reiknar maður út hversu miklar líkur séu á því að í hópi vinnufélaga eigi einhverjir tveir sama afmælisdag?

Svarið við þessu fer eftir því hversu margir eru í upprunalega hópnum og hversu líklegt það er að tiltekinn dagur sé afmælisdagur einhverrar manneskju. Við skulum gera ráð fyrir að allir dagar ársins séu jafn líklegir sem afmælisdagar, því annars verður spurningin fljótt of flókin til að hægt sé að svara henni í s...

category-iconFélagsvísindi almennt

Gæti Grænland orðið fjölmennara en Ísland í framtíðinni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Á Grænland raunhæfan möguleika á að verða fjölmennara en Ísland í framtíðinni? Í stuttu máli sagt er afar ólíklegt að Grænland verði fjölmennara en Ísland í fyrirsjáanlegri framtíð nema eitthvað stórkostlegt gerist sem veldur mjög mikilli fólksfækkun á Íslandi eða mjög...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort hafa menn fætur eða lappir?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvort er rétt, að menn séu með fætur eða lappir? Margir standa fastir á því að einungis skepnur hafi lappir og mannfólkið fætur. Ef tekið er mið af því að svo sé rétt - er þá ekki orðanotkunin vinsæla „að standa í lappirnar“ frekar furðuleg málnotkun? Samkvæmt Íslenskri...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað?

Ágústa Pálsdóttir er prófessor í upplýsingafræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði upplýsingahegðunar í tengslum við heilsusamlegan lífsstíl. Miklu skiptir að fræðsla um heilsueflingu nái til sem flestra þjóðfélagsþegna. Miðlun upplýsinga þarf þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Á hverju nærast sveppir?

Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna. Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu?

Upprunalega spurningarnar voru tvær: 1) Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu? 2) Er eitthvað í sögu Rússlands og Úkraínu sem gæti útskýrt spennuna á milli þessara landa? Það er viss rangtúlkun á samskiptum Úkraínu og Rússlands að segja þau einkennast af „togstreitu“ eða „spennu“. Ásæ...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam?

Abu Bakr var einn helsti félagi Múhameðs spámanns, ráðgjafi hans og tengdafaðir. Hann fæddist í Mekka árið 573 og var af efnaðri kaupmannafjölskyldu kominn. Fjölskylda hans tilheyrði svonefndum Quyrash-ættbálki. Á sínum yngri árum umgekkst hann Bedúína töluvert og þar kviknaði áhugi hans á kameldýrum. Nafn hans má...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til hvaða rauntölu sem er úr ræðum tölum með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Það er aðeins hægt að búa til sárafáar rauntölur með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum á ræðar tölur; til dæmis getum við hvorki búið til e né pí (\(\pi\)) þannig. Því miður er þetta of flókið að útskýra það hér til hlítar, en í staðinn getum við útskýrt hvernig má...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju þarf maður að læra að lesa?

Maður þarf að læra að lesa til að geta: ratað eftir skiltum og kortum farið í ferðalög á Íslandi og í útlöndum flett upp símanúmerum í símaskrá lesið texta í sjónvarpi lesið hvað er í matnum sem maður kaupir lesið dagblöð og vitað hvað á sér stað í heiminum þekkt í sundur bækur og valið þær sem maður vill...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Í hvaða átt sjást norðurljósin?

Stefnan til norðurljósa hér á Íslandi getur verið næstum hver sem er. Þau eru oft hátt á lofti og taka þá jafnvel yfir hvirfilpunkt himins, það er punktinn sem er lóðrétt yfir höfðum okkar. Í borgum er hins vegar sennilegt að norðurljós sjáist síður lágt á himni vegna ljósmengunar sem svo er kölluð, það er að segj...

Fleiri niðurstöður