Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1582 svör fundust

category-iconMálstofa

Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda

Hin dramatíska, óhugnanlega og óvænta árás sem gerð var á Bandaríkin olli ákveðnum tímamótum. Í kjölfar árásanna hefur fólk verið mjög spyrjandi, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem ég bý og starfa, og eftir því sem ég fæ best séð á það einnig við um Ísland. Fólk reynir að skilja hvað fái menn til að fremja slík...

category-iconHugvísindi

Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?

Leonardó da Vinci: La Gioconda (Móna Lísa), máluð 1503-1506. Hæð 77 cm; Lengd 53 cm. Heimild: Wikimedia Commons. Leonardó da Vinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan hins enskumælandi heims, í Flórens rétt upp úr aldamótunum 1500, og hann málaði hana aðeins einu s...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er líkleg þróun tónlistar?

Tónlist 20. aldar hefur einkennst af breytingum og fjölbreytni. Fjölmiðlar ásamt upptöku- og dreifingartækni nútímans hafa haft veruleg áhrif á dreifingu tónlistar og aðgengi að henni á öldinni. Og seinni hluta aldarinnar hefur tölvan líka haft veruleg áhrif sem hljóðgjafi og tæki til tónsmíða. Líklegt er að tónli...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er heila- og mænusigg og er til lækning við því?

Erfitt er að finna lækningu við sjúkdómi ef við skiljum ekki eðli hans. Til að góð lækning finnist þarf að rannsaka niður í kjölinn eðli og orsakir viðkomandi sjúkdóms og þá fyrst er hugsanlega hægt að ráðast gegn frumorsök hans. Einn þeirra sjúkdóma sem gengið hefur ákaflega illa að skilja er heila- og mænusigg s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru til margar tegundir af lifrarbólgu og hvað veldur þeim?

Margar tegundir eru til af lifrarbólgum og orsakast flestar þeirra af veirum. Sumar tegundir smitast með óhreinu vatni eða matvælum, sumar smitast á svipaðan hátt og alnæmi og enn aðrar eru hitabeltissjúkdómar sem moskítóflugur bera á milli manna. Sumar lifrarbólgur eru tiltölulega vægir sjúkdómar en aðrar eru mjö...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vöðvaslensfár?

Vöðvaslensfár (myasthenia gravis) einkennist af mikilli vöðvaþreytu. Þetta er sjúkdómur sem auðveldlega gleymist, þar sem hann er tiltölulega sjaldgæfur og sjúkdómsmyndin oft óljós. Greiningin dregst því stundum, jafnvel árum saman. Þetta er sjálfnæmissjúkdómur, þar sem ónæmisþol líkamans raskast og ónæmiskerfið r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?

Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...

category-iconHeimspeki

Rakarinn í Þorlákshöfn rakar alla sem raka sig ekki sjálfir. Rakar hann sjálfan sig?

Þessi margumtalaði rakari virðist víðförull mjög og er ýmist sagður búa í Sevilla, á Sikiley, nú, eða í Þorlákshöfn. Eins og útskýrt verður hér að neðan er reyndar óhugsandi að þessi maður sé til eða hafi nokkurn tíma verið til. Þverstæðan um rakarann er svona: Rakarinn í þorpinu rakar alla (og aðeins þá) þor...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan koma nifteindirnar sem skotið er í úran-235?

Þegar nifteindum er skotið á kjarna getur þrennt gerst, í meginatriðum, ef nifteindin fer nægilega nálægt kjarnanum. Í fyrsta lagi geta kjarnakraftar valdið stefnubreytingu á nifteindinni. Í öðru lagi getur kjarninn gleypt nifteindina og umbreyst án kjarnaklofnunar (en þó getur það valdið því að geislun komi úr kj...

category-iconSálfræði

Hver er nýjasta gagnrýnin á kenningu Piagets?

Ekki er auðvelt að dæma um hvað sé glænýjast í gagnrýni á Piaget, en sjálfsagt mál og athyglisvert að gera í nokkrum orðum grein fyrir gagnrýni á kenninguna. Fyrst er að tiltaka að rit Piagets eru mikil að vöxtum og rannsóknir hans margar. Nokkurrar þróunar gætti í skrifum hans. Hann brást við gagnrýni og tók þátt...

category-iconHugvísindi

Hvað hafa margir fæðst á jörðinni?

Rökstudd ágiskun um fjölda fæddra einstaklinga af tegundinni Homo sapiens sapiens frá því tegundin hafði borist um allar heimsálfur, fyrir um 50.000 árum, hljóðar upp á 27,5 milljarða manna. Ég geri ráð fyrir því að hér sé átt við manninn, öðru nafni Homo sapiens sapiens, tegundina okkar, en ekki öll hugsanle...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er Santería?

Santería eru trúarbrögð sem einkum hafa verið iðkuð á Kúbu. Þau eru afbrigði af Yoruba-trú sem upprunnin er í Nígeríu, Tógó og Benín. Santería er eins konar samsuða úr Yoruba-trú, kristni og Kardec-spíritisma sem rekur rætur sínar til Frakklands um miðja 19. öld. Santería er einnig kölluð Regla de Ocha, Lukumi, La...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan er íshokkí upprunnið?

Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn?

Leir á háhitasvæðum er samsafn leirsteinda sem hafa myndast fyrir áhrif kvikugasa sem berast með heitu vatni og gufu neðan úr jarðskorpunni. Gosberg á yfirborði jarðar er samsafn af steindum (frumsteindum) sem auðveldlega ummyndast fyrir áhrif kvikugasanna og mynda síðsteindir (e. secondary minerals), þar á meðal ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær var minkur fluttur til Íslands?

Á síðari hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. var Norður-Ameríka vagga loðdýraeldis. Upp úr 1870 fóru menn þar að fanga ýmsar villtar dýrategundir og flytja þær inn á sérstök loðdýrabú til ræktunar. Hvatinn að þessum eldistilraunum var hátt skinnaverð og mikil eftirspurn eftir grávöru auk þess sem ýmsir villt...

Fleiri niðurstöður