Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 570 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þetta „trútt“ sem þú getur um talað?

Orðmyndin trútt í orðasambandinu að geta trútt um talað er hvorugkyn lýsingarorðsins trúr ‘dyggur, tryggur, öruggur, áreiðanlegur’. Hún er í orðasambandinu notuð sem atviksorð. Merking atviksorðsins er ‘trúverðuglega’, það er unnt er að trúa því sem sagt er. Hægt væri að segja: ,,Verkfræðingurinn gat trútt um ...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir brunahani því nafni?

Orðið brunahani er tökuorð og bein þýðing á danska orðinu brandhane. Það þekkist í málinu frá lokum 19. aldar. Ein af merkingum orðsins hani í íslensku er ‘rennslisloki, ventill’ og er það sú merking sem kemur fram í brunahana. Slangan er tengd við rennslislokann og síðan skrúfað frá til þess að fá vatn í slönguna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu?

Nú eru liðin 239 ár síðan fyrstu hreindýrin stigu á land á Íslandi. Eins og þekkt er gengu þau á suðvesturhorninu, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum fram á síðustu öld. Hreindýrunum fjölgaði hratt eftir landnám þeirra og dýrin dreifðust víða. Samhliða fjölguninni bárust kvartanir til yfirvalda um að þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?

Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem ko...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins klám?

Upprunaleg merking þeirrar orðsifjar sem klám tengist er líklegast 'eitthvað sem klemmist eða loðir við, klístur eða slímkennd óhreinindi.' Orðið klám er talið tengt norska orðinu klåmen 'rakur, límkenndur, sem loðir við', í grísku eru til orðin gláme 'augnslím', glámon, glamyrós 'voteygur' og í litháísku orðið g...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er orðið þjóhnappur notað yfir rass?

Orðið þjó er notað um efsta hluta læris, lend, rass og hnappur er meðal annars notað um eitthvað kollótt og kúlulaga. Orðið þjóhnappur um 'rasskinn' þekkist þegar í fornu máli. Síðari liðurinn –hnappur lýsir nánar hvaða hluta lærisins átt er við, það er það kúpta, kúlulaga, rasskinnina. Hægt er að lesa meira um...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða mál er með vexti?

Nafnorðið mál hefur fleiri en eina merkingu. Í orðasambandinu svo/þannig er mál með vexti ‛því er þannig háttað’ merkir mál ‛málefni, málavextir’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá upphafi 17. aldar en Jón Friðjónsson bendir á eldra dæmi frá upphafi 16. aldar í ritinu Mergur málsins (1993:...

category-iconHugvísindi

Hvernig varð orðatiltækið „Þú skalt eiga mig á fæti“ til og hvað merkir það?

Orðasambandið að eiga einhvern á fæti þekkist frá því á 19. öld og merkir að ‛eiga einhverjum að mæta, eiga von á að fá að kenna á einhverjum’. Bein merking þess að eiga eitthvað á fæti, til dæmis eiga fé á fæti, merkir að eiga eitthvað lifanda, það er það stendur en liggur ekki dautt. Vel má hugsa sér að lí...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking?

Eldri myndir orðsins skírteini eru 'skírtein' og 'skírteikn', sem er elsta mynd orðsins. Ásgeir Blöndal segir í Íslenskri orðsifjabók að samsetningarliðir orðsins virðist vera lýsingarorðið 'skír' og nafnorðið 'teikn'. Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna orðskýringu frá síðari hluta sautjándu aldar eða...

category-iconHugvísindi

Hvaða merking liggur að baki orðinu kontór í barnaleiknum sannleikurinn og kontór?

Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur ekkert komið fram sem varpað gæti öruggu ljósi á orðið kontór í leiknum sem spurt var um. Í stuttu máli snýst leikurinn um það að leikmenn velja milli þess að svara spurningu (sannleikurinn) eða leysa þraut (kontór). Orðið kontór, sé um það að ræða, er tökuorð úr dönsku kontor...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”?

Ekki er hægt að segja að önnur mynd orðatiltækisins sé réttari en hin. Í eldri myndinni er talað um að menn „aki seglum eftir vindi” en í nútímamáli er venjan að „haga seglum eftir vindi”. Menn verða svo sjálfir að gera upp við sig hvora myndina þeir nota. Merking orðatiltækisins er „að haga sér eftir aðstæðum"...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er móðurmál?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (1983) er „móðurmál” skilgreint sem 'mál sem e-r hefur lært sem barn og er alinn upp við; ríkismál í heimalandi'. En merking orðsins er víðari. Með hugtakinu er ekki aðeins átt við það mál sem móðirin talar. Í hefðbundnum skilningi merkir það oft málið sem menn hugsa á, þá dreymir á og s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar fólk segir 'frá blautu barnsbeini'?

Orðasambandið frá blautu barnsbeini þekkist allt frá fornu máli og merkir 'frá frumbernsku, alla ævi'. Lýsingarorðið blautur merkir hér 'linur, mjúkur', samanber dönsku blød, sænsku blöt 'linur, mjúkur', og vísar til þess að bein barna eru mýkri en bein fullorðinna. Bein merking er því 'allt frá því að beinin í be...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir „skor“ í orðum eins og stærðfræðiskor, og hvernig er það tilkomið? Eru til samsvarandi orð í skyldum tungumálum?

Orðið skor hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‛deild í her Rómverja’ og er sú merking merkt „söguleg“ í Íslenskri orðabók. Frá þessari merkingu er vísast leidd sú notkun að nefna undirdeildir í skólum, einkum háskólum, skorir. Þá er um að ræða þann hluta háskóladeildar sem er saman um námsgreinar, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Varðandi orðin: "bráðger börn": Hvað þýðir -ger í þessu nýyrði? Af hverju ekki bráðgefin, bráðþroska eða eitthvað álíka?

Síðari samsetningarliður lýsingarorðsins bráðger, það er -ger, er leiddur af stofni sagnarinnar að gera og er algengur í myndun lýsingarorða, til dæmis hálfger, grófger, dæmiger, alger, fullger, stórger, smáger og fleiri. Yfirleitt eru til hliðarmyndir með síðari liðnum -gerður (lýsingarhætti þátíðar) af lýsin...

Fleiri niðurstöður