Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 118 svör fundust
Hver var Þúkýdídes og hvert var framlag hans til sagnfræðinnar?
Þúkýdídes var aþenskur herforingi og sagnfræðingur sem var uppi á 5. öld f.Kr. Hann skrifaði um Pelópsskagastríðið í átta bókum og þykir merkasti sagnfræðingur Grikkja til forna ef ekki merkasti sagnfræðingur fornaldar. Fremur lítið er vitað um ævi Þúkýdídesar annað en það sem hann segir sjálfur. Þúkýdídes var ...
Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur?
Köngulóarinnar er snemma getið í íslenskum fornbókmenntum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs, einni fornaldarsagna, koma fram myndirnar köngurváfa, könguróa og kongvefja í mismunandi uppskriftum en erfitt er að skera úr um sérhljóðana í gömlum handritum. Tína mætti til fleiri myndir úr fornum handritum en rúmið ...
Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?
Upprunalega spurningin var: Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné? Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veir...
Þekktist samkynhneigð á víkingatímanum?
Hugmyndin um samkynhneigð er ung og þekkist varla fyrr en á ofanverðri 19. öld. Þá varð mikið hneykslismál í kringum rithöfundinn Oscar Wilde (1854-1900) sem var fangelsaður fyrir að hafa átt samræði við aðra karlmenn. Í nútímamáli er talað um samkynhneigð þegar tveir einstaklingar af sama kyni eiga í ástarsamband...
Hver var Maria Montessori?
Æviágrip: Maria Montessori fæddist í Chiaravelle nálægt Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San Giovanni-sjúkrahúsinu þar...
Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...
Af hverju köllum við landið Magyarország Ungverjaland?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Er vitað út af hverju Íslendingar kalla Hungary Ungverjaland, en landið heitir Magyarország? Kveðja frá Ungverjalandi (Sverrir). Ef Ungverjaland heitir Hungary á ensku, af hverju heitir það ekki 'Hungverjaland' á íslensku? (Vífill). Fyrir Krists burð áttu meðal anna...
Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?
Venus er önnur reikistjarnan frá sólu en fjarlægðin er um 108.210.000 km. Þvermál hennar er um 12.104 km sem þýðir að hún er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins og aðeins minni en jörðin. Massi Venusar er 4,865*1027 g eða 81,5% af massa jarðar. Eðlismassinn er 5,20 g/cm3. Þyngdarhröðun við miðbaug reikistjörn...
Hver er uppruni fjallkonunnar og hvaða hlutverki gegnir hún?
Hugmyndin um konu sem þjóðartákn var víða á kreiki í Evrópu á 18. og 19. öld. Hún tengdist rómantísku stefnunni og hugmyndinni um móður jörð. Nefna má Germaníu hina þýsku, Marianne þá frönsku og Britanníu hina ensku. Elsta hugmynd um konu sem tákn Íslands virðist koma fram hjá Eggert Ólafssyni á myndskreytingu ...
Hvert var helsta hlutverk Heimdalls í norrænu goðafræðinni? Hvað gerði hann í ragnarökum?
Guðinn Heimdallur kemur fyrir í flestum þeim rituðu heimildum sem til eru um norræna goðafræði, stundum er einungis minnst á hann en á öðrum stöðum er honum lýst í lengra máli. Helstu heimildir okkar um Heimdall og hlutverk hans eru Snorra-Edda og eddukvæðin Grímnismál, Hyndluljóð, Lokasenna, Þrymskviða, Rígsþula ...
Hvað eru HeLa-frumur?
Árið 1951 innritaðist rúmlega þrítug kona, Henrietta Lacks (1920–1951), á John Hopkins-spítalann í Baltimore sem á þessum tíma var einn fárra spítala sem meðhöndluðu blökkufólk. Ástæða spítalavistarinnar var hnútur í kviðarholi sem læknar greindu síðan sem krabbamein á leginu. Því miður dugði meðferð ekki til að b...
Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918
Þessi pistill er sá síðasti af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (1876-1961) sem birtist í Íslendingi 25. janúar 1918. Það kom í hlut Þorkels að verða fyrsti fors...
Voru hrafnar á Íslandi fyrir landnám eða er íslenski hrafninn afkomandi hrafna Hrafna-Flóka?
Það er vel þekkt að gróður- og dýrafána Íslands hefur breyst nokkuð frá landnámi. Gróðurfar breyttist til að mynda umtalsvert vegna búpenings sem fylgdi landnáminu, meðal annars dróst útbreiðsla birkikjarrs verulega saman. Í dag þekur birkikjarr aðeins um 1,5% landsins en við landnám þakti það frá 8–40% landsins. ...
Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu? Eins og til dæmis í lúpínu, blágresi og ef til vill líka í bláberjum. Litir plantna ráðast af samspili efnasambanda og þeim bylgjulengdum ljóss sem þau draga í sig eða endurvarpa. Hópur efna sem kallast antósíanín (anthocyanin) hefur m...
Hver var Émilie du Châtelet og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Émilie du Châtelet (17. desember 1706 - 10. september 1749) var franskur eðlis- og stærðfræðingur. Innan vísindaheimsins er Émilie einna helst þekkt fyrir franska þýðingu sína á bók Newtons (1642-1727), Stærðfræðilögmál náttúruspekinnar (Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, almennt kölluð Principia) og lei...