Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7013 svör fundust
Er líklegt að sögnin 'að gala' hafi orðið til þegar menn voru hengdir í gálgum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Heil og sæl. Langar að vita hvort það sé rétt að orðið gala sé komið af gálgi og þá frá þeim tíma þegar hengingar þóttu skemmtiefni og fólk horfði á í sínu fínasta. Gala er sögn sem merkir að ‘gefa frá sér sérstakt (hátt) hljóð’ en einnig að ‘syngja eða kveða töfraþulu...
Hvað er erfðamengun?
Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. Ef við tökum laxf...
Hvað eru klínískar rannsóknir?
Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Þetta orð hefur margvíslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umön...
Hvernig reiknar maður út hversu miklar líkur séu á því að í hópi vinnufélaga eigi einhverjir tveir sama afmælisdag?
Svarið við þessu fer eftir því hversu margir eru í upprunalega hópnum og hversu líklegt það er að tiltekinn dagur sé afmælisdagur einhverrar manneskju. Við skulum gera ráð fyrir að allir dagar ársins séu jafn líklegir sem afmælisdagar, því annars verður spurningin fljótt of flókin til að hægt sé að svara henni í s...
Hvað er fjölblöðrueggjastokkaheilkenni?
Svonefnt fjölblöðrueggjastokkaheilkenni er notað um það þegar konur mynda blöðrur á eggjastokkum í stað þess að fá egglos. Það gengur yfirleitt undir skammstöfuninni PCOS (Polycystic Ovarian Syndrome). Fjölbröðrueggjastokkaheilkenni er með algengari innkirtlakvillum hjá konum og er talinn hrjá allt að 20% kvenna í...
Geta einhver rándýr brotið skjöldinn á skjaldbökum og drepið þær?
Vissulega geta rándýr drepið skjaldbökur ef tækifæri gefst. Skjöldur skjalbaka er þó afar góð vörn gegn flestum rándýrum. Mörg dæmi um það að ljón hafi reynt að brjóta skjöld landskjaldbaka í Afríku með litlum árangri. Jagúar gerir sig líklegan til að brjóta skjöld skjaldböku. Það eru einungis rándýr með af...
Af hverju byrjar ekkert orð á bókstafnum ð og af hverju er sagt að þ megi ekki koma fyrir inni í orði?
Hljóðkerfi tungumála eru mismunandi. Til dæmis eru sum hljóð til í einu máli en ekki öðru og sama gildir um hljóðasambönd. Við Íslendingar tökum oft eftir þessu þegar grannþjóðir okkar tala ensku og reyna að segja hljóðin sem við táknum með þ og ð og berum fram vandræðalaust. Þessi hljóð eru þessum þjóðum framandi...
Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni?
Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Hann er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Lofthjúpurinn myndaðist líklega á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum. Það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kom hafið? ...
Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað?
Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Árin 1996-1998 var hann stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, kenndi þar einnig og stundaði rannsóknir að loknu doktorsprófi árin 2003-2007. Árið 2013 varð Guðni lektor í sagnfræði við háskólann, síðar dósent og loks prófessor uns hann tók við embætti forseta Ísla...
Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni?
Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss) (laxfiskaættin Salmonidae) fjölgar sér úti í náttúrinni í náttúrulegum heimkynnum sínum á vesturströnd Norður-Ameríku, en hérlendis hrygnir hann ekki nema í eldi. Hann er af sömu ættkvísl og Kyrrahafslaxar. Til eru bæði staðbundnir stofnar í ám á vesturströnd Norð...
Hver er sjálfum sér næstur?
Við höfum eftir áreiðanlegum heimildum að niðurstöður nýjustu rannsókna með fullkomnustu mælitækjum gefi til kynna að svarið við þessari spurningu sé hver og einn en hvor mun vera um 2 mm frá sjálfum sér. Einnig höfum við af því spurnir að fáeinir, sumir, ýmsir og jafnvel allir hafi náð allgóðum árangri, eða innan...
Hvernig lýsir sjúkdómurinn lupus sér?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóm sem kallast Lupus eða Rheumatoid Arthritis? Hér er í raun verið að spyrja um tvo sjúkdóma, annars vegar lupus (Systemic Lupus Erythematosus) sem oft er kallaður rauðir úlfar á íslensku og hins vegar iktsýki eða liðagigt (Rheumatoid Arthritis)....
Á orðið biðlisti sér samheiti?
Orðið biðlisti er fremur ungt í málinu. Elsta dæmi sem mér hefur tekist að finna er úr Morgunblaðinu frá 1915. Biðlisti er þýðing á danska orðinu venteliste. Orðið er ekki fletta í Íslenskri samheitaorðabók (1985) sem gæti bent til þess að höfundi þeirrar bókar hafi ekki verið kunnugt um samheiti þegar hann gekk f...
Hvernig haga breimandi læður sér?
Læður verða breima oft á ári ef þær æxlast ekki og nefnist slíkt polyestrous á máli líffræðinnar. Að meðaltali eru læður breima í fjóra til sjö daga í einu, sjaldnast lengur. Á þessu tímabili laðast fressar mjög að læðunni, enda gefur hún frá sér lykt sem þeir laðast að. Ef mikið er um ketti getur jafnvel farið sv...
Sér fólk sem hefur alls engin augu svart eða sér það alls ekkert?
Hér mætti spyrja á móti: "Er einhver munur á því að sjá svart og að sjá ekkert?" Sjónskynjun fer þannig fram að frumur í augum okkar nema ljóseindir og senda svo boð til heilans. Ef engar ljóseindir eru numdar fer ferlið ekki af stað. Í því tilliti skiptir varla máli hvort ástæðan er sú að ljóseindirnar vanti, ...