Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 840 svör fundust
Hver eru málin á A0-pappír?
Samkvæmt ISO-216 staðlinum gilda þessar reglur um A-röð pappírsarka:Hlutfallið á milli lengdar og breiddar á blaði er ferningsrótin af tveimur, það er að segja að við fáum út ferningsrótina af 2 ef við deilum í lengd blaðsins með breidd þess.Flatarmál A0 er einn fermetri.Blað af stærðinni A1 fæst með því að skera ...
Hver er þessi hvippur og hvappur sem menn fara stundum út um?
Orðið hvippur merkir ‘duttlungur, einkennilegt uppátæki’ í orðasambandinu úti um hvippinn og hvappinn. Það er skylt lýsingarorðinu hvippinn ‘fælinn, viðbrigðinn’ og hvorugkynsorðinu hvippi ‘smálaut, grösugur engjablettur’. Orðið hvappur merkir ‘lægð, dalverpi’. Það er notað með hvippur í sambandinu úti um hvippin...
Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara?
Í fyrstu grein laga um mannanöfn nr. 45 frá 1996 segir svo:Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn. Eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals. Í fjórðu grein stendur: „Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú.“ Í hvorug...
Við hvað er Fahrenheit-kvarðinn miðaður, hvar er hann notaður og af hverju er hann notaður þar en ekki til dæmis Selsíus-kvarðinn?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Sigurðar Ellertssonar: Hvað eru -40°C mörg stig á Fahrenheit? Fahrenheit-kvarðinn er núna aðeins notaður í Bandaríkjunum, annars staðar í heiminum notast menn við Selsíus-kvarðann í daglegu lífi en Kelvin-kvarðann í vísindum, sjá lok svarsins. Erfitt er að segja...
Hvað er skollakoppur?
Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis, e. green sea urchin) er annað af tveimur algengustu ígulkerjunum á íslensku grunnsævi. Hin tegundin er marígull (Echinus esculentus, e. common sea urchin). Ígulker eru af fylkingu skrápdýra (Echinodermata) eins og sæbjúgu (Holothuroidea), krossfiskar (Asteroidea) og...
Eru til lög sem segja til um stefgjöld netútvarps og hvar þau skuli greidd, til dæmis ef útvarpið er hýst erlendis?
Um höfundarétt, vernd hans og heimildir til gjaldtöku gilda á Íslandi höfundalög nr. 73/1972. Um ýmis álitaefni sem tengjast höfundarétti má lesa á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið höfundaréttur hér neðarlega á síðunni. Höfundarétturinn og gjaldtakan eru vernduð af alþjóðlegum sáttmála sem kallast Bern...
Hvað voru vökulögin og af hverju voru þau sett?
Skömmu eftir aldamótin 1900 tóku Íslendingar að veiða fisk á togurum. Fyrsti togarinn sem var gerður út frá Íslandi og í eigu Íslendinga hét Coot og fór fyrst til veiða árið 1905. Árið 1911 höfðu landsmenn eignast tíu togara, árið eftir 20; árið 1920 urðu þeir 28. Togararnir voru miklu stærri skip en höfðu verið n...
Hvað getið þið sagt mér um vökvahólf líkamans?
Líkaminn er um 60% vatn og er oft talað um að vatnið sé í hólfum. Hér er í raun ekki um áþreifanleg hólf að ræða heldur er þessi skipting einungis til þæginda. Í grófum dráttum má skipta vökvahólfum í líkama spendýra, og þar með okkar mannanna, í tvö meginhólf sem hvort um sig skiptast í undirhólf. Annars veg...
Er magn DHA-fitusýra í lúðulýsi meira eða minna en í þorskalýsi?
Magn af DHA (docosahexaenoic acid) í lúðulýsi er aðeins minna en í þorskalýsi. Munurinn á lúðulýsi og þorskalýsi er hins vegar aðallega sá að hvert gramm af lúðulýsi inniheldur mun meira af A- og D-vítamínum heldur en gramm af þorskalýsi. Það þarf því að borða minna af lúðulýsi heldur en þorskalýsi til að fullnægj...
Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?
Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum: Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði. Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttu...
Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?
Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ...
Hver er munurinn á einærum, tvíærum og fjölærum plöntum?
Algengt er að flokka blómplöntur eftir því hvort þær eru einærar, tvíærar eða fjölærar. Ýmsar nytjaplöntur eins og hveiti eru einærar. Einærar plöntur eru plöntur sem lífsferillinn spannar aðeins eitt ár. Þær koma upp af fræi, vaxa og bera fræ og deyja á einu ári. Dæmi um einærar plöntur eru margar algengar...
Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? - Myndband
Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...
Hvaða lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum?
Skipta má lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum í tvo flokka: náttúrulegar og manngerðar. Í fyrri flokknum eru koltvíildi eða koltvísýringur (CO2), metan (CH4) og tví-nituroxíð (N2O). Af þessum efnum er langmest af koltvíildi. Manngerðar lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum eru meðal annars vetnisflúorkolef...
Er eggjarauða fitandi?
Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að brenna. Orkuþörfin er breytileg á milli einstaklinga...