Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 720 svör fundust
Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna?
Upprunalega spurningin var: Var loftslagið á Íslandi, Grænlandi og víðar þar sem norrænir menn settust að í kringum landnámsöld mun hlýrra en við þekkjum í dag, eða svipað? Hvaða heimildir eru fyrir því, t.d. úr sagnaritun miðalda og vísindalegum mælingum? Náttúrulegar veðurfarssveiflur eru þekktar frá fyr...
Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?
Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar. ...
Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?
Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna sk...
Hvers konar eldfjall er Torfajökull?
Torfajökull á sér ekki hliðstæðu meðal eldfjalla á Íslandi. Hann gýs svo til eingöngu ríólíti. Slík eldfjöll eru stundum nefnd ríólít-eldfjöll, og eru sum af stærstu eldfjöllum jarðar af þeirri gerð. Þau hafa sjaldnast miðlægt gígsvæði, en öskjur eru þar og í þeim verða stórgos með löngu (tugþúsunda-hundruðþúsunda...
Hvaða tegundir bjarndýra lifðu á ísöld?
Þær tegundir bjarndýra sem nú lifa á jörðinni voru sennilega til á síðasta jökulskeiði ísaldar. Útbreiðslusvæði þeirra hefur sjálfsagt breyst töluvert vegna breytinga í umhverfinu. Ísöld lauk fyrir um tíu þúsund árum, þá hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á g...
Hvað eru mörg fyrirtæki á Íslandi?
Samkvæmt skrám Hagstofunnar voru 21.403 fyrirtæki á landinu í lok síðasta árs. Þá eru reyndar ekki talin með fyrirtæki sem fólk rekur í eigin nafni, það er án þess að fá sérstaka kennitölu fyrir reksturinn. Meðtalin í þessari tölu eru hins vegar einnig allmörg fyrirtæki sem ekki eru í raun starfandi en erfitt er a...
Hvað merkir orðtakið „hver og hver og vill og verður“ og hvaðan er það upprunnið?
Spurnarsetningin hver og hver og vill er mjög vel þekkt og notuð þegar verið er að bjóða eitthvað eða fá sjálfboðaliða til einhvers. „Hver og hver og vill fara út í búð?“ eða „Hver og hver og vill síðasta bitann af kökunni?“ Viðbótinni ... og verður er stundum skeytt aftan við og jafnvel ... að lofa og þá oftas...
Hvað getið þið sagt mér um Snæfellsjökul?
Hér er svarað spurningunni:Hvernig er eldvirknin á Snæfellsjökli?sem Sunna Rós bar upp og spurningu Þorgeirs:Hvað getur þú sagt mér um Snæfellsjökul og eldvirkni á Snæfellsnesi? Árið 1864 skaut Snæfellsjökli upp á stjörnuhimininn þegar hinn frægi vísindaskáldsagnahöfundur Jules Verne gaf út bók sína Ferð að mið...
Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?
Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...
Er hægt að gera ekki neitt?
Áður en við getum tekist á við þessa spurningu þurfum við að taka afstöðu til þess hvort það að gera ekki neitt megi leggja að jöfnu við að vera ekki að gera neitt. Á svipaðan hátt gætum við spurt hvort það að segja ekki neitt sé það sama og ekki að segja neitt. Sá sem þegir, hann er ekki að segja neitt. En er lík...
Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?
Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru...
Hvers konar eldvirkni má búast við á Reykjanesskaga eftir gosið í Geldingadölum?
Upprunalegu spurningarnar voru: Við hverju má búast á næstu árum/áratugum á Reykjanesskaga? Fleiri eldgosum og mögulega stærri? (Urður) Hvaða þýðingu hefur nýafstaðið eldgos í Geldingadölum fyrir framtíð eldvirkni á Reykjanesskaganum? (Björn Gústav) Sælir, hvað getið þið sagt okkur um eldvirkni á Reykjanesi? (...
Er Íó stjarna? Er Íó í okkar sólkerfi?
Nei, Íó er ekki stjarna heldur tungl sem er á braut um Júpíter. Júpíter er í okkar sólkerfi og þess vegna er Íó það líka. Meira um svipað efni: Hvenær var síðasta gos á Íó?Hver er uppruni sólkerfis okkar? Mynd: NASA - Galileo: Journey to Jupiter Þetta svar er eftir grunnskólanemendur á nám...
Hvers konar ritmál er silfurstíll?
Fyrir rúmum tuttugu árum var spurt um orðið silfurstíll í þáttum Orðabókar Háskólans um íslenskt mál en orðið virtist ekki koma fyrir í orðabókum. Allnokkur svör bárust og bar heimildarmönnum saman um að orðið væri notað um ákveðið prentletur. Margir nefndu að afar þeirra og ömmur hefðu lært að lesa á bókum prentu...
Af hverju var Jesús með lærisveina?
Frá þessu er sagt í svari Hjalta Hugasonar við spurningunni Átti Jesús konu og er vitað hvað hún hét? Þar segir Hjalti:Um það leyti sem Jesús varð fullorðinn (um 30 ára aldur) tók hann að ferðast um og kenna fólki. Slíkir farandkennarar eða ferðaprédikarar sem voru margir á þessum tíma gengu almennt ekki í hj...