Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 407 svör fundust
Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tvíundastrengja af lengd n með k ása einmitt C(n,k)?
Formlega er tvíliðustuðullinn $C(n,k)$ skilgreindur sem fjöldi $k$ staka hlutmengja í $n$ staka mengi. Óformlega þýðir þetta að $C(n,k)$ er fjöldi möguleika á að velja $k$ hluti úr safni af $n$ hlutum, þar sem ekki skiptir máli í hvaða röð þessir $k$ hlutir eru valdir. Ef til dæmis velja á $5$ einstaklinga úr $10$...
Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn?
Voyager-geimförin lögðu af stað frá jörðu árið 1977. Þau voru hönnuð til að kanna Júpíter og Satúrnus og áttu að endast í 5 ár. Hjá Satúrnusi var Voyager I sveigt út úr sléttu sólkerfisins svo að hægt væri að ná betri myndum af Títan, einu af tunglum Satúrnusar. Voyager II hélt hins vegar áfram ferð sinni milli re...
Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar?
Á Vísindavefnum eru til svör við nokkrum spurningum um yatsý og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?Ef maður vill bara fá sem hæsta samanlagða summu á teningana í Yatsý, hvernig á maður að fara að?Til að reikna líkurnar á að fá yatsý í allra fyrsta ...
Hvernig er reiknað út hlutfall álagðs virðisaukaskatts og afturreiknaðs? (24,5% verða 19,68%)?
Virðisaukaskattur leggst ofan á verð vöru og þjónustu. Skattþrepin eru tvö, 24,5% og 14%. Ef við tökum sem dæmi vöru í hærra skattþrepinu sem seljandi vill fá 1.000 krónur fyrir þá verður útsöluverð hennar, með 24,5% virðisaukaskatti, 1.245 krónur. Þetta má til dæmis reikna með því að margfalda 1.000 með 1+24,5...
Hvað geta hvítháfar orðið gamlir?
Aldursgreining á hákörlum eins og hvítháfinum (Carcharodon carcharias) er ekki auðveld. Hvítháfar vaxa alla ævi, en það er hins vegar háð búsvæði, tíðafari og kyni hversu stórir þeir verða. Aldursgreining byggð á stærð dýranna er því lítt áreiðanleg. Hvítháfar eru taldir geta orðið allt að 60 ára gamlir Sjáv...
Hvað er þversumma?
Ef við tökum einhverja náttúrlega tölu, það er jákvæða heiltölu eins og 6, 16, 306 eða 1498, þá getum við lagt saman tölustafi hennar. Útkoman fyrir tölurnar hér að ofan er 6: 6, 16: 1 + 6 = 7, 306: 3 + 0 + 6 = 9 og 1498: 1 + 4 + 9 + 8 = 22 Þetta eru þversummur talnanna. Hið sama má auðvitað gera fyrir hvaða ...
Hver er forsenda þess að skammtafræðin varð til?
Almennt er hægt að segja að skammtafræðin hafi verið fundin upp til þess að lýsa eðlisfræðilegum kerfum í náttúrunni sem hreyfifræði Newtons eða svo kölluð sígild eðlisfræði gat ekki lýst. Því er hægt að hugsa skammtafræðina sem betri lýsingu á ferlum náttúrunnar. Fyrir mörg kerfi gefur hún því eðlilega sömu svör ...
Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur?
Edwin Powell Hubble fæddist í bænum Marshfield í Missouri-ríki í Bandaríkjunum þann 29. nóvember 1889. Strax sama ár fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til borgarinnar Wheaton í Illinois-ríki. Hubble heillaðist snemma af undrum vísindanna og átti það til að sökkva sér í vísindaskáldsögur eftir Jules Verne og Hen...
Hvert er flatarmál sólarinnar?
Nokkuð hefur verið ritað um sólina á Vísindavefnum, en þó hefur aldrei verið minnst á flatarmál hennar. Ástæða þess er eflaust sú að yfirborð sólarinnar er ekki flötur í sama skilningi og við tölum um flatarmál jarðarinnar eða Vestfjarða. Í sólinni er gas og yfirborð hennar er því ekki vel skilgreindur flötur ...
Hversu hratt fara pláneturnar í sólkerfi okkar á sporbraut sinni um sólu í km/klst?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Af hverju var Leifur skírður Leifur?
Ég reikna með að spyrjandi eigi við Leif heppna Eiríksson sem sagður er hafa komið til Ameríku fyrstur evrópskra manna, eða kringum árið 1000. Af hverju hann var svo nefndur þessu nafni en ekki einhverju öðru er erfitt að segja. Samkvæmt vefsetrinu Mannanöfn.com [skoðað 6.10.2006] er 'Leifur' dregið af nafnorði...
Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar?
Til þess að reikna bæði flatarmál og rúmmál jarðar þarf að þekkja geisla r hennar (radíus), en geislinn er helmingur þvermálsins. Geisli jarðar við miðbaug er 6378 km. Jafnan fyrir flatarmál kúlu er fjórum sinnum p (pí) margfaldað með r í öðru veldi, en p er hér um bil 3,1416. Flatarmál jarðar er því: 4 x 3,141...
Er maður léttari í flugvél heldur en við sjávarmál?
Svarið er já, og auðvelt er að reikna út hversu mikið maður léttist hlutfallslega. Þyngdarkraftur frá jörð utan við hana er í öfugu hlutfalli við fjarlægð frá miðju hennar í öðru veldi. Sjávarmál er í um 6.400 km fjarlægð frá jarðamiðju og við getum sagt að flugvélin sé í 10 km hæð eins og algengt er í farþega...
Hversu mikið vatn notar hver Íslendingur á ári að meðaltali?
Endurnýjanlegar ferskvatnsauðlindir Íslendinga eru umtalsverðar eða um 666.667 rúmmetrar á mann á ári. Til samanburðar eru vatnsauðlindir í mörgum Afríkuríkjum minni en 1000 rúmmetrar á mann á ári. Helstu ferskvatnsbirgðir Íslendinga eru í jöklum en úrkoma er einnig veruleg við suðurströnd landsins eða allt...
Hvert er verðmæti 9 og 14 karata gulls í íslenskum krónum?
Karat er mælieining sem notuð er til að gefa til kynna hve hrein gullblanda er, það er hversu hátt hlutfall gull er af blöndunni. Hreint gull telst 24 karöt. Eftir því sem hlutfall gulls í gullblöndu er lægra, þeim mun færri karöt telst gullið vera. Þannig er til dæmis 18 karata gullblanda 75% gull og 25% annað ef...