Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 229 svör fundust
Má gefa garðfuglum steiktan lauk?
Nokkrar tegundir matvæla hafa mjög óæskileg áhrif á heilsu fugla. Það á meðal annars við um lauk og skiptir þá litlu máli hvort hann er hrár eða steiktur. Éti fuglar lauk getur það leitt til ástands sem dýralæknar nefna á fræðimáli hemolytic anemia eða blóðleysi. Í lauk eru brennisteinssambönd sem valda því að rau...
Hvert er rétt hlutfall á frumefnunum kopar og tini í bronsi?
Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum, stytting á „aes Cyprium“ (málmur frá Kýpur), en á Kýpur voru þekktar koparnámur í fornöld. Kopar er rauð-appelsínugulur eða rauð-brúnn á lit. Liturinn er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir mál...
Hvað er rétttrúnaðarkirkja?
Leiðtogar kirkjunnar á fyrstu öldum kristninnar kölluðust patríarkar sem þýðir í raun eins konar æðstu biskupar. Sat einn í Róm, annar í Jerúsalem, sá þriðji í Antíokkíu og hinn fjórði í Konstantínópel þar sem nú heitir Ístanbúl. Stjórnaði hver sínu svæði Rómaveldis og þar með kirkjunnar. Patríarkinn í Róm nefn...
Hvað er marblettur?
Hér eru einnig svör við spurningunum:Hvernig fær maður marbletti og af hverju breytist liturinn á húðinni?Af hverju fær maður kúlur ef maður rekur sig í? Allir hafa dottið eða rekið sig í eitthvað og fengið í kjölfarið kúlu á höggstað og síðan marblett. Marblettur myndast eftir högg sem nær til mjúku vefjanna und...
Er það satt að Júpíter sé gasský?
Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fas...
Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands?
Fyrir fáeinum árum hafnaði landbúnaðarráðherra umsókn um leyfi til að flytja íkorna til landsins. Rökin fyrir synjun voru aðallega þau að líklegt þótti að íkornarnir gætu sloppið út í íslenska náttúru. Ef svo færi gætu þeir valdið miklu tjóni, enda hefur tilkoma nýrra dýrategunda alltaf í för með sér einhverjar br...
Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?
Við framleiðslu á rauðvíni eru notuð dökk vínber. Hýði berjanna er látið gerjast, ásamt aldinkjötinu, safanum og steinunum. Ljós vínber eru hins vegar notuð til að búa til hvítvín; þá er hýðið vanalega skilið frá og það sem eftir stendur er látið gerjast. Eiginleikar ólíkra rauðvína koma úr vínberjunum og er le...
Hvaðan komu gjafirnar sem Jesúbarninu voru færðar og til hvers voru þær notaðar?
Á gull er minnst 439 sinnum í Biblíunni, þar af 403 sinnum í Gamla testamentinu og 36 sinnum í Nýja testamentinu, og er ekki minnst á neina málmtegund þar jafn oft. Reykelsi kemur fyrir 146 sinnum, þar af 136 sinnum í Gamla testamentinu og 10 sinnum í Nýja testamentinu. Myrru er getið 16 sinnum, þar af 13 sinnum í...
Af hverju er rauður litur jólanna?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...
Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...
Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við?
Sagan segir að hinar ljúffengu sörur, sem mörgum Íslendingum finnast ómissandi á jólum, séu kenndar við frönsku leikkonuna Söruh Bernhardt (1844-1923). Heiðurinn að uppskriftinni á danski kökugerðarmeistarinn Johannes Steen, sem bjó til fyrstu sörurnar (d. Sarah Bernhardkager) þegar leikkonan heimsótti Kaupman...
Hvenær byrjaði sú hefð á Íslandi að baka smákökur fyrir jólin?
Því er líkast sem íslenskar húsmæður hafi fengið langþráða útrás fyrir innibyrgða sköpunargáfu sína í kökubakstri fyrir jólin á fyrri hluta 20. aldar. Bar þar margt til. Í fyrsta lagi höfðu ýmis ný efni til kökugerðar tekið að berast í verslanir á seinustu áratugum 19. aldar, hveiti og annað mjölkyns, dropar og...
Hvað getið þið sagt mér um jólasveina?
Uppruna hins rauðklædda jólasveins má rekja til heilags Nikulásar sem er sagður hafa verið biskup í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.Kr. Nikulás var meðal annars verndardýrlingur sæfarenda, kaupmanna, menntasetra og barna. Löngu seinna varð hann þekktur sem gjafmildur biskup, klæddur purpuralitaðri kápu með mí...
Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég hef lesið, að Ólafur, eiginmaður Auðar djúpúðgu, hafi verið konungur eða víkingakonungur í Dublin á Írlandi. Lét hann eitthvað eftir sig þar? Markaði hann einhver spor á Írlandi? Þau Auður áttu væntanlega afkvæmi, syni og dætur, hvað varð um þau? Laxdæla og Landnámabók segja...
Af hverju er blóð yfirleitt rautt?
Blóðið fær rauðan lit sinn af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða, sem finnst í rauðum blóðkornum manna og margra annarra dýra. Hemóglóbín er prótínsameind sem samanstendur af glóbíni (e. globin), sem er einn af tveimur helstu flokkum prótína líkamans, og fjórum hemhópum (e. heme) sem eru lífræna...