Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 242 svör fundust
Af hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat?
Alzheimers-sjúkdómur er algengasti heilahrörnunarsjúkdómurinn, en þeir eru allmargir. Eitt aðaleinkenni hans er skert minni og virðist það einkum koma fram í nærminni eða með öðrum orðum hæfileikanum til að leggja nýja hluti eða nýliðna atburði á minnið. Þegar nánar er að gáð, til dæmis með beinum spurningum um fj...
Hjólin undir bíl á ferð virðast stundum snúast í hina áttina. Af hverju?
Ásdís Birgisdóttir: Af hverju snúast dekkin á bílum alltaf öfugan hring í bíómyndum? Einar Bragi: Af hverju sýnast hjólin snúast aftur á bak í sjónvarpi og bíó?Sumir virðast halda að þetta gerist alltaf en það er ekki rétt; það gerist bara stundum! Í fyrsta lagi duga ekki hjól af venjulegustu gerð til að þe...
Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?
Sagt er að gjaldmiðill sé á gullfæti ef að baki hans er gullforði þannig að sérhver peningaseðill eða mynt er í reynd ávísun á tiltekið magn af gulli. Hugsum okkur til dæmis að ríki nokkuð eigi eitt tonn af gulli og að gjaldmiðill þess, sem við getum kallað skildinga, sé á gullfæti. Gefum okkur enn fremur að hver ...
Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum?
Skýringin á því að ósonþynning gerist öðru fremur yfir suðurpólnum er í meginatriðum þríþætt. Í fyrsta lagi berast efnin sem valda þynningunni um allan lofthjúpinn þó að þau eigi að miklu leyti upptök sín í iðnríkjunum eins og spyrjandi hefur í huga. Í öðru lagi dregst ósonið í lofhjúpnum sérstaklega að suðurskaut...
Hvað getið þið sagt mér um James Watt?
James Watt var skoskur uppfinningamaður og verkfræðingur. Hann er frægastur fyrir endurbætur sínar á gufuvélinni sem lögðu grunninn að vélvæðingu iðnbyltingarinnar. Goðsagan um að Watt hafi fundið upp gufuvélina eftir að hafa horft á ketil móður sinnar sjóða yfir eldi, er ekki sönn. Gufuvélin var þegar til en uppf...
Getur orðið sjálfsíkviknun í fólki, samanber móður Jakobs ærlega?
Í fyrsta kafla sögunnar Jakob ærlegur eftir enska rithöfundinn Frederick Marryat (1792-1848), segir frá drykkfelldri móður aðalsöguhetjunnar. Þegar yngri bróðir Jakobs drukknar huggar faðir Jakobs eiginkonu sína með því að færa henni stóran tebolla af gini. Eins og segir í sögunni þurfti hún að „fá nokkrum sinnum ...
Af hverju fær maður blöðrubólgu?
Blöðrubólgu er skipt í annars vegar bráða blöðrubólgu og hins vegar langvinna (króníska, e. chronic) blöðrubólgu. Bráð blöðrubólga Bráð blöðrubólga er mjög algeng og fá konur hana mun oftar en karlar. Jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum bráðrar blöðrubólgu. Sennile...
Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það?
Enn er margt á huldu um það hver eða hverjir fundu upp hjólið og hvenær. Fornleifafræðingar leiða þó líkur að því að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Elsta hjólið sem fundist hefur var hins vegar í Mesópótamíu, landinu milli fljótanna, þar sem nú er Írak. Það hjól er líkleg...
Af hverju hefur Merkúríus svona stóran járnkjarna?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Af hverju er reikistjarnan sem er næst sólu ekki bráðnuð fyrst hún er að megninu til úr málmi? (Rán Ólafsdóttir, f. 1992)Er gull á Merkúríusi? (Axel Michelsen, f. 1992)Af hverju er svona mikill munur á hitastigi á nóttu og degi á Merkúríusi? (Margrét Lilja)Me...
Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvenær voru miðaldir?Miðaldir er tímabilið í mannkynssögunni sem er á milli fornaldar og nýaldar. Fornöld hefst með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tím...
Hvað er að vera alveg kexruglaður?
Samkvæmt orðabókinni okkar er slanguryrðið kexruglaður notað um þá sem eru 'alveg ruglaðir', 'geðveikir' eða 'í vímu'. Ekki er víst að allir sjái í hendi sér hvernig orðið kex gerir ruglað fólk alveg snarruglað og geðveikt; örugglega finnst sumum að slík orðanotkun sé út í hött og baki eintóm vandræði. En þ...
Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?
Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...
Hvernig tengjast stærðfræði og samskipti?
Margir hugsa um stærðfræði sem safn af verkfærum, það er aðferðum, aðgerðum og formúlum, sem hver á við sitt tilvik. Aðalatriðið sé að þekkja þessi verkfæri vel og muna hvert þeirra á við hvað. Þessir þættir stærðfræðinnar eru þó aðeins hluti af heildarmyndinni. Stærðfræðin snýst fyrst og fremst um hugsun, það ...
Hvernig eru fellibyljir flokkaðir?
Tjón sem fellibyljir geta valdið vex mjög með vaxandi vindhraða. Fellibylur þar sem mesti meðalvindhraði er 70 m/s veldur margföldu tjóni á við annan þar sem mesti vindhraði er 35 m/s. Umfang viðbragða ræðst því af hugsanlegum styrk þegar fellibylurinn gengur á land. Af hagkvæmnisástæðum hefur verið búinn til fimm...
Eru til rök fyrir því að ég sé ekki sveppur?
Vísindavefnum berast ósjaldan tilvistarspurningar frá lesendum. Kjarni flestra þeirra er spurningin: Hver er ég? Sumir eru reyndar áttavilltari en aðrir og vilja fá aðstoð Vísindavefsins við að svara spurningunni Hvar á ég heima? Angistarfyllstu lesendurnir kalla einfaldlega: Hvar er mamma? Öllum þessum spurningum...