Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1491 svör fundust
Lifa leðurblökur í Japan og ef svo, eru það vampíru- eða ávaxtaleðurblökur eða hvort tveggja?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera), sem nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats), og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Margar tegundir af smáblökum...
Hvernig verður hvítur vikur til í eldgosi eins og Heklugosinu 1970?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hekla gaus 1970 hvítum vikri sem lengi var hægt að sjá. Hvað gerir vikur hvítan og er enn hægt að sjá leifar af þessu? Guðmundur E. Sigvaldason lýsir berg- og efnafræði gosefna svo í grein þeirra Sigurðar Þórarinssonar um Heklugosið 1970:[1] Gosefnunum má skipta í fe...
Var tunglið einhvern tíma partur af jörðinni?
Nokkrar kenningar eru til um uppruna tunglsins og ein þeirra nefnist klofningskenning. Samkvæmt henni á jörðin að hafa snúist einu sinni það hratt að hluti af henni losnaði og myndaði tunglið. Í dag er talið útilokað að þetta hafi átt sér stað. Ef hnöttur snýst það hratt að hann klofnar er útilokað að annar hlu...
Hvernig er óðal snæuglu?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla túndrunnar. Varplendi hennar er á svæðum norður af 60. gráðu norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurskaut. Hún velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum, það er túndrum, Norður-Ameríku og Evrasíu. Snæuglan velur sér búsvæði á trjál...
Hvað er eitt áratog langt?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er áratog mælt og hversu langt er það? Mælieining á vegalengd, hefur með árabáta að gera. Eitt áratog er ekki föst vegalengd heldur er orðið notað yfir „það að toga í árarnar, róa með árum“[1]. Eitt áratog er því sú vegalengd sem farin er þegar þessi aðgerð er framkvæmd...
Af hverju er stundum svona mikill hitamunur á milli nálægra staða?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig stendur á því að hitafar, til dæmis á Vestfjörðum, er mjög mismunandi? Það er miklu oftar heitara á Ísafirði og Bíldudal en í Bolungarvík. Ástæður þess að mikill hitamunur mælist á milli nærliggjandi staða á sama tíma geta verið margþættar. Oft kemur þó afstaða lands ...
Af hverju stríða strákar stelpum?
Tilgangur stríðni í mannlegum samskiptum er margþættur og þar er ekki allt sem sýnist. Sumir stríða sjálfum sér eða hópnum til skemmtunar, aðrir eru að reyna að brjóta samskiptamúrinn eða finna sér nýtt öryggi. Stríðni getur verið leið til að hefja sig í hópnum eða til að kynnast stelpunni af viðbrögðum hennar. St...
Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?
Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...
Hvaðan var Leifur heppni?
Leifur heppni var sonur Eiríks rauða sem er talinn einn af landnámsmönnum Íslands. Hann bjó á Eiríksstöðum í Haukadal í Dölum en hrökklaðist þaðan og var dæmdur í þrjú ár af landinu. Hann hóf landnám á Grænlandi árið 986. Leifur er yfirleitt talinn vera íslenskur en samkvæmt Grænlendinga sögu fór hann í landale...
Hvernig líta d- og f-svigrúmin út?
Til þess að svara þessari spurningu er rétt að athuga fyrst hvernig myndir við gerum okkur af s- og p-svigrúmunum. Lítum á eina rafeind í einangruðu vetnisatómi. Líkindadreifing rafeindar í orkulægsta ástandinu, grunnástandinu, er kúlusamhverf eins og sést á meðfylgjandi mynd. Líkindadreifingin er stundum kölluð s...
Getur þú sagt mér allt um stjörnuþokur?
Með stjörnuþoku, eða vetrarbraut, er átt við þyrpingu stjarna, geimefna og ýmissa lofttegunda, aðallega vetnis og helíns (en þau frumefni mynda 98% af masssa alheimsins). Þær mynduðust nær allar við þéttingu efnis við upphaf alheimsins. Stjörnuþokur eru gífurlega stórar. Til marks um það má nefna að áætlað er að í...
Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?
Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–7...
Hefur andefni and-aðdráttarafl? Hrindir það efni frá sér?
Þegar vísindamenn settu fyrst fram kenningar um andefni héldu ýmsir að það hefði neikvæðan massa og myndi því hrinda venjulegu efni frá sér. Eins og kemur fram í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að búa til andþyngdarafl? þá kom í ljós þegar mönnum tókst að búa til andefni að það hefur jákvæð...
Lifa hagamýs á húsamúsum?
Þessari spurningu verður að svara neitandi, hagamýs lifa ekki á húsamúsum. Hagamýs og húsamýs eru miklir tækifærissinnar í fæðuvali og éta flest það sem tönn á festir eins og ýmiskonar fræ og ber. Ber sortulyngs eru í miklu uppáhaldi hjá hagamúsum. Hagamýs éta reyndar fjölmargar tegundir hryggleysingja og leggjast...
Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?
Algengt er að tala um Borgarfjörð eystri og er þeirri venju til dæmis haldið í ferðaauglýsingum frá héraðinu. Sjaldan er talað um Borgarfjörð vestri eða vestari. Þeir sem tala um Borgarfjörð eystra eru með í huga Borgarfjörð fyrir austan. Sé leitað að nöfnunum Borgarfjörður eystri og Borgarfjörður eystra í leitarv...