Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 395 svör fundust
Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?
Upphaflega spurningin var:Hvernig virka myndlampar í sjónvörpum og hvernig nýtir maður sér segulsvið og/eða rafsvið við stýringu rafeindageisla í þeim? Í myndlampa er skjár og rafeindabyssa ásamt stýribúnaði. Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginl...
Hvað eru þyngdarbylgjur?
Þyngdargeislun eða þyngdarbylgjur eru bylgjur í þyngdarsviði massamikilla hluta, hliðstæðar rafsegulbylgjum. Til eru lausnir á jöfnum almennu afstæðiskenningarinnar sem lýsa bylgjunum en vísindamönnum hefur ekki tekist að nema þyngdarbylgjur. Eftir að Isaac Newton setti fram sínar hugmyndir um eðli þyngdarinnar...
Af hverju er vatn glært?
Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur betur á hugtökunum glær og litlaus. Hlutir sem við sjáum í gegnum köllum við glæra eða gegnsæja. Vatn, gler og margar plasttegundir eru dæmi um gegnsæja hluti. Hlutir sem hafa engan lit köllum við litlausa. Rúður, plastpokar og mörg ílát úr plasti ...
Hvað eru hillingar og eru til mismunandi tegundir af þeim?
Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...
Hvernig lítur urriði út? Er mikill munur á sjó- og vatnaurriða?
Urriðinn (Salmo trutta) er náskyldur laxinum (Salmo salar) og tilheyra þeir sömu ættkvíslinni. Nokkur útlitsmunur er þó á þessum laxfiskum. Laxinn er nokkru stærri en urriðinn en urriðinn er aftur á móti gildari, með stærri haus og stirtlan er styttri og sverari. Urriðinn er einnig stórmynntari og nær kjaftbeinið...
Gáta: Hvað flýgur býflugan í gátunni langt?
Tvær járnbrautarlestir leggja af stað á sama tíma, önnur frá stað A en hin frá stað B. Báðar ferðast þær með hraðanum 50 km/klst og 100 km eru milli staðanna. Járnbrautin liggur eftir beinni línu. Býfluga leggur einnig af stað frá stað A á sama tíma og lestin og flýgur meðfram járnbrautarteinunum í átt að s...
Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?
Stutta svarið er frekar einfalt: Í þeim punkti á yfirborði jarðar sem er beint undir sólinni á hverjum tíma. Ef maður er staddur í þessum punkti sýnist honum sólin vera í hvirfilpunkti himins (zenith á mörgum erlendum málum), með öðrum orðum í stefnu lóðlínu upp á við. Jörðin er kúla og sólin er því alltaf bei...
Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi?
Nei, ljóshraðinn er engan veginn einhvers konar "hraðasta hraðaeining" eða mesti hraði sem við getum hugsað okkur; hugsun mannanna eru sem betur fer ekki sett slík takmörk. Í afstæðiskenningunni er ekki fullyrt annað en það að efni og orka, þar með talin skilaboð eða merki, komast ekki með meiri hraða en ljósið í...
Hvernig er einnota rafhlaða ólík endurhlaðanlegri?
Rafhlöðum er hægt að skipta í tvö undirflokka, einnota og endurhlaðanlegar. Einnota rafhlöður endast yfirleitt lengur í hvert skipti en þær sem eru endurhlaðanlegar. Þær geta geymt meiri orku en eru ekki umhverfisvænar. Rafhlöður breyta efnaorku í raforku og geta geymt orku í ákveðin tíma. Inni í rafhlöðu er se...
Hvernig verkar hátalari?
Hátalarar eru órjúfanlegur þáttur í okkar daglega lífi og er hlutverk þeirra að taka við upplýsingum á formi rafbylgna eða -sveiflna og skila þeim sem hljóðbylgjum. Hljóðnemar breyta hljóðbylgjum í rafbylgjur sem hægt er að geyma eða senda langar vegalengdir. Hátalarar nema rafbylgjurnar og túlka þær til baka í h...
Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu! Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur f...
Hvað er maður lengi að ferðast til Andrómedu ef maður ekur á 60 km hraða á klukkustund?
Hér á spyrjandi líklega við vetrarbrautina Andrómedu en ekki stjörnumerkið. Andrómedavetrarbrautin er í um tveggja milljón ljósára fjarlægð. Það þýðir að ljósið frá henni er 2.000.000 ár að ná til jarðar, vitanlega á ljóshraða. Ljóshraðinn er um 300.000 km á sekúndu. Það jafngildir 9.460.800.000.000 km á ári...
Hvernig er best að mæla fjarlægð eldingar á einfaldan hátt?
Maður nýtir sér að mjög mikill munur er á hljóðhraða og ljóshraða, sem gerir það að verkum að við heyrum þrumuna eftir að við sjáum eldinguna. Hraði hljóðs í andrúmslofti er um það bil 0,34 km/s (kílómetrar á sekúndu) en ljóshraðinn er um það bil 300.000 km/s sem er gífurlegur hraði miðað við hljóðhraðann, og ...
Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fyrsti maðurinn var á litinn? Var hann hvítur, svartur, gulur eða hvað? (Dóra Þórhallsdóttir) Af hverju voru menn til í öllum álfum þegar menn voru ekki farnir að ferðast, og samt erum við öll eiginlega eins? (Guðrún Andrea Friðge...
Hefur rusl sem er á braut um jörðu einhver áhrif á lofthjúpinn í framtíðinni?
Rusl sem er á braut um jörðu ætti ekki að hafa nein áhrif á lofthjúpinn. Rusl sem fellur til jarðar brennur yfirleitt upp í lofthjúpnum en það getur auðveldlega valdið hættu ef það nær að falla alla leið niður. Geimferjum stafar hins vegar nokkur hætt af geimrusli. Á braut um jörðu eru nefnilega meira en tvö mi...