Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 715 svör fundust
Hvað er kósangas og hvernig brennur það?
Upphaflega spurningin var á þessa leið: Hvernig er samsetning, uppruni og eðlismassi kósangass? Hvaða gastegundir myndast við bruna þess? Eru þær léttari eða þyngri en andrúmsloftið? Kósangas er öðru nafni nefnt própangas og er ýmist unnið úr jarðolíu eða með efnabreytingu á skyldu efni sem nefnist propene. ...
Er sogunarkraftur í tunglinu?
Við skiljum spurninguna svo að spyrjandi eigi við það sem oftast er kallað aðdráttarkraftur, og stutta svarið er JÁ! Allir hlutir verka á alla aðra hluti með aðdráttarkrafti sem við köllum öðru nafni þyngdarkraft. Þessi þyngdarkraftur frá tilteknum hlut fer annars vegar eftir massa hlutarins, það er að segja hv...
Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?
Loftsteinar eru margvíslegir, bæði að stærð og samsetningu. Þeir hafa fallið til jarðar utan úr geimnum og eiga flestir uppruna sinn í smástirnabeltinu (e. asteroid belt) milli Mars og Júpíters, en suma má rekja til tunglsins og Mars. Loftsteinum er skipt í þrjá hópa, járnsteina (e. irons), járn-bergsteina (e....
Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?
Nafnið á Dauðahafinu má vísast rekja til þess að það er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar. Dauðahafið er stórt stöðuvatn á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er í lægð sem er framhald af Austur-Afríku sprungunni (e. E...
Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?
Nei, massi tiltekins hlutar er stærð sem breytist ekki hvað sem við gerum við hlutinn, nema þá að við bætum einhverju efni við hann eða skiljum efni frá honum. Massinn er til dæmis hinn sami hvort sem hluturinn er staddur hér á Íslandi, uppi á Everest-fjalli, á tunglinu eða við yfirborð reikistjörnunnar Júpíters. ...
Af hverju verða ánamaðkar stundum ljósir?
Á Íslandi hafa fundist tólf tegundir ánamaðka sem lifa í mismunandi vist í jarðvegi. Hér á landi finnast smávaxnar dökkar tegundir sem lifa á og við yfirborð jarðvegs, grafa ekki göng en æxlast og éta á yfirborðinu. Einnig finnast hér nokkuð stórar ljósleitar tegundir sem halda sig meira og minna niðri í jarðve...
Hvað er vatnshöfuð og hverjar eru afleiðingar þess?
Miðtaugakerfið (það er heili og mæna) er umlukið tærum vökva, svokölluðum mænuvökva, sem verndar það fyrir ytri áverkum. Inni í heilanum eru fjögur vökvafyllt hólf, svokölluð heilahólf, sem eru samtengd og opnast út á yfirborð heilans. Mænuvökvinn myndast inni í heilahófunum þaðan sem hann rennur út á yfirborð hei...
Af hverju festast köngulær ekki í sínum eigin vef?
Ekki spinna allar köngulær (Araneae) vefi, föruköngulær eltast til dæmis við bráð sína. En þegar fylgst er með vefkönguló sést vel hversu auðveldlega hún ferðast um vef sinn án þess að festast í honum, ólíkt flugunum sem hún veiðir í hann. Því er von að mörgum leiki forvitni á að vita hvers vegna hún festist ekki ...
Hvaðan kemur orðið hundadagar?
Í íslenska almanakinu er orðið hundadagar notað yfir tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst en þeir voru áður taldir vera frá 23. júlí til 23. ágúst. Rómverjar nefndu hundadaga dies caniculares og sóttu hugmyndina til Grikkja sem tengdu sumarhita tímabilsins við tilkomu Síríusar á morgunhimninum um sama leyti. Sí...
Var hægt að tákna tölustafi með rúnaletri?
Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur. Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok...
Snjóar á Mars?
Ský hafa verið þekkt á Mars í marga áratugi enda er hægt að greina þau frá jörðinni. Á Mars eru ský allt árið um kring en það var þó ekki fyrr árið 2008 sem það uppgötvaðist að það snjóar á Mars. Uppgötvunina gerði Phoenix-geimfarið. Mynd af skýjum á Mars. Flest ský á Mars eru úr frosnu koltvíildi. Snjórinn sem ...
Ef allir jöklar og bæði heimskautin mundu bráðna, hve mikið mundi sjávarborð þá hækka?
Ef allir jöklar, þar með talinn Grænlandsjökull og Suðurheimskautsjökullinn bráðnuðu má reikna með að yfirborð sjávar mundi hækka um tæpa 69 metra. Framlag Suðurheimskautsjökulsins er þar langmest, eða um 61 metri, en Grænland legði til rúma 7 metra. Framlag allra annarra jökla yrði vel innan við einn metri. Á nor...
Hvernig varð sólkerfið til?
Sólkerfið fór að mótast fyrir um það bil 5000 milljón árum úr gríðarmiklu gas- og rykskýi. Skýið varð fyrir truflun og byrjaði að falla saman. Þrýstingur í miðju þess jókst þar til hann dugði til þess að svokallaður kjarnasamruni hæfist en hann er enn að gerast í sólinni og gefur henni orku sína. Skýið hafði í upp...
Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór?
Heili Einsteins var breiðari en heilar úr öðrum mönnum en hins vegar ívið léttari. Óvenjulegt mynstur fannst á því svæði heilans sem tengist hæfni í stærðfræði og rúmfræði. Taugafrumur á ákveðnum stöðum virtust líka liggja þéttar saman en venjulegt er. Frekari rannsóknir væru þó æskilegar til að staðfesta þetta be...
Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu?
Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt við erum frá miðju hans. Þyngdarkraftur verkar því á tunglinu alveg eins og á jörðinni. Eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn...