Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 234 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hnjúkaþeyr?

Í stuttu máli er hnjúkaþeyr (einnig skrifað hnúkaþeyr) hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Hnjúkaþeyr getur verið mjög hvass og hviðugjarn en þarf ekki að vera það. Á sumum stöðum í heiminum er hnjúkaþeyr svo algengur að honum hefur verið gefið sérstakt nafn. Í Ölpunum heitir hnjúkaþeyrinn Föhn, í Klettafj...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er vatnið í Stórurð svona blátt?

Engin gögn hafa fundist um efnasamsetningu vatnsins í tjörnum Stórurðar, eða um þörungalífríki þeirra. Þess vegna fjallar þetta svar um hvaða atriði stjórna almennt litaáferð tjarna, stöðuvatna, fallvatna og sjávar. Í Stórurð er víða að vinna blágrænar tjarnir. Framlög til litaáferðar má flokka eftir uppruna;spe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr búa í Brasilíu og hver þeirra eru í útrýmingarhættu?

Ómögulegt er að telja upp eða fjalla um öll þau dýr sem lifa í Brasilíu í einu svari þar sem það myndi sjálfsagt fylla mörg bindi af bókum, svo mikill er fjöldinn þar. Hér verður því aðeins gerð grein fyrir fjölda tegunda í hinum ýmsu flokkum, en athyglinni síðan beint að dýrum í mikilli útrýmingarhættu. Hvergi...

category-iconVísindi almennt

Hver eru tíu dýpstu vötn í heimi?

Tíu dýpstu vötn í heimi eru: Baykalvatn í Síberíu sem er 1741 metra djúpt Tanganyikavatn í Afríku sem er 1435 metra djúpt Kaspíhaf í Asíu og Evrópu sem er 946 metra djúpt Malawi (eða Nyasa) í Afríku sem er 706 metra djúpt Issyk – Kul í Kirgizstan sem er 700 metra djúpt Great Slave lake í Kanada sem er 614 ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða efni er EPO?

EPO er skammstöfun á enska orðinu erythropoietin og hefur verið þýtt sem rauðkornavaki á íslensku. Það er hormón myndað í nýrum og berst frá þeim með blóðrás til blóðmergs (rauðs beinmergs) og örvar myndun rauðkorna. Myndun rauðkornavaka er háð súrefnismagni blóðs sem fer bæði eftir súrefnismagni andrúmslofts og f...

category-iconJarðvísindi

Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi?

Eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi? er talsverður munur á því hvort miðað sé við hæð fjalla frá sjávarmáli eða frá fjallsrótum. Það fjall sem gnæfir hæst yfir sjávarmáli er án efa Everestfjall sem tilheyrir Himalajafjallgarðinum, en þar er einnig er að fin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er munurinn á argoni og neoni?

Neon (sætistala 10) og argon (sætistala 18) eru frumefni sem tilheyra áttunda flokki lotukerfisins sem nefndur er eðallofttegundir (e. noble gas). Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf og þau ganga þess vegna mjög treglega í efnasamband við önnur efni. Með þennan eiginlei...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru bananar gulir?

Til eru meira en 1000 afbrigði af banönum og koma þeir í ýmsum stærðum og litum. Afbrigðið sem Evrópubúar kannast best við kallast Cavendish. Cavendish-bananar eru upphaflega grænir vegna litarefnisins blaðgrænu í grænukornum frumna hýðisins. Þegar fræ banananna, sem eru inni í aldinkjötinu (þeim hluta banananna s...

category-iconJarðvísindi

Hve stórir hafa mestu jöklar verið á Íslandi?

Ísaldarjökull síðasta jökulskeiðs náði hámarki fyrir um 20.000 árum. Spor eftir jökla sýna að einn stór jökulskjöldur hefur þá legið yfir öllu Íslandi og skriðið til allra átta frá hábungu á sunnanverðu hálendinu. Jökullinn fór yfir hæstu fjöll og rispaði kolla þeirra. Hann var allt að 1500 m þykkur um miðbik land...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna koma eldgos?

Eldgos verða af því að jörðin er mjög heit að innan. Í kjarna jarðarinnar er hitinn um 5000°C en í miðju jarðar er hitinn um 7000°C. Hitinn leitar út en kemst ekki nógu hratt upp á yfirborðið nema efnið í jörðinni hreyfist. Þannig kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni upp á yfirborðið en í svari Ármanns Hösk...

category-iconVísindafréttir

Háskólalestin til Bolungarvíkur laugardaginn 13. ágúst!

Háskólalestin heldur nú áfram ferð sinni um landið en nú er komið að Bolungarvík! Þar verður lestin laugardaginn 13. ágúst með sannkallaða vísindaveislu. Sem fyrr verður ýmislegt á boðstólnum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fer fram á milli kl. 12 og 16 í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Sprengjugengið lan...

category-iconJarðvísindi

Hvernig geta jöklar grafið landið og hvernig landslag búa jöklar til?

Sjálfur er jökulísinn of mjúkur til þess að grafa botn jökuls. Hins vegar rífa jöklarnir grjót upp úr jörðinni og ýta því áfram með miklum krafti. Steinar við jökulbotninn skafa og rista rákir í bergið svipað og hefill, sporjárn og sandpappír sem beitt er á tré. Þungir jöklarnir mylja grjótið undir sér eins og val...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru jökulsker og hvernig myndast þau?

Eins og „geysir“ er alþjóðaorð fyrir goshveri er grænlenska orðið „nunatak“ alþjóðaorð fyrir jökulsker. Orðið vísar til fjallstinda eða hryggja sem standa upp úr jökli, líkt og sker standa upp úr sjó. Dæmi um jökulsker eru mörg á Íslandi, en meðal hinna þekktari eru Esjufjöll í Breiðamerkurjökli. Esjufjöll kljúfa ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldgos undir jökli?

Rúmlega helmingur allra eldgosa á Íslandi á sögumlegum tíma hefur orðið í jöklum, í Kötlu og einkum í Grímsvötnum.1 Flest unnu þau sig upp í gegnum ísinn svo úr urðu sprengigos, oftast surtseysk tætigos. Á jökulskeiðum hafa svo til öll eldgos á Íslandi orðið í jöklum.2 Móbergsfjöllin hafa myndast í slíkum gosum. Á...

Fleiri niðurstöður