Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 539 svör fundust
Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti?
Enginn. Iðnaðardemantur getur verið náttúrulegur demantur með miklum byggingarveilum eða óhreinindum. Mikill minnihluti náttúrulegra demanta er svo gallalaus að hægt sé að slípa þá og nota í skartgripi. Slíkir skartgripademantar hafa einkum fundist í námagreftri í gömlum eldstöðvum í Suður-Afríku, Ástralíu, ...
Hvort hafa slöngur rosalega langan háls eða rosalega langan hala?
Eins og flestum er kunnugt um eru slöngur (Serpentes) fótalausar, langar og rennilegar. Í fljótu bragði getur þess vegna verið erfitt að greina háls þeirra frá brjóstholi og meltingarholið frá halanum. Þegar nánar er að gáð er þó hægur vandi að átta sig á skilunum, til dæmis ef menn vita hvar gotraufin er, en svo ...
Hvenær kom fyrsta tölvan til Íslands?
Fyrsta tölvan sem kom til Íslands var af gerðinni IBM 1620. Þetta var í september 1963. Ottó A. Michelsen, forstjóri fyrirtækisins Skrifstofuvélar, fékk því framgengt að tölva þessi, sem IBM var að senda til Finnlands, fékk að hafa viðkomu í Reykjavík um tíma. Var hún sett upp í húsakynnum Skrifstofuvéla á Klappar...
Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?
Afdrif óvarins einstaklings í geimnum eru að nokkru leyti háð viðbrögðum hans. Bregðist hann rétt við má gera ráð fyrir að hann haldist með meðvitund í 5-10 sekúndur og líklega væri hægt að bjarga lífi hans ef hann kæmist í skjól innan um það bil hálfrar mínútu. Sennilega væru það áhrif hins lága þrýstings í geim...
Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningu frá Hörpu Lind:Hvernig snýr lík í gröfinni? Ástæðan er fyrst og fremst trúar- og táknfræðileg. Sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar skipta miklu máli í trúarlegri táknfræði, en í þessari reglu speglast þó fyrst og fremst upprisutrú kristinna manna. Kirkjur...
Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvenær voru miðaldir?Miðaldir er tímabilið í mannkynssögunni sem er á milli fornaldar og nýaldar. Fornöld hefst með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tím...
Geta stjórnvöld raunverulega tekið lokun „neyðarbrautarinnar“ á Reykjavíkurflugvelli til baka eftir kosningar?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Er bannað að ljúga á Alþingi?
Til þess að geta svarað þessari spurningu þarf fyrst að skoða hvað það þýðir að eitthvað sé „bannað“. Lög geta innihaldið bannreglur, það er reglur sem banna einhverja háttsemi, jafnvel að viðlagðri refsingu. Slíkar reglur geta því leitt til þess að ákveðin háttsemi telst bönnuð. En lög eru ekki það eina sem ba...
Geta eigendur sjávarlóða bannað gerð göngu- og hjólastíga meðfram strönd í þéttbýli?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sá hjá ykkur svar við aðgengi almennings að sjó á eignalandi. Langar að vita með lóðir eins og á Arnarnesinu. Hafa húseigendur leyfi til að banna gerð göngu-og hjólastígs meðfram ströndinni? Ná eignalóðir alveg niður að sjó? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hva...
Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur þrátt fyrir grein 65. og 72. í stjórnarskrá? Hvernig er það löglegt að skattleggja fólk sem er með engar tekjur? Svonefndur auðlegðarskattur var lagður á í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Álag á ríkissjó...
Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak?
Upphaflega voru spurningarnar þrjár og hljóðuðu svo: Hvort eru sígarettur eða vindlar hættulegri?Hefur verið athugað hvort það sé skaðlegra að reykja sígarettur en pípu?Er „hollara“ að taka í vörina frekar heldur en að reykja?Þegar fjallað er um skaðsemi tóbaksnotkunar er oftast talað um reykingar og þá yfirleit...
Úr hverju er blý?
Blý er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins. Grunneining frumefna nefnist atóm sem merkir ódeilanlegt en eitt sinn töldu menn að atómið, á íslensku frumeind, væri smæsta byggingareining efnis. Öllum frumefnum er rað...
Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?
Stærsta froskategund í heimi er golíatfroskurinn (Conraua goliath) sem finnst villtur í vesturhluta Afríku, aðallega í Kamerún. Heildarlíkamslengd froska af þessari tegund er um 30 cm og geta stærstu einstaklingarnir vegið allt að 3,5 kg eða svipað og meðalstór heimilisköttur! Golíatfroskur í allri sinni dýrð. ...
Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við?
Græneðlur (Iguanidae) eru vinsæl gæludýr víða um heim. Sú tegund ættarinnar sem nýtur mestra vinsælda meðal gæludýraeigenda á Vesturlöndum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum er græna iguana eða græneðla (Iguana iguana) eins og hún er oftast kölluð. Samkvæmt upplýsingum frá dýralæknum og ræktendum græneðla er r...
Hver er stærsti jökull í heimi og hvað er hann stór?
Lambertjökull á Suðurskautslandinu er stærsti jökull í heimi. Heimildum ber ekki alveg saman um stærð hans en á Wikipediu er hann sagður 80 km breiður, rúmlega 400 km langur og 2,5 km á þykkt. Það var ameríski landfræðingurinn John H. Roscoe sem fyrstur dró útlínur jökulsins, lýsti honum og gaf honum nafnið ...