Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta stjórnvöld raunverulega tekið lokun „neyðarbrautarinnar“ á Reykjavíkurflugvelli til baka eftir kosningar?

Björg Thorarensen

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Svarið við þessari spurningu er í meginatriðum hægt að finna í dómi Hæstaréttar Íslands sem gekk 9. júní 2016 (nr. 268/2016) í máli sem Reykjavíkurborg höfðaði gegn íslenska ríkinu til viðurkenningar á því að innanríkisráðherra yrði gert að loka NA/SV-flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í samræmi við samning milli aðila þess efnis sem byggðist á tilgreindu skjali undirrituðu af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra.

Dómurinn taldi að þegar efni skjalsins væri túlkað væri hafið yfir skynsamlegan vafa að með því hefði innanríkisráðherra gengið undir þá skuldbindingu að tilkynna um lokun flugbrautarinnar samtímis því að nýtt deiliskipulag fyrir flugvallarsvæðið yrði auglýst og að þá skyldi jafnframt endurskoða gildandi skipulagsreglur fyrir flugvöllinn til samræmis. Þá yrði ekki dregin önnur ályktun en sú að stjórnvaldsákvörðun um lokun flugbrautarinnar hefði þegar verið tekin.

Flugbrautin sem er til umfjöllunar í þessu svari er rauðlituð á myndinni.

Í dóminum var staðfest að innanríkisráðherra var bær til að takast á hendur slíkar skuldbindingar gagnvart Reykjavíkurborg, í ljósi ákvæða 13.-15. gr. stjórnarskrárinnar um stöðu ráðherra og ábyrgð á stjórnarframkvæmdum, lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og ákvæðum forsetaúrskurðar nr. 71/2013. Bent var á að Reykjavíkurborg hefði forræði á þeim málefnum sem samkomulagið varðaði, samanber einnig 78. gr. stjórnarskrárinnar um sjálfræði sveitarfélaga, auk þess sem borgin hefði efnt þær skyldur sem á henni hefði hvílt samkvæmt því. Krafa Reykjavíkurborgar um að ríkinu væri skylt að loka flugbrautinni laut að því að efna einstaka afmarkaða samningsskuldbindingu sem hefði verið vanefnd.

Ekki er hægt að gefa sér að allar opinberar ákvarðanir séu afturkallanlegar eins og fram kemur í spurningu, enda víst að oft er þar fjallað um réttindi og skyldur einstaklinga og lögaðila, sem ekki verða afturkallaðar nema ákveðin lagaleg skilyrði séu uppfyllt. Af dómi Hæstaréttar í flugvallarmálinu verður ályktað að fyrir hendi sé gildur samningur milli ríkisins og borgarinnar um að ríkið skuli loka umræddri flugbraut. Hafi aðilar sem eru byggingarframkvæmdum á svæðinu gert samninga við Reykjavíkurborg og ráðstafanir sem byggjast á þeirri forsendu að þessi samningur standi og hafi þeir réttmætar væntingar til þess að hún breytist ekki má ætla að skaðabótaskylda stjórnvalda skapist gagnvart þeim, ákveði þau síðar að hætta við lokun neyðarbrautarinnar ef þeir geta sýnt fram á fjárhagslegt tjón sem slík ákvörðun skapar.


Öll spurningin hljóðaði svona:
1. Geta stjórnvöld raunverulega tekið lokun "neyðarbrautarinnar" á Reykjavíkurflugvelli til baka eftir kosningar? Ef miðað er við lagalega stöðu gjörninga og stjórnsýslulega stöðu ákvarðana? Þótt við gefum okkur að allar opinberar ákvarðanir séu afturkallanlegar - myndast skaðabótaskylda gagnvart þeim aðilum sem eru í byggingarframkvæmdum á svæðinu og sem hafa keypt byggingarrétt af Borginni. Og kannski gagnvart fleirum. 2. Hefur verið reiknað út hvað kosningaloforð í þessa átt gæti kostað ríkissjóð?

Mynd:

Höfundur

Björg Thorarensen

prófessor við lagadeild HÍ

Útgáfudagur

22.9.2016

Spyrjandi

Haukur Arnþórsson

Tilvísun

Björg Thorarensen. „Geta stjórnvöld raunverulega tekið lokun „neyðarbrautarinnar“ á Reykjavíkurflugvelli til baka eftir kosningar?“ Vísindavefurinn, 22. september 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72626.

Björg Thorarensen. (2016, 22. september). Geta stjórnvöld raunverulega tekið lokun „neyðarbrautarinnar“ á Reykjavíkurflugvelli til baka eftir kosningar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72626

Björg Thorarensen. „Geta stjórnvöld raunverulega tekið lokun „neyðarbrautarinnar“ á Reykjavíkurflugvelli til baka eftir kosningar?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72626>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta stjórnvöld raunverulega tekið lokun „neyðarbrautarinnar“ á Reykjavíkurflugvelli til baka eftir kosningar?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Svarið við þessari spurningu er í meginatriðum hægt að finna í dómi Hæstaréttar Íslands sem gekk 9. júní 2016 (nr. 268/2016) í máli sem Reykjavíkurborg höfðaði gegn íslenska ríkinu til viðurkenningar á því að innanríkisráðherra yrði gert að loka NA/SV-flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í samræmi við samning milli aðila þess efnis sem byggðist á tilgreindu skjali undirrituðu af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra.

Dómurinn taldi að þegar efni skjalsins væri túlkað væri hafið yfir skynsamlegan vafa að með því hefði innanríkisráðherra gengið undir þá skuldbindingu að tilkynna um lokun flugbrautarinnar samtímis því að nýtt deiliskipulag fyrir flugvallarsvæðið yrði auglýst og að þá skyldi jafnframt endurskoða gildandi skipulagsreglur fyrir flugvöllinn til samræmis. Þá yrði ekki dregin önnur ályktun en sú að stjórnvaldsákvörðun um lokun flugbrautarinnar hefði þegar verið tekin.

Flugbrautin sem er til umfjöllunar í þessu svari er rauðlituð á myndinni.

Í dóminum var staðfest að innanríkisráðherra var bær til að takast á hendur slíkar skuldbindingar gagnvart Reykjavíkurborg, í ljósi ákvæða 13.-15. gr. stjórnarskrárinnar um stöðu ráðherra og ábyrgð á stjórnarframkvæmdum, lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og ákvæðum forsetaúrskurðar nr. 71/2013. Bent var á að Reykjavíkurborg hefði forræði á þeim málefnum sem samkomulagið varðaði, samanber einnig 78. gr. stjórnarskrárinnar um sjálfræði sveitarfélaga, auk þess sem borgin hefði efnt þær skyldur sem á henni hefði hvílt samkvæmt því. Krafa Reykjavíkurborgar um að ríkinu væri skylt að loka flugbrautinni laut að því að efna einstaka afmarkaða samningsskuldbindingu sem hefði verið vanefnd.

Ekki er hægt að gefa sér að allar opinberar ákvarðanir séu afturkallanlegar eins og fram kemur í spurningu, enda víst að oft er þar fjallað um réttindi og skyldur einstaklinga og lögaðila, sem ekki verða afturkallaðar nema ákveðin lagaleg skilyrði séu uppfyllt. Af dómi Hæstaréttar í flugvallarmálinu verður ályktað að fyrir hendi sé gildur samningur milli ríkisins og borgarinnar um að ríkið skuli loka umræddri flugbraut. Hafi aðilar sem eru byggingarframkvæmdum á svæðinu gert samninga við Reykjavíkurborg og ráðstafanir sem byggjast á þeirri forsendu að þessi samningur standi og hafi þeir réttmætar væntingar til þess að hún breytist ekki má ætla að skaðabótaskylda stjórnvalda skapist gagnvart þeim, ákveði þau síðar að hætta við lokun neyðarbrautarinnar ef þeir geta sýnt fram á fjárhagslegt tjón sem slík ákvörðun skapar.


Öll spurningin hljóðaði svona:
1. Geta stjórnvöld raunverulega tekið lokun "neyðarbrautarinnar" á Reykjavíkurflugvelli til baka eftir kosningar? Ef miðað er við lagalega stöðu gjörninga og stjórnsýslulega stöðu ákvarðana? Þótt við gefum okkur að allar opinberar ákvarðanir séu afturkallanlegar - myndast skaðabótaskylda gagnvart þeim aðilum sem eru í byggingarframkvæmdum á svæðinu og sem hafa keypt byggingarrétt af Borginni. Og kannski gagnvart fleirum. 2. Hefur verið reiknað út hvað kosningaloforð í þessa átt gæti kostað ríkissjóð?

Mynd:...