Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2518 svör fundust
A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?
Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...
Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?
Þegar flett er upp í ritum um sögu stærðfræðinnar er að finna klausur um algebru meðal menningarþjóða í Egyptalandi, Babýloníu og Kína löngu fyrir daga Krists. Þessar þjóðir fengust við algebru í þeim skilningi að menn leystu til dæmis fyrsta stigs jöfnur með einni eða tveimur óþekktum stærðum, þekktu Pýþagórasarr...
Umhverfisorsakir hryðjuverka
Hryðjuverk verða ekki til af engu. Það eru til ákveðnar stjórnmálalegar, félagslegar og umhverfislegar skýringar hryðjuverka sem vert er að huga betur að. Hér er ekki bara um að ræða trúarlegar eða þjóðernislegar skýringar, heldur geta umhverfismál í víðum skilningi átt þátt í því að skapa deilur og átök. Umhverfi...
Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Axel Björnsson: Hverjar eru líkurnar á því að vetni verði orkugjafi framtíðarinnar, hvernig verkar vetnisvél, og hver er staða mála á Íslandi í dag?Berglind Elíasdóttir: Hvernig er hægt að geyma vetni svo hægt sé að nota það sem eldsneyti?Oddur Rafnsson: Af hverju er svona erfi...
Hvernig stendur á eyðingu regnskóga og hvaða áhrif hljótast af henni?
Hér er einnig svarað spurningum: Hvers vegna eru regnskógarnir að eyðast? (Helga Þorsteinsdóttir, f. 1991)Hvað er áætlað að búið sé að fella mörg prósent af regnskógum S-Ameríku? (Gunnlaugur Úlfsson)Hvar get ég fengið upplýsingar um regnskóga, eyðingu þeirra og áhrifin sem þeir hafa? (Aldis Guðlaugsdóttir) Re...
Hvað er vogunarsjóður?
Með hugtakinu vogunarsjóður (e. hedge fund) er yfirleitt átt við sjóð sem notar lántöku eða svokallaða skortstöðu í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Með skortstöðu er átt við að sjóðurinn fær verðbréf að láni frá öðrum og selur þau til að afla fjár. Einstakir vogunarsjóðir fylgja oft ...
Hver var Apollóníos frá Perga og hvert var framlag hans til vísindanna?
Apollóníos frá Perga (um 262 – 190 f.Kr.) er oft talinn síðastur í röð mestu stærðfræðinga Forngrikkja, en meðal fyrirrennara hans á fyrra blómaskeiði forngrískrar stærðfræði voru Pýþagóras (um 570 – 490 f.Kr.), Evklíð (um 325 – 275 f.Kr.) og Arkímedes (287 – 212 f.Kr.). Marga fleiri mætti þó nefna og enn áttu Ptó...
Hvað getið þið sagt mér um lúsmý?
Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar k...
Hefur ljóseind massa og þyngd?
Ljóseindir eru massalausar. Það er líka eins gott því að annars gætu þær ekki ferðast á ljóshraða! Hins vegar má segja að ljóseindir hafi þyngd því að ljósgeisli sveigir í þyngdarsviði.Fyrst er rétt að átta sig á muninum á massa og þyngd með því að lesa svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við sp...
Hvernig þarf maður að bæta upp þá næringu sem maður fær ekki ef maður borðar ekki fisk?
Upphafleg spurning var:Hvað getur maður borðað eða tekið inn ef maður getur ekki borðað fisk? Og þá hversu mikið magn til að fá öll þau bætiefni sem líkaminn þarf?Í fiski er að finna mörg lífsnauðsynleg næringarefni, en flest þeirra er einnig hægt að fá í ríkum mæli úr öðrum fæðutegundum. Í raun er aðeins tvö lífs...
Í hvora áttina vex tunglið, frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri?
Á myndinni má sjá hvernig örmjó ræma eða sigð sést fyrst meðfram hægri kantinum á tunglinu um sólsetur. Mánasigðin vex síðan smám saman eftir því sem líður á tunglmánuðinn þar til hann er hálfnaður og komið er fullt tungl. Þá verður hægri kanturinn fyrst dökkur og myrkrið færist síðan smám saman yfir um leið og tu...
Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?
Verðmæti fyrirtækja ræðst af núvirði þess fjárstreymis sem rekstur þess skilar yfir líftíma fyrirtækisins. Þar sem framtíðarfjárstreymið er að sjálfsögðu ekki þekkt verða fjárfestar að áætla það út frá ýmsum þáttum, svo sem vexti þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið starfar í, markaðshlutdeild fyrirtækisins, fram...
Af hverju líkar flóðhestum svona vel að vera í vatni?
Í Afríku lifa tvær tegundir flóðhesta, fljótaflóðhesturinn (Hippopotamus amphibius), stundum kallaður Nílarflóðhesturinn og dvergflóðhesturinn (Choeropsis liberiensis). Sá fyrrnefndi er mun stærri eða allt að 3 tonn að þyngd. Dvergflóðhestar vega aftur á móti aðeins frá 160 til 280 kg. Flóðhestar eru algengir nú á...
Hvað eru margir selir við Ísland?
Við Íslandsstrendur kæpa tvær tegundir sela, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Allt frá árinu 1980 hefur reglulega verið lagt mat á stærð landselstofnsins við Ísland. Út frá talningu árið 2020 var stofnstærðin metin um 10.300 dýr. Það er mikil fækkun frá því talningar hófust en 1980 var á...
Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?
Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...