Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1537 svör fundust
Hvenær hófu menn að brugga bjór? Var bjór bruggaður á Íslandi fyrr á öldum?
Bjór eða kornöl er ævagamall í sögunni. Til dæmis hafa leifar af slíkum drykk greinst í vel forvörðum mögum faraóanna. Síðar hvarf bjórinn af borðum helstu menningarþjóða fornaldar og drykkur Grikkja og Rómverja var, eins og kunnugt er, vín. Hins vegar var ölið aðaldrykkur hinna barbarísku germana og kelta en þeir...
Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?
Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?
Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...
Hvert er upphaf kristni?
Upphaf kristinnar trúar er að rekja til lífs og starfs Jesú frá Nazaret. Er hann var um þrítugsaldur hóf hann að boða nálægð Guðs ríkis. Að sögn guðspjallanna staðfesti hann boðskap sinn með undrum og kraftaverkum er sannfærðu ýmsa tilheyrendur hans um að Guð væri í verki með honum. Einn þáttur í boðskap hans var ...
Af hverju lesa Vesturlandabúar frá vinstri til hægri og niður blaðsíðuna?
Það er yfirleitt þægilegast að lesa vestræna texta frá vinstri til hægri niður síðuna því að þannig eru samfelldir textar vanalega settir á blaðið. Á öðrum menningarsvæðum er þessu öðruvísi háttað. Arabíska er skrifuð frá hægri til vinstri og í Austur-Asíu er textinn í lóðréttum línum eða dálkum sem eru lesnir ofa...
Hvað er ljósleiðari?
Þegar talað er um ljósleiðara er oftast átt við granna þræði úr gleri eða plasti sem eru búnir þeim eiginleikum að geta leitt ljós frá einum stað til annars. Tilkoma ljósleiðara hefur valdið byltingu í samskiptatækni, en ljósleiðarar eru einnig notaðir í öðrum tilgangi, til dæmis í lækningatækjum. Til að skilja...
Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?
Þrefalda samhljóða er að finna í öllum orðum sem eru samsett úr fyrri lið sem endar á tvöföldum samhljóða og seinni lið sem byrjar á þeim sama samhljóða. Samsetningin þarf að vera þeirrar gerðar sem málfræðingar kalla stofnsamsetningu, þannig að engin eignarfallsending komi í milli (samanber að við segjum hvorki þ...
Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?
Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...
Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Svavars Jóhanns: Af hverju eru sumir kennarar leiðinlegir? Í skýrslum um dánarorsakir á Íslandi undanfarna fimm áratugi má meðal annars finna ýmiss konar slys og sjúkdóma. Hins vegar er hvergi getið um dánarorsökina “leiðindi í dönskutíma.” Í ljósi þess að á hverju ári si...
Hver er heimspekileg notkun orðanna inntak og umtak?
Orðin inntak (e. intension) og umtak (e. extension) eru notuð í heimspeki til að gera grein fyrir tveimur mismunandi gerðum merkingar. Annars vegar er um að ræða það sem viðkomandi orð (eða setning) gefur í skyn eða lætur í ljós og hins vegar þann hlut í heiminum sem orðið táknar eða vísar til. Þannig gæti inntak ...
Ef maður fer eftir beinni línu frá jörðu út í geiminn nógu lengi, endar maður þá aftur á jörðinni?
Þessi spurning kann að virðast ankannaleg en í raun er hún alls ekki út í hött. Vísindamenn veltu því fyrir sér sem möguleika á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir miðja öldina að heimurinn kynni að vera þannig í laginu að ferðalög gætu orðið eins og spyrjandi lýsir. Þau mundu þá að vísu taka firnalangan tíma því a...
Hvað þýða orðin "Mont Rass"?
Spyrjandi tilgreinir því miður ekki á hvaða tungumáli hann hefur rekist á þessi orð. Ef hann á við íslensku hefði hann varla þurft að spyrja því að þá er líklegast að hér sé á ferðinni afbökun á orðinu "montrass". Á hinn bóginn þarf þá að gera að minnsta kosti þrjár stafsetningarvillur til að út komi það sem spurt...
Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...
Er vit í tilfinningum?
Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. f...
Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?
Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangt...