Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2316 svör fundust
Er óæskilegt að neyta samtímis ávaxta og grænmetis og þá hvers vegna?
Ekkert hefur komið fram sem rökstyður vísindalega að óæskilegt sé að neyta ávaxta og grænmetis samtímis. Reyndar er það svo að meltingarfæri mannsins eru hönnuð til að melta margvíslega fæðu samtímis og ættu því að geta melt grænmeti og ávexti samtímis, rétt eins og kjöt og kartöflur. Enn fremur eru grænmeti og áv...
Er þessi setning ósönn?
Svarið við spurningunni er einfalt: nei. Setningin er ekki ósönn en þar með er ekki rétt að hún sé sönn. Setningin sem um ræðir er spurning og spurningar geta hvorki verið sannar né ósannar. Hugtökin “satt” og “ósatt” eiga aðeins við um staðhæfingar en alls ekki um allt sem sagt er eða skrifað. Setningar geta ...
Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?
Rauður litur á þvagi dýra er vel þekkt fyrirbrigði erlendis. Þá getur verið um að ræða sýkingar með vissri gerð pestarsýkla (Clostridium haemolyticum, C. novyi). Í þeim tilfellum er blóð í þvaginu. Í öðru lagi getur þvagið orðið rautt af hættulausum efnasamböndum, sem verða til í líkamanum við inngjöf ormalyfja se...
Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar? Hversu hratt fer ljósið í tómarúmi? (Magnús Björgvinsson) Hvað eru mörg ljósár til sólarinnar? (Ólafur Þorgeirsson) Hversu langan tíma tekur það ljósið að ná jörðu frá sólinni? (Óskar Pálsson) Hvað er ljósið lengi frá sólu til jar...
Af hverju festast köngulær ekki í sínum eigin vef?
Ekki spinna allar köngulær (Araneae) vefi, föruköngulær eltast til dæmis við bráð sína. En þegar fylgst er með vefkönguló sést vel hversu auðveldlega hún ferðast um vef sinn án þess að festast í honum, ólíkt flugunum sem hún veiðir í hann. Því er von að mörgum leiki forvitni á að vita hvers vegna hún festist ekki ...
Hvað heita tungl Mars?
Mars hefur tvö lítil tungl, Fóbos (e. Phobos) og Deimos. Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall sá þau fyrstur manna árið 1877. Þá var Mars bæði í gagnstöðu (e. opposition) og sólnánd (e. perihelion), en þá er fjarlægð hans frá jörð í algeru lágmarki. Tunglin draga nöfn sín af hestunum sem drógu vagn stríðsg...
Ég er með 100 Mb/s einstaklingsnettengingu. Hvað þýðir það nákvæmlega?
Nettengingar eru æði misjafnar og því er von að spurningar vakni um hraða þeirra, sérstaklega ef einingarnar bitar og bæti eru ekki alveg á hreinu. Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvað er eitt terabæti mörg megabæti? segir meðal annars:Minnsta eining upplýsinga í tölvu er biti. Biti hefur ýmist gi...
Hvað seljast margir pakkar af sígarettum á dag um allan heim?
Samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, reykja jarðarbúar nú um 5,5 þúsund milljarða sígaretta á ári. Það gerir ríflega 15 milljarða sígaretta á dag eða um 750 milljónir pakka. Að meðaltali reykir hver jarðarbúi um tvær og hálfa sígarettu á dag. Stofnunin áætlar að ríflega fjórar milljónir man...
Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni?
Gasblöðrur, eins og þær sem seldar eru 17. júní, eru fylltar með helíni (He). Helín er létt gastegund, mun léttari en loftið í andrúmsloftinu. Í svari við spurningunni Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó? er fjallað um uppdrif:Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmá...
Hvernig hafa fuglar mök?
Áður hefur verið komið inn á þetta efni í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör. Frjóvgun hjá fuglum verður innvortis en engu að síður hefur karlfuglinn í flestum tilvikum ekki getnaðarlim...
Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu?
Oflæti, eða manía, er ásamt þunglyndi eitt aðaleinkenni tvískautaröskunar (bipolar disorder), geðröskunar sem lýsir sér í miklum skapsveiflum. Á þunglyndistímabilum verður fólk með tvískautaröskun vansælt, áhugalaust og orkulítið. Í oflæti er það aftur á móti ört og hátt uppi, jafnvel eirðarlaust og æst. Við væ...
Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur) Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut) Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjón...
Eru til aðrir alheimar?
Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...
Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?
Á undanförnum árum hefur orðið æ algengara að ungar konur fái sér húðflúr eða tattú á neðri hluta baks. Oft eru þessi tattú á lendarhrygg á því svæði sem mænudeyfingar og utanbastsdeyfingar vegna fæðinga eru lagðar. Lyf sem notuð eru við mænu- og utanbastsdeyfingar eru þaulrannsökuð og vitað að þau eru örugg. ...
Hvað er þetta rauða sem er á Rauðavatni í Reykjavík?
Í sumar (2008) hefur yfirborð Rauðavatns verið óvenju áberandi rauðleitt á litinn og vakið forvitni margra. Rauði liturinn stafar af vatnaplöntunni síkjamara (Myriophyllum alterniflorum) sem vex upp af botni í miklum og þéttum breiðum og þekur vatnið að miklu leyti. Plantan blómstrar á yfirborði rauðleitum smáblóm...