Minnsta eining upplýsinga í tölvu er biti. Biti hefur ýmist gildið 0 eða 1. Átta bitar í röð nefnast bæti.Þegar rætt er um nettengingar eru hraða þeirra lýst í bitum á sekúndu. Þannig er algengt að heyra tölur eins og 256 kílóbitar á sekúndu (256 kb/s). Það þýðir að mótaldið getur tekið við 256.000 bitum á hverri sekúndu sem jafngildir 32.000 bætum á sekúndu eða 32 kB/s. Hér að neðan má sjá dæmigerðan glugga sem kemur upp þegar skrá er sótt á netið. Þarna kemur fram að 686 kílóbæti af skránni eru sótt á hverri sekúndu. Nettenging sem nær þessum hraða væri sögð 5,5 Mb/s því:
686 kílóbæti * 8 bitar/bæti = 5,5 megabitar
Tengingin sem spyrjandi hefur getur tekið við 100 megabitum á sekúndu eða 12,5 megabætum á sekúndu. Frekara lesefni af Vísindavefnum:
- Af hverju er rukkað fyrir niðurhal erlendis frá á Íslandi en ekki í öðrum löndum? eftir EÖÞ og ÞV
- Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af netinu? eftir Einar Örn Þorvaldsson
- Getið þið sett fram lista um stærðir í tölvum, til dæmis hvað eru mörg b í kb? eftir EÖÞ og ÞV