Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er rukkað fyrir niðurhal erlendis frá á Íslandi en ekki í öðrum löndum?

EÖÞ og ÞV

Hér er átt við það sem kallað er „download“ á ensku og hefur verið nefnt niðurflutningur í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Orðið er haft um það þegar tölvunotandi sækir gögn út á veraldarvefinn eða alnetið og kemur þeim fyrir í eigin tölvu eða á eigin vinnusvæði.

Ástæða þess að íslenskar netveitur rukka sérstaklega fyrir erlent niðurhal, oftast eftir að ákveðnu gagnamagni erlendis frá er náð, er einfaldlega sú að Ísland er eyja og tiltölulega langt frá öðrum löndum.



Á myndinni sjást þeir sæstrengir sem liggja til Íslands

Strengirnir sem flytja gögn til og frá Íslandi eru sæstrengir og mun dýrari en sambærilegir landstrengir, bæði í lagningu og viðhaldi. Íslenskar netveitur þurfa að greiða hærra verð fyrir afnot af strengjum en netveitur í flestum löndum og sá kostnaður endurspeglast í hærra verði til neytenda og þá einkum til þeirra notenda sem flytja mest af gögnum.

Eflaust má deila um þessa aðferð, bæði hvort betra væri að hækka áskriftargjöld allra lítillega og gefa þá niðurhal frítt og líka hvort gjaldtakan sé í samræmi við kostnað netveitnanna. Á slíkt verður ekki lagt mat hér.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

9.8.2004

Spyrjandi

Eyþór Ásmundsson

Tilvísun

EÖÞ og ÞV. „Af hverju er rukkað fyrir niðurhal erlendis frá á Íslandi en ekki í öðrum löndum?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2004, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4451.

EÖÞ og ÞV. (2004, 9. ágúst). Af hverju er rukkað fyrir niðurhal erlendis frá á Íslandi en ekki í öðrum löndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4451

EÖÞ og ÞV. „Af hverju er rukkað fyrir niðurhal erlendis frá á Íslandi en ekki í öðrum löndum?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2004. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4451>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er rukkað fyrir niðurhal erlendis frá á Íslandi en ekki í öðrum löndum?
Hér er átt við það sem kallað er „download“ á ensku og hefur verið nefnt niðurflutningur í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Orðið er haft um það þegar tölvunotandi sækir gögn út á veraldarvefinn eða alnetið og kemur þeim fyrir í eigin tölvu eða á eigin vinnusvæði.

Ástæða þess að íslenskar netveitur rukka sérstaklega fyrir erlent niðurhal, oftast eftir að ákveðnu gagnamagni erlendis frá er náð, er einfaldlega sú að Ísland er eyja og tiltölulega langt frá öðrum löndum.



Á myndinni sjást þeir sæstrengir sem liggja til Íslands

Strengirnir sem flytja gögn til og frá Íslandi eru sæstrengir og mun dýrari en sambærilegir landstrengir, bæði í lagningu og viðhaldi. Íslenskar netveitur þurfa að greiða hærra verð fyrir afnot af strengjum en netveitur í flestum löndum og sá kostnaður endurspeglast í hærra verði til neytenda og þá einkum til þeirra notenda sem flytja mest af gögnum.

Eflaust má deila um þessa aðferð, bæði hvort betra væri að hækka áskriftargjöld allra lítillega og gefa þá niðurhal frítt og líka hvort gjaldtakan sé í samræmi við kostnað netveitnanna. Á slíkt verður ekki lagt mat hér.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:...