Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað seljast margir pakkar af sígarettum á dag um allan heim?

Gylfi Magnússon

Samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, reykja jarðarbúar nú um 5,5 þúsund milljarða sígaretta á ári. Það gerir ríflega 15 milljarða sígaretta á dag eða um 750 milljónir pakka. Að meðaltali reykir hver jarðarbúi um tvær og hálfa sígarettu á dag.

Stofnunin áætlar að ríflega fjórar milljónir manna deyi vegna reykinga á ári hverju, fleiri en deyja vegna AIDS, lyfjamisnotkunar, umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt. Reykingar eru mesta vá í heilbrigðismálum sem heimurinn stendur frammi fyrir. Stofnunin áætlar að um helmingur þeirra sem reykja muni deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga.



Taílenskir nemendur á alþjóðlegum baráttudegi gegn reykingum 31. maí 2001.

Þess sjást merki að nú dragi úr reykingum í ríkum löndum en á móti kemur að reykingar aukast mjög hratt í fátækum löndum. Nú reykja til dæmis Kínverjar nær þriðjunginn af öllum sígarettum í heiminum. Það er talsvert hærra hlutfall en Kínverjar eru af mannfjölda á jörðinni, þótt margir séu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.11.2003

Spyrjandi

Sara Sigmundsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað seljast margir pakkar af sígarettum á dag um allan heim?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3872.

Gylfi Magnússon. (2003, 19. nóvember). Hvað seljast margir pakkar af sígarettum á dag um allan heim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3872

Gylfi Magnússon. „Hvað seljast margir pakkar af sígarettum á dag um allan heim?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3872>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað seljast margir pakkar af sígarettum á dag um allan heim?
Samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, reykja jarðarbúar nú um 5,5 þúsund milljarða sígaretta á ári. Það gerir ríflega 15 milljarða sígaretta á dag eða um 750 milljónir pakka. Að meðaltali reykir hver jarðarbúi um tvær og hálfa sígarettu á dag.

Stofnunin áætlar að ríflega fjórar milljónir manna deyi vegna reykinga á ári hverju, fleiri en deyja vegna AIDS, lyfjamisnotkunar, umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt. Reykingar eru mesta vá í heilbrigðismálum sem heimurinn stendur frammi fyrir. Stofnunin áætlar að um helmingur þeirra sem reykja muni deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga.



Taílenskir nemendur á alþjóðlegum baráttudegi gegn reykingum 31. maí 2001.

Þess sjást merki að nú dragi úr reykingum í ríkum löndum en á móti kemur að reykingar aukast mjög hratt í fátækum löndum. Nú reykja til dæmis Kínverjar nær þriðjunginn af öllum sígarettum í heiminum. Það er talsvert hærra hlutfall en Kínverjar eru af mannfjölda á jörðinni, þótt margir séu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...