Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3894 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað einkennir fornaldarsögur?

Eitt helsta einkenni fornaldarsagna er tenging þeirra við fortíðina, hina óræðu „fornöld“, sem markast af baklægum efnivið þeirra um leið og hún mótar grundvöll – ásamt öðrum einkennum – að því sem kalla mætti sjálfstæða grein bókmennta eða tegund. Fortíðin er að vísu misfjarlæg og nær allt frá átakatímum evrópskr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kaldur samruni og hafa vísindamenn uppgötvað eitthvað nýtt í þeim efnum?

Samruni felst í því að tveir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Auðvelt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis með því að hraða tvívetnisatómi með 15.000 volta...

category-iconVísindavefurinn

Lesendur Vísindavefsins aldrei fleiri og nálgast eina milljón á ári

Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri en árið 2019. Samkvæmt tölum um samræmda vefmælingu á Íslandi nálgast notendur Vísindavefsins nú eina milljón á ári og fjölgaði þeim um rúm 26% frá árinu 2018. Heildarfjöldi notenda árið 2019 var 977 þúsund, innlit voru rétt tæplega 2,4 milljónir og flett...

category-iconHeimspeki

Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð?

Í stóráhugaverðu svari hér á Vísindavefnum er sagt frá því hvernig orðið þórðargleði kom inn í íslenskt mál. Íslendingar eru ákaflega heppnir að eiga svo skemmtilegt heiti yfir þetta sérstaka hugafar. Að gleðjast yfir óförum annarra hefur þó vafalaust þekkst áður en orðið var viðurkennt í málinu. Mann-, mál og þjó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?

Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta þekkta heimild um galdrastafi á Íslandi?

Íslensk hefð galdrabóka, sem á alþjóðmálum kallast grimoires, hófst snemma á svonefndri lærdómsöld (1550–1750), sem þrátt fyrir nafnið var engan veginn laus við hjátrú. Fyrir miðja 16. öld urðu siðaskipti í landinu og tók lútherstrú við af kaþólsku. Ísland var þá hluti af danska konungsríkinu. Ströng opinber viðmi...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er meðalaldur Íslendinga?

Meðalaldur tiltekins hóps manna er skilgreindur sem meðaltal af aldri einstaklinganna. Með öðrum orðum eru aldurstölurnar lagðar saman og deilt í með fjöldanum. Meðalævi er hins vegar tala sem lýsir því hversu gamlir menn verða að meðaltali. Meðalaldur getur breyst án þess að meðalævi breytist, til dæmis ef hlutfa...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er eitthvað til í því að samstaða pláneta á beinni línu geti valdið umróti og jarðskjálftum víða um heim?

Svarið er nei; kraftarnir sem um ræðir eru alltof litlir í þessu tilviki. Þessar hugmyndir eru til komnar af því að svokallaðir sjávarfallakraftar geta vissulega látið til sín taka í náttúrunni. Þessir kraftar frá sól og tungli valda sjávarföllum og stórstreymi og smástreymi í höfum jarðarinnar eins og við þekk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á að segja: „Að leggja að velli“/„að leggja af velli“; „að gefnu tilefni“/„af gefnu tilefni“; „að leggja að mörkum“/„að leggja af mörkum“?

Leggja einhvern að velli: Merkingin er að 'fella einhvern, sigra einhvern'. Að baki liggur nafnorðið völlur og á orðasambandið rætur að rekja til þess er menn féllu til jarðar í bardaga. Þeir féllu þá til jarðar, að vellinum. Þess vegna er forsetningin að sú sem nota á. Að gefnu tilefni: Í þessu fasta orðasamba...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig hljóðar lengsta orð í heimi á íslensku?

Lengi gekk orðið vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr milli manna sem lengsta orð íslenskrar tungu. Spurt hefur verið hvort vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur sé lengsta orð tungunnar og Guðrún Kvaran hefur svarað því til hér að ekki sé hægt að fullyrða um slíkt. Lengi gekk orði...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?

Búrfell í Grímsnesi er „hefðbundið móbergsfjall”, sennilega frá næstsíðasta jökulskeiði, það er um 120 þúsund ára gamalt. Fjallið er ekki krýnt hrauni og telst því ekki til stapa. Ef kenningar manna um byggingu móbergsfjalla eru réttar, má vænta þess að í kjarna Búrfells sé bólstraberg, sem myndaðist meðan þrýstin...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur?

Spurningin í heild var sem hér segir:Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur? Hita þau undir heitu vatni? Eða er e.t.v. eina leiðin að brjóta annað þeirra?Við skiljum spurninguna svo að hún eigi við tvö bjórglös sem mjókka niður og annað þeirra sé fast innan í hinu. Þá er reynandi að kæla innra glasið varleg...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Hvalfjörður og hversu langt er síðan?

Hvalfjörður, ásamt dölum og fjöllum í kring, er dæmigert sköpunarverk ísaldarjökla. Við upphaf ísaldar, fyrir um það bil tveimur milljónum ára, var landslag þar líkt því sem nú er í Ódáðahrauni, flatlent hraunaflæmi og sennilega alllangt til sjávar. Smám saman surfu skriðjöklar síðan Hvalfjörðinn og dalina í kring...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju koma hvítir blettir á neglurnar?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru neglur? kemur fram að neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa (e. matrix) ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í naglrótinni undir naglbandinu og ýtast smám saman fram á við. Hvítir blettir á nöglum eru kalkútfellingar og gefa til kynna að naglm...

category-iconMannfræði

Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?

Mannfræði fæst við mannskepnuna sem lífveru, menningarveru og félagsveru. Þetta blandast þó ætíð og eru menningarmannfræði og félagsmannfræði reyndar svo nátengdar greinar að erfitt er að greina á milli. Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á, þau verkfæri sem hann notar, hvernig han...

Fleiri niðurstöður