Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1895 svör fundust
Hversu margir Síberíu-tígrar eru lifandi núna og á hverju lifa þeir?
Síberíska tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) er stærsta og öflugasta núlifandi kattardýrið. Fullvaxið karldýr getur náð allt að 350 kg þyngd og 4 metra lengd frá snoppu að rófuenda. Núverandi útbreiðslusvæði Síberíutígursins er aðallega bundið við austasta hluta hins víðlenda Rússlands, nánar tiltekið í Ussuri,...
Hvað getur blettatígur haldið hámarkshraða lengi?
Blettatígurinn (Acinonyx jubatus) er sprettharðasta landspendýr heims. Á stuttum sprettum getur hann náð yfir 100 km hraða á klst. Þess má geta til samanburðar að bestu hundrað metra hlauparar meðal manna fara þá vegalengd á 10 sekúndum sem samsvarar 36 km á klst. Við mundum því ekki komast langt á hlaupum und...
Finna fiskar til?
Þetta svið taugafræðinnar er eftir því sem næst verður komist mjög illa þekkt og skortir talsverða vitneskju um þetta fyrirbæri. En samt verður hér gerð tilraun til að svara spurningunni eftir fremsta megni. Við getum á engan hátt sett okkur í spor svo fjarskyldra lífvera sem fiska hvað varðar tilfinningar eins...
Sofa skordýr? Ef svo er hversu marga klukkutíma á sólarhring?
Lengi vel var talið að svefninn einskorðaðist við spendýr og fugla, en nýlegar rannsóknir á þessu fyrirbæri benda til að svefn sé mun almennari í dýraríkinu en áður hefur verið talið. Svefnrannsóknir hafa verið stundaðar á hinum ýmsu hópum dýra með því að fylgjast með heilabylgjum þeirra. Hins vegar er það hæg...
Hver er stærsti api í heimi?
Stærsti api í heimi er górilluapinn Gorilla gorilla. Górilluapinn lifir í frumskógum Mið- Afríku nánar tiltekið í Kongó, sem hét áður Zaire, og í Rwanda og Úganda. Karldýrin vega venjulega um 200 kg og eru yfir 170 cm langir. Kvendýrin eru yfirleitt minni. Dýrin verða yfirleitt þyngri ef þau búa í dýragörðum e...
Er ál að finna í einhverjum matvælum?
Ál er málmur sem kemur víða fyrir náttúrulega í matvælum, en yfirleitt í mjög litlu magni. Þó getur teplantan safnað í sig töluverðu áli sem getur lekið frá telaufunum út í te við lögun. Í tei er álið þó bundið fjölfenólum og öðrum lífrænum sameindum sem draga úr upptöku þess í smáþörmum. Í sum matvæli, svo se...
Er óæskilegt að neyta samtímis ávaxta og grænmetis og þá hvers vegna?
Ekkert hefur komið fram sem rökstyður vísindalega að óæskilegt sé að neyta ávaxta og grænmetis samtímis. Reyndar er það svo að meltingarfæri mannsins eru hönnuð til að melta margvíslega fæðu samtímis og ættu því að geta melt grænmeti og ávexti samtímis, rétt eins og kjöt og kartöflur. Enn fremur eru grænmeti og áv...
Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?
Æxlunartímabil íslenskra nagdýra ræðst aðallega af tíðarfari og því hvar á landinu nagdýrin lifa. Sænski vistfræðingurinn Bengtson rannsakaði ýmsa þætti í vistfræði hagamúsarinnar (Apodemus sylvaticus) á Íslandi á árunum 1973-1977. Í rannsókn sinni bar hann saman tvo stofna sem lifðu við mjög ólík umhverfisskil...
Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim?
Þetta er auðvitað meðal helstu þróunargalla mannkyns. Meðal annarra galla má telja takmarkaðan fjölda handa (hver mundi ekki vilja hafa fjórar hendur?) og vandræðin sem hljótast af því að ekki er hægt að vera nema á einum stað í einu. Vísindavefurinn leiðir um þessar mundir vinnuhóp vísindamanna um heim allan ...
Hvernig næra strútar nýfædda unga sína? En dúfur?
Strútar (Struthio camelus) eru stærstu núlifandi fuglar heims og egg þeirra stærstu egg sem þekkt eru meðal núlifandi fugla. Þau eru um 15 cm á lengd, 12,5 cm að þvermáli og geta vegið allt að 1.350 g. Eftir að eggjunum hefur verið verpt tekur útungun um 40 daga. Helsta fæða strúta er gróður og halda þeir sig ofta...
Eru kakkalakkar hættulegir?
Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu. Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að koma...
Hvert er loðnasta dýr í heimi?
Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvað átt er við með loðinn, því hugtakið getur hvort tveggja vísað til lengdar hára og þéttleika þeirra. Í þessu svari er gengið út frá að verið sé að spyrja um hvaða dýr hefur þéttasta feldinn, það er að segja flest hár á hverja flatarmálseiningu. Samkv...
Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði?
Fyrir utan manninn eru háhyrningar einu náttúrulegu afræningjar reyðarhvala. Nokkur tilvik eru skráð þar sem háhyrningar hafa drepið unga steypireyði. Meðal annars urðu ljósmyndarar tímaritsins National Geographic vitni að því þegar hópur háhyrninga réðst á steypireyðarkálf sem var í fylgd með móður sinni og særðu...
Hvað er kjörþögli?
Upphaflega var spurningin svona: Getið þið frætt mig um hugtakið kjörþögli eða það að vera kjörþögull, hvert er enska orðið? Kjörþögli (e. selective mutism) er kvíðaröskun sem einkennist af því að barn sem kann að tala gerir það ekki við ákveðnar félagslegar aðstæður. Oftast lýsir kjörþögli sér þannig að barn se...
Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum?
Já, í ákveðnum skilningi er það vissulega hægt. Heilinn er ekki óbreytanlegur heldur mótast bæði gerð hans og virkni sökum þroska taugakerfisins og einstaklingsreynslu. Að læra af reynslunni felur í raun í sér að breyta því hvernig heilinn virkar, að endurforrita hann ef maður vill taka þannig til orða. Miðaldra k...