Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ál að finna í einhverjum matvælum?

Björn Sigurður Gunnarsson

Ál er málmur sem kemur víða fyrir náttúrulega í matvælum, en yfirleitt í mjög litlu magni. Þó getur teplantan safnað í sig töluverðu áli sem getur lekið frá telaufunum út í te við lögun. Í tei er álið þó bundið fjölfenólum og öðrum lífrænum sameindum sem draga úr upptöku þess í smáþörmum.

Í sum matvæli, svo sem ýmsar mjólkurvörur og unnar kornvörur, er stundum bætt aukefnum sem innihalda ál. Töluvert ál er að finna í lyftidufti og þess vegna geta bökunarvörur sem í hefur verið notað lyftiduft innihaldið ál. Einnig getur ál „lekið“ í matvæli úr umbúðum (t.d. álpappír) og eldhúsáhöldum (t.d. pottum, pönnum og hnífapörum), en talið er að tiltölulega lítið berist af áli á þennan hátt í matvæli. Sums staðar erlendis er ál notað til að fjarlægja örverur úr yfirborðsvatni ætluðu til drykkjar.

Neysla áls úr matvælum er talin vera frá 2-10 mg á mann á dag. Ekki er ljóst hvort mannslíkaminn hafi einhverja þörf fyrir ál og er skortur ekki þekktur í mönnum. Í tveimur dýratilraunum hefur skortur verið framkallaður og hafa einkenni verið meðal annars skertur vöxtur.

Heilbrigðir einstaklingar ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af eitrun af völdum áls úr matvælum. Há inntaka sýrustillandi lyfja og verkjalyfja, sem innihalda oft mikið ál, getur þó verið varasöm fyrir viðkvæma einstaklinga, til dæmis með skerta nýrnastarfsemi. Eitrun er mjög sjaldgæf, en helstu eitrunareinkenni eru meðal annars áhrif á taugakerfi með talörðugleikum og ofskynjunum, sársauki í beinum og beinbrot.

Ál hefur verið nefnt sem mögulegur orsakavaldur Alzheimer-sjúkdómsins, en rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á orsakasamband þar á milli. Ál hefur einnig verið tengt öðrum sjúkdómum í taugakerfi, svo sem Parkinsonveiki og svonefndum Lou Gehrig-sjúkdómi, en þau tengsl eru enn sem komið er óljós og hafa ekki verið studd vísindalegum rökum.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

25.9.2002

Spyrjandi

Steinunn Björt Óttarrsdóttir
f. 1985

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er ál að finna í einhverjum matvælum?“ Vísindavefurinn, 25. september 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2731.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2002, 25. september). Er ál að finna í einhverjum matvælum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2731

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er ál að finna í einhverjum matvælum?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2731>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er ál að finna í einhverjum matvælum?
Ál er málmur sem kemur víða fyrir náttúrulega í matvælum, en yfirleitt í mjög litlu magni. Þó getur teplantan safnað í sig töluverðu áli sem getur lekið frá telaufunum út í te við lögun. Í tei er álið þó bundið fjölfenólum og öðrum lífrænum sameindum sem draga úr upptöku þess í smáþörmum.

Í sum matvæli, svo sem ýmsar mjólkurvörur og unnar kornvörur, er stundum bætt aukefnum sem innihalda ál. Töluvert ál er að finna í lyftidufti og þess vegna geta bökunarvörur sem í hefur verið notað lyftiduft innihaldið ál. Einnig getur ál „lekið“ í matvæli úr umbúðum (t.d. álpappír) og eldhúsáhöldum (t.d. pottum, pönnum og hnífapörum), en talið er að tiltölulega lítið berist af áli á þennan hátt í matvæli. Sums staðar erlendis er ál notað til að fjarlægja örverur úr yfirborðsvatni ætluðu til drykkjar.

Neysla áls úr matvælum er talin vera frá 2-10 mg á mann á dag. Ekki er ljóst hvort mannslíkaminn hafi einhverja þörf fyrir ál og er skortur ekki þekktur í mönnum. Í tveimur dýratilraunum hefur skortur verið framkallaður og hafa einkenni verið meðal annars skertur vöxtur.

Heilbrigðir einstaklingar ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af eitrun af völdum áls úr matvælum. Há inntaka sýrustillandi lyfja og verkjalyfja, sem innihalda oft mikið ál, getur þó verið varasöm fyrir viðkvæma einstaklinga, til dæmis með skerta nýrnastarfsemi. Eitrun er mjög sjaldgæf, en helstu eitrunareinkenni eru meðal annars áhrif á taugakerfi með talörðugleikum og ofskynjunum, sársauki í beinum og beinbrot.

Ál hefur verið nefnt sem mögulegur orsakavaldur Alzheimer-sjúkdómsins, en rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á orsakasamband þar á milli. Ál hefur einnig verið tengt öðrum sjúkdómum í taugakerfi, svo sem Parkinsonveiki og svonefndum Lou Gehrig-sjúkdómi, en þau tengsl eru enn sem komið er óljós og hafa ekki verið studd vísindalegum rökum.

...