Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8 svör fundust
Hvað eru E-efni sem notuð eru í matvæli og hvers vegna heita þau þessu nafni?
E-efni, öðru nafni aukefni, eru fjölbreytilegur hópur efna sem eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á ýmsa eiginleika þeirra, svo sem lit, lykt, bragð, útlit, geymsluþol og fleira. Mörg aukefni auka því gæði og stöðugleika vörunnar og minnka líkur á að matvæli skemmist. Aukefni eru rannsökuð með...
Hvar getur maður fundið nánari skilgreiningu á E-efnum, til dæmis E 440, E 330, E 104, hvað þau innihalda nákvæmlega?
E-efni eða aukefni eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á bragð, lit, geymsluþol og fleira. Aukefnum eru gefin E-númer þegar vísindanefnd Evrópusambandsins (ESB) hefur viðurkennt efnin og ESB sett samræmdar reglur um notkun þeirra. E-merking aukefna er því trygging fyrir því að fjallað hefur verið u...
Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?
MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....
Er ál að finna í einhverjum matvælum?
Ál er málmur sem kemur víða fyrir náttúrulega í matvælum, en yfirleitt í mjög litlu magni. Þó getur teplantan safnað í sig töluverðu áli sem getur lekið frá telaufunum út í te við lögun. Í tei er álið þó bundið fjölfenólum og öðrum lífrænum sameindum sem draga úr upptöku þess í smáþörmum. Í sum matvæli, svo se...
Er hægt að rannsaka hvort maður er með ofnæmi fyrir aukefnum í mat?
Svonefnt aukefnaóþol fyrir íblöndunarefnum í matvælum hefur lengi verið ágreiningsefni meðal lækna. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var mikið skrifað um óþol fyrir þessum efnum, en þegar tvíblind þolpróf voru gerð fyrir einstökum aukefnum var niðurstaðan sú að innan við 1% af fólki væri með aukefnaóþol. T...
Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?
Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður...
Hvað eru erfðabreytt matvæli? Hvaða áhrif hafa þau á daglegt líf okkar og eru þau með einhverjum hætti skaðleg?
Erfðabreytt kallast matvæli framleidd úr lífverum, sem breytt hefur verið lítillega með utanaðkomandi erfðaefni. Mikill meirihluti þeirra eru nytjaplöntur og afurðir þeirra. Erfðabreytingarnar hafa einkum beinst að aukinni framleiðslu með því að gera plönturnar ónæmar fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum. Mes...
Er nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu og í hvaða fæðutegundum er hann?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í hvaða fæði er fosfór öðru en mjólkuvörum, er ekki nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu? Fosfór (e. phosphorus=P) er frumefni í flokki málmleysingja. Það er mjög algengt í náttúrunni en kemur þó ekki fyrir þar sem hreint efni vegna þess hversu hvarfgjarnt það er. Það finn...