Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig næra strútar nýfædda unga sína? En dúfur?

Jón Már Halldórsson




Strútar (Struthio camelus) eru stærstu núlifandi fuglar heims og egg þeirra stærstu egg sem þekkt eru meðal núlifandi fugla. Þau eru um 15 cm á lengd, 12,5 cm að þvermáli og geta vegið allt að 1.350 g. Eftir að eggjunum hefur verið verpt tekur útungun um 40 daga. Helsta fæða strúta er gróður og halda þeir sig oftast í misstórum hjörðum í samfloti við önnur gresjudýr. Strútar geta leitað í hræ eða aðrar dýraafurðir ef slíkt er á vegi þeirra en þess konar fæða er minnihlutinn af venjulegri fæðu strúta.

Ungarnir byrja ekki að éta strax heldur lifa á forðanæringu fyrstu vikuna en byrja síðan fljótlega að bíta gras. Þegar strútsungar eru orðnir mánaðargamlir geta þeir haldið í við fullorðna fugla. Strútar eru því nokkuð bráðþroska og laga sig þannig að þeim aðstæðum sem þeir lifa við í Afríku þar sem fjölmörg rándýr er að finna. Hreiðurkærir fuglar sem lifa við sömu aðstæður og strútar, yrðu mjög auðveld bráð.

Nánar má lesa um strúta hér á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið í lok svarsins.

Andstætt strútsungum eru dúfnaungar hreiðurkærir; halda lengi til í hreiðrinu. Fæðan sem dúfnaforeldrarnir æla ofan í unga sína er nokkurs konar mjólk eða drafli sem þeir framleiða sjálfir úr veggjum sarpsins á útungunartímanum. Dúfur og flamingóar eru einu fuglarnir sem framleiða slíka mjólk og kemur hormónið prólaktín þessari framleiðslu af stað í dúfunum líkt og hjá spendýrum.

Rannsóknir á dúfnamjólk hafa leitt í ljós að hún hefur svipað næringargildi og spendýramjólk þegar tekið er tillit til þátta eins og próteininnihalds, vítamína, fitu og steinefna, en kalsíum og fosfór eru þar þó í miklu minni mæli en í spendýramjólk. Bæði kynin framleiða mjólkina.

Mynd: Wilderness-safaris.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.6.2003

Spyrjandi

Bergljót Aðalsteinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig næra strútar nýfædda unga sína? En dúfur?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3536.

Jón Már Halldórsson. (2003, 27. júní). Hvernig næra strútar nýfædda unga sína? En dúfur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3536

Jón Már Halldórsson. „Hvernig næra strútar nýfædda unga sína? En dúfur?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3536>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig næra strútar nýfædda unga sína? En dúfur?



Strútar (Struthio camelus) eru stærstu núlifandi fuglar heims og egg þeirra stærstu egg sem þekkt eru meðal núlifandi fugla. Þau eru um 15 cm á lengd, 12,5 cm að þvermáli og geta vegið allt að 1.350 g. Eftir að eggjunum hefur verið verpt tekur útungun um 40 daga. Helsta fæða strúta er gróður og halda þeir sig oftast í misstórum hjörðum í samfloti við önnur gresjudýr. Strútar geta leitað í hræ eða aðrar dýraafurðir ef slíkt er á vegi þeirra en þess konar fæða er minnihlutinn af venjulegri fæðu strúta.

Ungarnir byrja ekki að éta strax heldur lifa á forðanæringu fyrstu vikuna en byrja síðan fljótlega að bíta gras. Þegar strútsungar eru orðnir mánaðargamlir geta þeir haldið í við fullorðna fugla. Strútar eru því nokkuð bráðþroska og laga sig þannig að þeim aðstæðum sem þeir lifa við í Afríku þar sem fjölmörg rándýr er að finna. Hreiðurkærir fuglar sem lifa við sömu aðstæður og strútar, yrðu mjög auðveld bráð.

Nánar má lesa um strúta hér á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið í lok svarsins.

Andstætt strútsungum eru dúfnaungar hreiðurkærir; halda lengi til í hreiðrinu. Fæðan sem dúfnaforeldrarnir æla ofan í unga sína er nokkurs konar mjólk eða drafli sem þeir framleiða sjálfir úr veggjum sarpsins á útungunartímanum. Dúfur og flamingóar eru einu fuglarnir sem framleiða slíka mjólk og kemur hormónið prólaktín þessari framleiðslu af stað í dúfunum líkt og hjá spendýrum.

Rannsóknir á dúfnamjólk hafa leitt í ljós að hún hefur svipað næringargildi og spendýramjólk þegar tekið er tillit til þátta eins og próteininnihalds, vítamína, fitu og steinefna, en kalsíum og fosfór eru þar þó í miklu minni mæli en í spendýramjólk. Bæði kynin framleiða mjólkina.

Mynd: Wilderness-safaris.com...