Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 920 svör fundust
Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?
Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...
Hvað eru kristileg gildi og hver er munurinn á þeim og gildum annarra trúarbragða?
Þegar ræða á hver sé munurinn á kristilegum gildum og gildum annarra trúarbragða vakna ýmsar aðrar spurningar. Hvað eru kristileg gildi? Eru til einhver sérstök kristileg gildi? Eru þau frábrugðin gildum annarra trúarbragða? Í viðleitni okkar til að svara þessum spurningum er gott að hafa hugfast að siðakenning...
Hvað getið þið sagt mér um geimfarið Rosetta?
Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og komst á braut um halastjörnuna þann 6. ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014. Það verður í f...
Hvað getið þið sagt mér um Alfred Wegener?
Alfred Wegener fæddist í Berlín 1880 og nam stjörnufræði og veðurfræði við háskóla þar í borg. Doktorsritgerð hans var um stjörnufræði, en af ýmsum ástæðum kaus hann að helga sig veðurfræðinni frekar, meðal annars vegna áhuga síns á líkamsrækt, útivist og ferðalögum, einkum á norðlægum slóðum. Hann kannaði lofthjú...
Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti?
Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae), eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hafa allir broddgeltir brodda? Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europeus) tilheyrir ættkvísl skógarbroddgalta (Erinaceus), sem er ...
Hver var Carl Gustav Jung?
Carl Gustav Jung (26. júlí 1875 − 6. júní 1961) var svissneskur geðlæknir og faðir svonefndrar greiningarsálfræði (þ. Analytische Psychologie) sem er meiður af sálgreiningarstefnunni. Hann hefur verið nefndur „best varðveitta leyndarmál sálfræðinnar”, „Darwin sálfræðinnar“, „dulhyggjumaður” og “hinn aríski K...
Hver er Wolfgang Edelstein og hvað hefur hann lagt af mörkum til menntavísinda og skólamála hér á landi?
Wolfgang Edelstein er fæddur í Freiburg í Þýskalandi 15. júní 1929. Faðir hans, dr. Heinz Edelstein (1902–1959), var tónlistarmaður og stofnandi Barnamúsíkskólans í Reykjavík. Móðir Wolfgangs, Charlotte Teresa Edelstein (1904–1997), var hagfræðingur að mennt. Wolfgang, sem er af gyðingaættum, flúði með fjölskyldu ...
Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum árið 2014?
Árið 2014 var birt 431 svar við spurningum á Vísindavefnum. Sú tala segir þó ekki allt um það hversu mörgum spurningum var svarað það árið. Oft spyrja notendur Vísindavefsins spurninga sem ekki er til birt svar við á Vísindavefnum. En svarið er kannski að finna í öðru svari um skylt efni. Þá senda starfsmenn ve...
Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun?
Hubble-geimsjónaukinn er svonefndur Cassegrain-spegilsjónauki (tveir speglar) af Ritchey-Chrétien gerð, rétt eins og flestir stærstu stjörnusjónaukar heims. Í Ritchey-Chrétien sjónaukum eins og Hubble eru safnspegillinn og aukaspegillinn báðir breiðbogalaga (e. hyperbolic). Í þeim myndast hvorki hjúpskekkja (e. co...
Náði Hitler að ráðast inn í Moskvu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um innrás Hitlers í Moskvu? Í bók sinni og pólitískri stefnuyfirlýsingu Mein Kampf (Baráttan mín) hafði Hitler gefið út að til þess að þýska ríkið gæti dafnað og þrifist þá þyrfti það að stækka. Til þess horfði hann til Austur-Evrópu. Hitler leit svo...
Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðssyni árið 1944?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðsyni t.d fyrir heimili (1944)? Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar árið 2011 og 50 ár frá stofnun Seðlabanka Íslands stóð Myntsafn Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafn í samvinnu við Myntsafnarafélag Ísl...
Hvað er svona merkilegt við árið 1918?
Enginn vafi leikur á því hvað Evrópubúum fyrir hundrað árum fannst merkilegast við árið 1918. Það var að í árslok ríkti loks friður milli stórveldanna. Í áramótahugvekju blaðsins Ísafoldar í janúarbyrjun 1919 mátti lesa þessi orð: Árið 1918 mun jafnan verða talið með merkustu árum veraldarsögunnar fyrir þæ...
Er áfengi krabbameinsvaldandi?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „já, áfengi hefur þekkt krabbameinsvaldandi áhrif hjá mönnum.“ Áfengi inniheldur etanól sem veldur tímabundinni vímu og er þar af leiðandi vinsælt til neyslu meðal þeirra sem sækjast eftir vímuáhrifum. Eftir að hafa drukkið áfengi fær etanól greiða leið inn í ...
Hvað getur þú sagt mér um Felix Mendelssohn?
Felix Mendelssohn (1809-47) var eitt mesta undrabarn tónlistarsögunnar. Hann samdi ótrúlegt magn tónverka á unga aldri, sextán ára hafði hann til dæmis samið fjórtán sinfóníur fyrir strengi og eina fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Mendelssohn var af einni auðugustu gyðingaætt Berlínar. Moses afi hans var meða...
Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?
Rapptónlist barst afar seint til Íslands, ólíkt til að mynda íslensku dauðarokki, sem skaut rótum nánast samhliða viðlíka hræringum erlendis. Það er velþekkt staðreynd að pönkið kom seint til Íslands; hér sprakk það út 1981 en hafði þá verið í fullum gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum fjórum árum fyrr. Íslenska ra...