Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 987 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Tröllaskagi þessu nafni?

Skaginn mikli milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar gengur undir nafninu Tröllaskagi á seinni tímum en nafnið er ekki ýkja gamalt. Merkilegt er að bæði Tröllaskagi og Flateyjarskagi hafa ekki haft sérstök nöfn frá fornu fari. Nafn Flateyjarskaga er raunar ekki nema nokkurra áratuga gamalt en nafn Tröllaskaga talsvert ...

category-iconHeimspeki

Hver var Lao Tse og var hann í raun og veru til?

Samkvæmt kínverskri sagna- og heimspekihefð var Laozi 老子 (aðrar algengar umritanir: Lao Zi, Lao-Tzu, Lao-Tze, Lao Tse, og fleiri) forsprakki skóla daoista (daojia 道家) og höfundur bókarinnar Daodejing (önnur umritun: Tao te ching) 道德經 sem á íslensku hefur verið þýdd ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er þrumuveður sjaldgæfara á Íslandi en í öðrum löndum?

Vegna þess að stöðugleiki lofts er meiri hér á landi heldur en á suðurslóðum. Stöðugleiki er mælkvarði á tregðu lofts til að hreyfast lóðrétt. Því meiri sem stöðugleikinn er því tregara er loftið til uppstreymis. Þrumuveður myndast í stórum skúra- eða éljaklökkum sem oft eru þá kallaðir þrumuklakkar eða þrumusk...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er vind- og sólarorka?

Vind- og sólarorka eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í endurnýjanlegum orkulindum. Með endurnýjanlegri orkulind er átt við orkulind sem helst í jafnvægi af náttúrunnar hendi. Þegar orka er hagnýtt úr lindinni þá endurnýjar hún sig og rennur því ekki til þurrðar. Vind- og sólarorka eiga upptök sín í ...

category-iconJarðvísindi

Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Þorleifur Einarsson fæddist í Reykjavík árið 1931 og lést í Þýskalandi 1999. Þorleifur lærði jarðfræði í Þýskalandi á 6. áratug 20. aldar. Í háskólanámi sínu lagði hann áherslur á almenna jarðfræði, jarðlagafræði og jarðsögu með sérstakri áherslu á áhrif ísaldar á eldvirkni og veðurfarsbreytingar og áhrif þeir...

category-iconUmhverfismál

Er það satt að plasteyjur, miklu stærri en Ísland, fljóti um heimshöfin?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvað getið þið sagt mér um ruslaeyjur Kyrrahafsins? Hvað getið þið sagt mér um plasteyjuna í Kyrrahafinu? Er hún til og er hún 14 sinnum stærri en Ísland? Það er satt að svokallaðar „plasteyjur“ fljóti um heimshöfin. Reyndar er ekki um að ræða eyjur í orðsins fyllst...

category-iconLandafræði

Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?

Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er skata í útrýmingarhættu?

Í heild er spurningin svona:Góðan dag. Langar að vita hvort skatan sé í útrýmingarhættu. Við erum að vinna ERASMUS+ verkefni í Hraunvallaskóla með skólum um víða Evrópu og þurfum að finna dýr sem er í útrýmingarhættu á eða við Ísland. Höfum séð á Netinu - en kannski ekki á öruggum síðum. Því spyrjum við, stemmir þ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Aðalheiður Guðmundsdóttir stundað?

Aðalheiður Guðmundsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan íslenskra fræða og hefur hún meðal annars fengist við rannsóknir á handritum, frásagnarfræði, fornaldarsögum, riddarasögum og rímum. Doktorsrannsókn Aðalheiður fjallaði um Úlfhams ...

category-iconStjórnmálafræði

Hverjar voru orsakir Kóreustríðsins?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað orsakaði Kóreustríðið? (Hvers vegna braust stríðið út?) Ekki eru allir á einu máli um hvað réð mestu um upphaf Kóreustríðsins en hægt er að rekja það til samspils fjögurra meginþátta:Yfirráða Japana í Kóreu á árunum 1910-1945;Hugmyndafræðilegs ágreinings Sovétríkjanna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sverige er íslenskað Svíþjóð. Hvernig kemur „þjóð“ inn í þetta - og hvenær? Eru til eldri þýðingar? Orðið þjóð er allajafna haft um tiltekinn hóp fólks sem síðan má afmarka nánar eftir atvikum. Það er því sannarlega sérstakt að orðið Svíþjóð sé haft um sjálft landsvæðið þ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?

Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld. Rauðasandur er ein mesta sk...

category-iconJarðvísindi

Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?

Úti í heimi finnast nokkrar tegundir svokallaðra eldmaura. Í Evrópu finnst tegundin Myrmica rubra og er hún stundum nefnd evrópskir eldmaurar (e. European fireants eða Common red ants). Útbreiðsla tegundarinnar er aðallega á norðlægum svæðum í Evrópu og austur eftir Asíu[1] en hún hefur dreifst víðar um jörðina me...

category-iconVeðurfræði

Af hverju hefur hlýnandi loftslag þau áhrif að úrhellisrigning verður algengari?

Fyrir réttum tveim öldum (árið 1824) birti franski verkfræðingurinn Sadi Carnot (1796–1832) grundvallarrit um varmavélar og það afl sem fá má úr eldi (Réflexions sur la puissance motrice du feu et sur les machines propres à développer cette puissance).[1] Þetta rit lagði grunninn að nútíma varmafræði og á grund...

Fleiri niðurstöður