Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1471 svör fundust
Hvað eru smástirni?
Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...
Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?Hvar er hægt að nálgast þær?Eru apókrýfar bækur Biblíunnar bannaðar af sumum kirkjudeildum en ekki öðrum? Hugtakið apókrýfur er notað í dag í biblíuvísindum og almennum trúarbragðafræðum um rit sem mynda hluta af rituðum trúararfi hinna fjö...
Var Betlehemstjarnan raunverulega til?
Betlehemstjarnan er dularfullt tákn og hún hefur valdið stjörnufræðingum, sagnfræðingum og guðfræðingum miklum heilabrotum í tæp tvö árþúsund. Í þessu svari ætlum við skoða fjóra möguleika:Stjarnan var einstakt tilvik, hún hafði aldrei sést áður og hefur ekki sést síðan. Guð lét hana birtast til að opinbera fæð...
Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...
Hvers konar þekking er öruggust?
Eins og fram kemur í svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvað er þekking? er orðið „þekking“ margrætt og þar að auki er umdeilt meðal þekkingarfræðinga (það er heimspekinga sem fjalla um eðli og uppsprettur þekkingar) hvernig eigi að skilgreina hugtakið og hversu margar gerðir þekkingar eru. Sum...
Hver var Tacitus og hvað gerði hann merkilegt?
Publius Cornelius Tacitus er gjarnan talinn mestur rómverskra sagnaritara. Um ævi hans er ýmislegt vitað en þó afar lítið með vissu og meira að segja leikur vafi á hvort hann hét Publius eða Gaius. Hann fæddist um árið 55 að öllum líkindum í Gallíu en hlaut menntun sína í Róm. Sitthvað er vitað um stjórnmálaferil ...
Hvaða áhrif hefur það á líkamann að fasta?
Það kallast fasta þegar valið er að sneiða hjá mat í lengri eða skemmri tíma. Áhrif föstu á mannslíkamann fara eftir því hve lengi samfelld fasta varir. Átta klukkutímum frá því að síðustu máltíðar er neytt hefur líkaminn lokið meltingu fæðunnar og upptöku næringarefna úr henni. Þá er hann kominn í föstuástand. ...
Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?
Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...
Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...
Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?
Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...
Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?
Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...
Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?
Kynlitningar eru, eins og nafnið bendir til, litningar sem ákvarða kynferði. Strax á fyrstu árum 20. aldar, eftir að erfðalögmál Mendels höfðu verið grafin úr gleymsku og athuganir á litningum fóru í vöxt, urðu menn þess varir að að litningamengi kynjanna eru ekki alveg eins. Athuganir á skordýrum sýndu til dæmis ...
Hvernig myndast svarthol í geimnum?
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Slík svarthol verða til er kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Stór svarthol geta einnig myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi kunna lítil svarthol að hafa orðið til í Mi...
Er hollt að stunda kynlíf?
Kynlíf er heilsusamlegt svo framarlega sem það byggist á eðlilegum samskiptum, er tilfinningalega gefandi, er innan þeirra marka sem einstaklingurinn setur sér og skaðar hann ekki á nokkurn hátt andlega né líkamlega. Að lifa heilbrigðu kynlífi felur í sér að einstaklingurinn finnur fyrir andlegri og líkamlegri ve...
Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás?
Í dag, 22. ágúst árið 2000, var birting í Reykjavík klukkan 4:42 og sólarupprás klukkan 5:41. Báðar þessar tímasetningar færast núna um 3-4 mínútur á dag fram eftir morgninum. Sólarlag verður klukkan 21:18 og myrkur klukkan 22:16. Þær tímasetningar færast ívið hraðar núna eða yfirleitt um 4 mínútur á dag aftu...