Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1093 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?

Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?

Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...

category-iconBókmenntir og listir

Voru einhver fræg kventónskáld á 19. öld?

Það ævagamla sjónarmið var sem fyrr ríkjandi á 19. öld að hljóðfæraleikur væri konum til prýði svo framarlega sem þær iðkuðu slíka list einungis innan veggja heimilisins. Fordómar feðraveldisins gerðu flestum konum ókleift að hafa hljóðfæraleik að lífsstarfi og enn minni trú höfðu menn á getu þeirra til að stunda ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða maurategundir hafa fundist hér á landi en ekki náð fótfestu?

Tæplega 20 tegundir maura hafa fundist hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu; húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Um þessar tegundir er fjallað í svari við spurningunni Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi? Í þessu svari er sagt frá nokkrum tegundum sem hafa fundist...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan kom nafnið Móna Lísa á málverkinu eftir Leonardó da Vinci?

Það er mjög einföld skýring á því hvaðan heitið Mona Lisa kemur. Nafngiftin birtist fyrst á prenti árið 1550, í riti ítalska listamannsins Giorgio Vasaris (1511-1574) um ævisögur listamanna. Í kafla um Leonardó da Vinci segir þetta: Prese Lionardo a fare per Francesco del Giocondo il ritratto di Mona Lisa s...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?

Brúnó fæddist árið 1548 í Nola, nálægt Napólí á Ítalíu, sonur atvinnuhermanns sem hét Giovanni Brúnó, og konu hans Savolinnu. Hann var skírður Filippo og var síðar kallaður „il Nolano" eftir fæðingarstað sínum. Árið 1562 fór Brúnó, þá 14 ára í skóla til Napólí og lærði þar húmanísk fræði, rökfræði og rökræðulist. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Émile Zola og hvert var framlag hans til bókmenntanna?

Franski rithöfundurinn Émile Zola fæddist í París árið 1840. Móðir hans var frönsk og faðir hans var byggingarverkfræðingur af ítölskum ættum. Zola eyddi bernskuárunum í borginni Aix–en–Provence í suðurhluta Frakklands. Þar vann faðir hans að vatnsveitumálum og við stífluhönnun en vatn var af skorn...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með umframbyrði skatta?

Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er svarthol?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er orsakalögmálið algilt? Hvernig verkar til dæmis óvissulögmál Heisenbergs?

Vísindamenn ganga yfirleitt út frá því að orsakalögmálið sé algilt. Við trúum því að sömu orsakir leiði alltaf til sömu afleiðingar og við ályktum oft um orsakir út frá afleiðingum sem við sjáum. Við tökum líka með varúð öllu sem fyrir ber ef það á sér ekki orsakir sem við þekkjum eða skiljum. Óvissulögmál Heisenb...

category-iconHeimspeki

Hver er erfiðasta spurningin í heiminum?

Ég geri ráð fyrir að þú sért að velta fyrir þér hvaða einstök spurning af öllum þeim, sem menn hafa raunverulega glímt við, sé erfiðust (hvað sem það nú þýðir!). En það má líka hugleiða almennt og heimspekilega, hvaða spurning er eða gæti verið erfiðust. Fyrst skulum við snúa okkur að því, hvaða spurningar hafa...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver skírði stjörnurnar og hvernig fór hann að, því að þær eru svo margar?

Í fornöld litu menn upp í himinninn og greindu þar ýmsar stjörnur. Þessum stjörnum gáfu þeir nöfn úr umhverfi sínu eða nefndu þær eftir verum úr goðafræði sinni. Á síðari öldum þegar stjörnusjónaukar urðu betri sífellt og fleiri stjörnur uppgötvuðust varð að koma á skipulagðara nafnakerfi. Ýmsir hafa safnað listum...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?

Ekki hefur tekist að finna neina eina skýringu á því hvers vegna fólk er samkynhneigt (eða gagnkynhneigt ef því er að skipta), enda hæpið að hægt sé að finna einhvern einn orsakaþátt til að útskýra jafn flókið og margþætt fyrirbæri og kynvitund og mannlegar þrár. Spurningin verður hinsvegar til í samfélagi gagnkyn...

category-iconLæknisfræði

Hvað er liðagigt og er hægt að lækna hana?

Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar en hann er talinn stafa af flóknu samspili erfða og umhverfisþátta. Liðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, o...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er munurinn á dadaisma, súrrealisma og absúrdisma?

Dadaismi og súrrealismi eiga það sameiginlegt að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í lífi og list og boða nýtt upphaf. Dadaisminn, sprottinn upp úr vitfirringu heimstyrjaldarinnar fyrri sem andsvar og endurspeglun í senn, telst vera undanfari hins síðarnefnda en gengur vissulega lengra og er að því leyti sjálfum sér s...

Fleiri niðurstöður