Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4381 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að ...

category-iconFélagsvísindi

Gátu karlar verið völvur á víkingaöld?

Öll spurningin hljóðaði svona: Gátu karlar verið völvur á víkingaöld? Ef ekki, af hverju? Kveðja, Arnar Ási og félagar hans í 5. bekk Vatnsendaskóla. Samkvæmt íslenskum miðaldabókmenntum var fólk talið fjölkunnugt, byggi það yfir þekkingu sem var ofar almennum skilningi, eða meintri kunnáttu til að hafa áhri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Halda hrafnar þing?

Orðið þing er meðal annars notað um fund og mannamót. Upphafleg merking orðsin er talin vera samkoma. Orðið hrafnaþing er haft um það þegar hrafnar flykkjast saman á jörðu niðri. Í yfirfærðri merkingu er síðan talað um mannamót sem hrafnaþing. Kunn er sú þjóðsaga að hrafnar haldi hrafnaþing á haustin og skipi ...

category-iconFélagsvísindi

Eiga skólar að sjá um uppeldi?

Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og einhver kynni að ætla í fyrstu. Í skólasamfélagi nútímans er lögð mikil áhersla á samvinnu heimilis og skóla. Jákvætt viðhorf foreldra og kennara til skóla og menntunar skilar sér í jákvæðara viðhorfi nemenda til náms og skólaumhverfisins. Þar sem mörg börn og un...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er átt við með stjórnarkreppu og hefur slíkt ástand áður ríkt á Íslandi?

Stjórnarkreppa er það kallað þegar afar erfiðlega gengur að koma saman þingmeirihluta sem styður ríkisstjórn. Þingmeirihluti er nauðsynlegur fyrir ríkisstjórnir í þingræðisríkjum því samkvæmt þingræðisreglunni verða ríkisstjórnir að njóta stuðnings meirihluta þingsins. Þingflokkar koma sér saman um hver fer með fr...

category-iconHeimspeki

Hver var Georges Bataille og hvert var framlag hans til fræðanna?

Georges Bataille var franskur rithöfundur og heimspekingur. Höfundarverk hans er sérkennileg, görótt og einkar forvitnileg blanda af bölsýni, lífsþorsta og óslökkvandi þörf fyrir að horfast hispurslaust í augu við veruleikann. Bataille fæddist 10. september 1897 í smábænum Billom í Auvergne í Mið-Frakklandi en ...

category-iconHagfræði

Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru Chandrasekhar-mörk?

Chandrasekhar-mörk eða Chandrasekhar-massi koma við sögu á lokaskeiðum stjörnuþróunar. Sé massi útbrunnins stjörnukjarna minni en Chandrasekhar-mörkin myndar hann hvítan dverg en sé hann meiri myndast nifteindastjarna eða svarthol. Chandrasekhar-massinn er um 1,4 sólarmassar. Í stjörnum eins og sólinni okka...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast fellingafjöll?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvernig myndaðist Everest-fjall?Saga hugmynda um tilurð fellingafjalla fléttast sögu jarðfræðinnar sjálfrar í 250 ár. Með framþróun jarðfræðikortlagningar á 19. öld var sýnt fram á það að í Ölpunum hefðu jarðlög flust langar leiðir lárétt og myndað svokallaðar „nappes“ ...

category-iconEfnafræði

Hvernig verður gler til?

Til að búa til glært gler á einfaldasta formi þarf að blanda saman við hátt hitastig, sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis. Þegar efnin eru hituð blandast þau saman á fljótandi formi og koltvíildi rýkur burt. Síðan er blandan snöggkæld og við það ná frumeindirnar ...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig virkar tölvumús?

Upprunalega spurningin var: Þegar maður er með geislamús og hreyfir músina þá hreyfist örin á skjánum líka. Hvernig virkar þessi geisli og er sama hvernig ljósaperan er á litinn? Tölvumús þjónar því hlutverki að færa bendil til á tölvuskjánum. Mýsnar voru vélrænar fram að síðustu aldamótum en síðan tóku "ljósk...

category-iconTölvunarfræði

Hver er munurinn á hub, switch og router fyrir tölvur?

Öll þessi tæki eru notuð til að tengja margar tölvur saman í netkerfi. Virkni tækjanna er þó mjög mismunandi. Í stuttu máli tengja hub (ísl. netald eða nöf) og switch (ísl. skiptir) tölvur saman á innra neti (e. local network) á meðan router (ísl. beinir) tengist Internetinu. Netald sendir öll samskipti á allar...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu?

Faðir vor er bænin sem Jesús kenndi okkur. Það er að finna á tveimur stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Fjallræðu Jesú í Matteusarguðspjalli, 6. kapitula, 9.-13. versi og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapitula, 2.-4. versi. Útgáfan í Fjallræðunni er sú sem er okkur töm. Þar kemur Faðir vor á efti...

category-iconHeimspeki

Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo fyrirferðarmiklar í sögunni?

Hugtökin einhyggja og tvíhyggja hafa verið notuð til að flokka heimspekilegar kenningar. Þær sem gera ráð fyrir að veruleikinn sé tvískiptur með einhverjum afgerandi hætti, þannig að um hina tvo hluta hans gildi gerólík lögmál, eru kenndar við tvíhyggju og þær sem hafna slíkri tvískiptingu eru einhyggjukenningar. ...

category-iconHugvísindi

Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?

Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mállýskum (íslensku, norsku) en sjaldgæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evrópumál úr norrænu,...

Fleiri niðurstöður