Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5927 svör fundust
Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?
Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...
Hvernig er HPV-smit greint og hverju skilar bólusetning gegn veirunni?
HPV-veirupróf er gert til að kanna hvort kona[1] hafi smitast af veiru sem á ensku kallast Human Papilloma Virus (HPV). Veiran hefur um 200 undirflokka og valda sumir þeirra góðkynja vörtum á kynfærum (e. condyloma), en um 15 tegundir þeirra geta leitt til þróunar á forstigsbreytingum og að lokum leghálskrabbamein...
Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því?
Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um kalda stríðið og vígbúnaðarkapphlaupið sem því fylgdi. Hér er reynt að svara þeim Kristborgu Ágústsdóttur, Davíð Sigurðarsyni, Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur, Einari Hafliðasyni, Ernu Valdísi Jónsdóttur, Söndru Guðmundsdóttur, Berglindi Þorsteinsdóttur, Jarþrúði Hólmdís...
Hvað er hlaupandi meðaltal, er það oft notað og hversu nákvæmt er það í spám sínum?
Hlaupandi meðaltal er þýðing á enska hugtakinu moving average. Það hefur einnig verið kallað hreyfið meðaltal og hreyfanlegt meðaltal. Með því er einfaldlega átt við meðaltal einhverrar tiltekinnar stærðar yfir tímabil með tiltekinni lengd, en upphaf tímabilsins færist hins vegar til. Sem dæmi má taka hagvöxt,...
Hvaða lög gilda um notkun mynda (ljósmynda/listaverka) þegar 70 ár eru liðin frá láti listamanns?
Um notkun á hugverkum, það er ljósmyndum, bókmenntum, listaverkum og þess háttar, gilda lög um höfundarétt nr. 73/1972. Vert er að gera sér grein fyrir því að réttur höfundar er í reynd tvíþættur. Annars vegar hefur höfundurinn venjulegan eignarrétt á hugverkinu sem hlut, þar á meðal rétt til að selja hlutinn ein...
Af hverju tóku Grikkir upp á því að trúa á grísku guðina?
Það er ekki gott að segja hvers vegna Grikkir tóku upp trú á grísku guðina en það var ekki meðvituð ákvörðun. Segja má að í ákveðnum skilningi hafi þeir þegar trúað á guðina sína frá því áður en þeir voru Grikkir. Til dæmis er nafn gríska guðsins Seifs (á grísku Zeus) komið af frumindóevrópska orðinu *Dyews sem va...
Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...
Hvers vegna daprast sjónin hjá fólki sem fær hreint súrefni til innöndunar?
Aftansteinstrefjun (retrolental fibroplasia) er algengasti fylgikvilli innöndunar á súrefni í háum styrkleika. Aftansteinstrefjun kallast augnsjúkdómur sem einkum sést meðal fyrirbura sem þurfa á aukinni súrefnisgjöf að halda fyrstu daga eða vikur eftir fæðingu. Aukinn súrefnisstyrkur í blóði stöðvar vöxt æða í sj...
Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife?
Við söfnum á okkur aukakílóum ef jafnvægið í orkuneyslu og orkubrennslu líkamans riðlast. Ef við borðum meira en við brennum, þá fitnum við. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. Aukakíló og offita er vaxandi vandamál en það er líka mikið gert til þess að bjóða fólki upp á leið...
Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?
Næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, nánar tiltekið í Helluhólma í Héraðsvötnum. Helluhólmar eru raunar ekki til lengur en farvegur Héraðsvatna breyttist um 1800. Kona að nafni Ingibjörg Jónsdóttir hafði verið fundin sek og dæmd til dauða vegna dulsmáls, það er fætt barn á laun. Ing...
Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?
Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn. Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu Upprun...
Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?
Í Sýrlandsstríðinu eru engir „vondir“ eða „góðir“ kallar. Átökin í Sýrlandi, sem byrjuðu árið 2011, hafa lengi verið á því stigi og eru þess eðlis að það er ekki lengur hægt að gera skýran greinarmun á hvar skilin á milli góðs og ills liggja. Þetta er ekki svart/hvítt stríð heldur hafa þessi átök verið á mörgum gr...
Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?
Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...
Hvað er sjaría eða sjaríalög?
Sjaría er lagakerfi íslam. Þetta viðamikla kerfi er samansett úr Kóraninum, helgibók múslima og Súnna, ritsafni sem inniheldur fordæmi og túlkun Múhameðs, helsta spámanns íslam sem uppi var á 7. öld. Til viðbótar eru svo túlkunanir og útleggingar síðari tíma manna sem hefur verið safnað saman í fjóra víðamikla lag...
Hvað varð um „frú klukku“?
Ekki er víst að allir lesendur þessa svars þekki „frú klukku“. Það var í raun símanúmer sem las upp hvað klukkan var þegar hringt var í það. Lengi vel voru það raddir kvenna sem sögðu hvað tímanum liði en síðustu árin var það karlmannsrödd, þannig að „herra klukka“ var kannski réttnefni undir lokin. Áratugum s...