Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1499 svör fundust
Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?
David Ricardo var hagfræðingur og kaupsýslumaður. Hann fæddist í Lundúnum vorið 1772 og dó haustið árið 1823 á sveitasetri sínu. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, Thomas Malthus og John Stuart Mill.1 Ricardo var af gyðingaættum. Faðir hans, Abraham Ricardo, flutti...
Hefði Bjartur í Sumarhúsum mátt kvænast Ástu Sóllilju að þeirra tíma lögum?
Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness kom út árin 1934–1935 og má ætla að hún gerist næstu tvo eða þrjá áratugi á undan. Rósa, fyrri kona Bjarts í Sumarhúsum, viðurkenndi ekki að hún hefði nokkru sinni verið með öðrum manni. Bjartur trúði því mátulega, sé tekið mið af því að þegar hann bjóst til ...
Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?
Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna. Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðb...
Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?
Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins og þannig er meira vitað um orsakir þess en nokkurs annars krabbameins. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smáfrumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirtilmyndandi krabbamein.[1][2] Í íslenskri rannsókn á 105 sjúkling...
Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir?
Spurningin var upphaflega: Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir og má eiga þær á Íslandi þrátt fyrir gjaldeyrishöftin? Hver er munurinn á rafmynt eins og bitcoin og venjulegum peningum? Tæknin sem rafmyntir byggja á er oft kennd við ‘blockchain’ á ensku. Engin íslensk þýðing á þessu hugtaki hefur ná...
Hvað er markhyggja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er markhyggja? Hvenær og af hverju varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? Markhyggja er í grófum dráttum hver sú kenning sem beitir tilgangsskýringum. Tilgangsskýringar eru útskýringarnar sem vísa til tilgangs eða ætlunar sem þáttar í orsakasamhengi. Þá er það sem...
Er það satt að maður fái mjó læri ef maður drekkur mikið te?
Þessari spurningu er auðsvarað með einföldu nei-i. Við fjöllum hér stuttlega um hagnýt atriði við stjórnun líkamsþyngdar til fróðleiks og síðan um hvernig misskilningurinn um te og mjó læri kann að vera til kominn. Þessar fínu frúr vita að stöðug tedrykkja minnkar ekki ummál læranna. Rétt mataræði og líkamsrækt...
Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?
Svarið er í stuttu máli: Engar - ef miðað er við alla tónlist mannkynsins. Reglur hafa orðið til og þróast um tónlist í ákveðnum samfélögum á tilteknum skeiðum. Einstök tónskáld eða hópar þeirra hafa sett sér reglur og tónskáld setja sér jafnvel reglur um einstök verk. En almennar reglur sem gildi um alla tónlist ...
Er til algilt líkan til að spá fyrir um verðbólgu?
Það er ekki neitt til sem kalla má algilt líkan til að spá verðbólgu ef með því er átt við að líkanið spái fullkomlega rétt fyrir um verðþróun. Raunar er það eðli allra líkana, jafnt í hagfræði sem öðrum vísindagreinum, að þau eru einföldun á raunveruleikanum og geta því ekki lýst honum fullkomlega. Að öðru jö...
Hvaða ástæða er fyrir því að fallið e í veldinu (-x^2/2) er óheildanlegt fall?
Í raun er ekki rétt orðað hjá spyrjanda að $e$ í veldinu $\frac{-x^2}{2}$ eða $exp( \frac{-x^2}{2})$ sé óheildanlegt fall. Hins vegar er ekki hægt að skrifa stofnfall þess á endanlegu formi með margliðum, hornaföllum, veldisföllum eða blöndum af þeim. Upphaflega var spurningin:Nú er fallið e í veldinu (-x2)/2 ó...
Hvað er ljósvaki? Er hann til?
Ljósvaki var hugsaður sem bylgjuberi ljóss. Allt frá því að afstæðiskenning Einsteins öðlaðist almenna viðurkenningu í upphafi aldarinnar hefur eðlisfræðingum verið ljóst að ljósvakinn er ekki til. Eðlisfræðingar hafa lengi velt fyrir sér eðli ljóss. Á 17. öld settu Isaac Newton og Christian Huygens fra...
Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?
Hér er einnig svarað spurningu Þorsteins Kolbeinssonar, Eru til einhverjar sagnfræðilegar heimilidir fyrir því að Jesús Kristur hafi verið til og að frásögn Biblíunnar samræmist heimildum sagnfræðinnar? og spurningu Sveinbjörns Finnssonar Var Jesús til? Innan sagnfræði er hugtakið „heimild“ notað fremur en „sön...
Hvar eru upptök svartadauða?
Sjúkdómurinn sem nefndur er svartidauði, plága eða pest í mönnum er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim við náttúrulegar aðstæður. Þar lifir hún góðu lífi í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Smitaðar flær gegna lykilhlutverk...
Er það rétt að afkastageta tölva aukist þegar innra minni er stækkað?
Upphafleg spurning var svona: Ég hef heyrt að með því að stækka innra minni í tölvu þá aukist afkastagetan. Er þetta rétt? Eða á þetta eingöngu við þegar mörg forrit eru opin í einu og skiptir engu máli þegar verið er að vinna í einu forriti? Í afar stuttu máli sagt þá er þetta rétt. Meira minni eykur afkast...
Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland?
Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar. Tegundafjölbreytni háfiska er meiri undan suður- og vesturströnd landsins en fyrir norðan land og er ástæðan fyrir því sennilega sú að sjórinn er hlýrri fyrir sunnan landið. Hafsvæðið fyrir sunnan land er reyndar nyrstu útbreiðslumörk nok...