Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4558 svör fundust
Hvað heitir skaftið á sverði?
Hjalt (hvk), í fleirtölu hjölt, er þverstykkið ofan og neðan við meðalkaflann, handfangið, á sverði. Fyrir neðan neðra hjaltið tekur við brandurinn, sjálft sverðsblaðið. Orðið hjalt er gamalt og finnst í öllum eldri stigum germanskra mála. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:332-333) telur það komið...
Hvað er „þvara“ í orðasambandinu „að standa eins og þvara“?
Orðið þvara er haft um sköfu, yfirleitt með löngu skafti, eða stöng með blaði á til að hræra í potti. Orðasambandið að standa eins og þvara í merkingunni ‛hafast ekkert að, standa aðgerðarlaus’ þekkist frá því á 19. öld og vísar líklegast til þvöru sem hangir eða stendur ónotuð í eldhúsinu eða ofan í grautar...
Finnast kolvetni í mat?
Orðið kolvetni hefur verið notað um tvenns konar efnasambönd. Annars vegar um það sem á ensku heitir carbohydrate, kolhýdröt í máli efnafræðinga, og hins vegar það sem á ensku heitir hydrocarbon, sem efnafræðingar kalla kolvetni. Þessi mismunandi notkun á sér langa sögu. Tvö dæmi úr ritmálssafni Árnastofnunar v...
Ef þetta er spurning hvert er þá svarið?
Við skulum byrja á því að skoða orðið "þetta" í setningunni sem er skrifuð í spurningarreitinn. Í málfræðinni er "þetta" flokkað sem ábendingarfornafn og í málspekinni er talað um ábendingarorð (e. indexicals), samanber svör Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunum Hvenær er núna? og Hvað er þetta? Í báðum...
Hvað merkir hugtakið landslag?
Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...
Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?
Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...
Hver er uppruni orðsins skæðadrífa?
Elstu þekktu dæmi um orðið skæðadrífu sem merkir "mikil og þétt snjódrífa (í logni)" eru frá 18. öld. Forliðurinn gæti verið kominn af lýsingarorðinu skæður (ákafur) og merkingin þá áköf snjókoma. Líklegra er þó að forliðurinn sé sama orð og skæði sem getur merkt stórar snjóflyksur og líkingin þá dregin af tilsnið...
Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?
Orðasambandið að vera á mála hjá einhverjum er haft um það þegar maður er samningsbundinn til að vinna fyrir einhvern með því að vera hluti af liði hans. Í íþróttafréttum er þetta stundum notað um samninga leikmanna. Eiður Smári var á mála hjá Barcelona áður en hann gerði samning við Monaco. Orðið máli merkir a...
Er rangt að tala um að opna eða loka hurð?
Í málsfarsbanka Íslenskrar málstöðvar segir þetta um orðin dyr og hurð:Orðið dyr merkir op eða inngangur, t.d. inn í hús, herbergi eða bíl. Hurð er hins vegar einhvers konar fleki sem nota má til að loka opinu, innganginum.Við þetta er síðan bætt athugasemd um æskilegt málfar:Því er eðlilegt að tala um að opna og ...
Gæti grávaran askraki í Egils sögu verið það sama og astrakan?
Öll spurningin hljómaði svona:Hefur verið skoðað nánar, hvort grávaran sem nefnd er í Egils sögu og kölluð “askraki” (-ar) og Sigurður Nordal segir í formála sögunnar vera torskilið orð, (án þess að skýra það frekar), - sé etv. það sama og “astrakan” skinn (astrakan pels)? Miðaldra konur og eldri sem ég hef hitt, ...
Af hverju er latína enn notuð í líffærafræði?
Um þetta hefur verið fjallað á almennan hátt í svari við spurningunni Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði? og bendum við lesendum á að lesa það svar fyrst. Sömu ástæður og koma fram í því svari gilda um líffærafræðina. Þar er latína notuð í fyrsta lagi vegna þess að hún hefur verið notuð lengi ...
Af hverju eru urriðar í Veiðivötnum af sama stofni og urriðar í Þingvallavatni?
Þegar ísöld lauk fyrir tólf þúsund árum og jökulhellan hopaði, þá hélt urriðinn (Salmo trutta) norður á bóginn og nam land í aurvötnum sem mynduðust þegar jöklar bráðnuðu. Erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós að þetta landnám gerðist í tvennu lagi. Landris og aðrar jarðfræðilegar breytingar á landslagi hafa síða...
Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'?
Táknið '&' nefnist 'ampersand' á ensku. Við vitum hins vegar ekki til þess að það hafi fengið sérstakt heiti á íslensku, en ef til vill mætti nefna það 'og-merki'. Í ensku kemur það í staðinn fyrir orðið 'and' sem er einum staf lengra en íslenska orðið 'og', og þessi lengdarmunur kann að vera ein ástæðan til þes...
Hvernig skilgreinir maður hring?
Orðið hringur í íslensku hefur margar merkingar en spyrjandi er trúlega á höttunum eftir merkingu þess í stærðfræði. Hún er sem hér segir:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist miðja eða miðpunktur hringsins. Gefni pu...
Vaxa vatnsmelónur á trjám eða í jörðinni?
Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Vatnsmelónuplantan vex jarðlægt, og hefur vafningslegar greinar sem geta orðið allt að 10 metra langar. Vatnsmelónuplanta með stórar og þroskaðar melónur. Vatnsmelón...