Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 954 svör fundust
Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári?
Hellisheiðarvirkjun var gangsett haustið 2006 og þar var þá 90 MW rafstöð en þegar hún verður fullbúin á framkvæmdageta hennar að vera um 300 MW af rafmagni en hvert MW er milljón vött. Hugtakið vattstund (Wst) er notað yfir framleidda orku og er hún margfeldi tíma og afls; MWst er því að sama skapi milljón vattst...
Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?
Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku. Lilja er svokölluð heimssögudrápa þar sem höfundur færir okkur heimssögu kristninnar í bundnu máli frá sköpun heims og fram á dómsdag. Eins og aðrar drápur einkennist Lilja af kvæðaforminu sem skipti...
Er Jónsbók enn í gildi í íslenskum lögum?
Stutta svarið við þessari spurningu er: Rúmur tíundi hluti lögbókarinnar frá 1281, sem nefnd hefur verið Jónsbók, er enn í lagasafni Íslands. Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd á árunum 1262-4. Þjóðveldislögin giltu þá í landinu, það er Grágás. Konungur vildi skipta þeim lögum út fyrir eigin lögbók. Hann...
Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það?
Margir telja að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið sú fyrsta sem stóð undir nafninu tölva. Hún var smíðuð við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og var tekin í notkun árið 1946. Vinnslugeta hennar var á við lítinn vasareikni. Að baki því sem í dag heitir tölva liggur aldalöng þróun og ótal uppfinninga...
Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?
Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...
Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?
Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...
Átti David Hasselhoff einhvern þátt í falli Berlínarmúrsins eins og hann heldur sjálfur fram?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni Af hverju var Berlínarmúrinn reistur? er nokkuð erfitt að segja til um byggingarár múrsins. Frá því að verkið hófst árið 1961 og allt þar til árið 1975 voru gerðar stöðugar endurbætur á honum. Í áraraðir gat enginn flúið Austur-Berlín án þess að stofna lífi og limum í hæ...
Hvar og hvenær voru fyrstu lögin sett?
Fljótlega eftir að menn fóru að búa saman í samfélögum hafa fyrstu reglurnar tekið að mótast. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær þetta gerðist enda voru fyrstu reglurnar eflaust sjálfsprottnar og óformlegar. Eftir því sem samfélögin stækkuðu og urðu flóknari jókst þörfin fyrir skýrari reglur sem yrði fylg...
Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?
Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandarík...
Hver er Jane Goodall og hvert er hennar framlag til vísinda og fræða?
Fáir hafa unnið jafn ötullega að málefnum náttúru- og dýraverndar síðustu áratugina og vísindamaðurinn Jane Goodall. Áratugalangt starf hennar og samstarfsmanna við rannsóknir á simpönsum í Tansaníu veittu nýja innsýn í heim þessara dýra. Rannsóknirnar hafa meðal annars aukið skilning okkar á flóknu samskiptamynst...
Hvað er læknisfræðinám við Háskóla Íslands langt?
Fullmenntaður læknir á Íslandi hefur að baki 12-14 ára menntun og þjálfun, en jafnvel meira hafi hann lokið doktorsnámi. Formleg kennsla í læknisfræði hófst á Íslandi með stofnun Læknaskólans árið 1876. Læknadeild Háskóla Íslands var stofnuð um leið og skólinn sjálfur árið 1911 og síðan þá hafa yfir 2000 lækna...
Voru einhverjir krakkar á Þingvöllum 17. júní 1944?
17. júní 1944 er einn merkasti dagur í sögu Íslendinga. Þá var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Fjölmenni var saman komið þennan gleðiríka dag á Þingvöllum og víðar á landinu að fagna fengnu frelsi við endalok hartnær sjö alda skeiðs erlendra yfirráða. Þeir sem hafa séð myndir af hátíðinni á Þingvöllum t...
Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað?
Rósa Björk er sameindalíffræðingur á Landspítala. Auk þess að stunda vísindarannsóknir leiðir hún einnig rannsóknateymi þjónusturannsókna sem sér um stökkbreytingagreiningu ákveðinna gena í erfðaefni æxlisvefja. Niðurstöður slíkra rannsókna geta haft áhrif á meðferðatengt val krabbameinssjúklinga, ásamt því að get...
Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi?
Hugmyndin um réttindi dýra hefur verið á döfinni um allnokkurt skeið en ýmsir hugsuðir settu hana fram af fullum þunga seint á 20. öld. Spurningin er að sjálfsögðu mannmiðuð, það er spurt er frá sjónarhóli mannsins hvort dýr hafi réttindi gagnvart manninum. Lögmál náttúrunnar og líf dýra samkvæmt þeim er annað mál...
Hver voru helstu vopn víkinga og voru þeir bardagaglaðir?
Svo að byrjað sé á síðari spurningunni er orðið víkingur notað í tvenns konar merkingu í nútímamáli. Annars vegar voru víkingar karlmenn sem fóru í skipulegar ránsferðir suður um Evrópu, aðallega á níundu og tíundu öld, og lögðu stundum undir sig landsvæði. Þessir karlar höfðu það að atvinnu að berjast, meðan á ví...