Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja?
Yfirleitt er talað um að fyrsta kínverska ríkið hafi verið stofnað um 2100 f.Kr. Það gengur undir nafninu Xia (夏朝) en nánast ekkert er vitað um það. Menn greinir meira að segja á um hvort það var til eða ekki. Fyrsta kínverska ríkið sem beinar heimildir eru um er hið svokallaða Shang-ríki (商...
Hverjir voru Mayar og hvar bjuggu þeir?
Hugtakið Maya er notað um fjölda skyldra þjóða sem um langan aldur hafa byggt syðstu fylki Mexíkó, auk Gvatemala, Belís og nyrstu hluta Hondúras og El Salvador. Landsháttum má skipta í tvennt, láglendið í norðri í Mexíkó, Belís og Norður-Gvatemala er af kalksteini, sem risið hefur úr sjó, en fjalllendið í suðri er...
Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?
Ekki er að finna neinar vísbendingar í sköpunarsögu Lukku-Láka, sem til dæmis má lesa í Allt um Lukku-Láka, um að hann hafi verið til eða eigi sér ákveðna fyrirmynd. Hins vegar eiga fjölmargar aðrar persónur í Lukku-Lákabókunum sér beinar fyrirmyndir, annað hvort teknar beint úr sögu villta vestursins eða þekktar ...
Hvað þýðir „á öldum ljósvakans”?
Orðið ljósvaki er rakið til Jónasar Hallgrímssonar skálds. Hann notaði það fyrstur manna í þýðingu sinni Stjörnufræði eftir G. F. Ursin (Kaupmannahöfn 1842:9). Þar stendur (stafsetningu breytt): „Sumir halda ljósið streymi út úr hinum lýsendu líkömum; aftur halda sumir, það komi af skjálfta eður bylgjugangi í harð...
Hversu þungur er apaheili?
Heilar í öpum eru mismunandi þungir enda apar misstórir og misþróaðir. Mannapar sem eru skyldastir mönnum hafa langstærstu heilana. Simpansar eru með um 420 g heila, górilluapar með 465-540 g og órangútanapar með 380 g en þær tegundar sem teljast vanþróaðastar eða upprunalegastar eins og margir þróunarfræðingar...
Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni?
Heitið hringdúfa hefur sjálfsagt borist í málið úr dönsku því Danir nefna Columba palumbus 'ringdue'. Svíar kalla dúfuna 'ringduva' og Norðmenn 'ringdue'. Á þýsku er hún nefnd 'ringeltaube' og Hollendingar nota orðið 'houtduif'. Nafngiftin á hringdúfunni gæti verið tilkomin vegna þess að hún hefur hvítt hálfmán...
Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?
Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því a...
Hver var Hlöðver Hlöðversson keisari sem getið er um í Landnámu?
Í öðrum kafla Sturlubókar og Hauksbókar Landnámu er fundur Íslands tímasettur með tilvísun í samtímakónga, konunga á Norðurlöndum og á Englandi, en einnig páfann í Róm og keisara. Hlöðver Hlöðversson er „keisari fyrir norðan fjall“ en auk hans eru nefndir keisarar í Miklagarði. Hlöðver þessi er nú jafnan kallað...
Hvað er átt við með intraneti? Hver er munurinn á því og innra neti?
Internetið er oft kallað Alnetið á íslensku. Alnetið er samtenging margra neta um allan heim. Sú samtenging er byggð á IP-nettækninni, þar sem IP stendur fyrir Internet Protocol, samskiptastaðal Alnetsins. IP-nettæknin er óháð vélbúnaði; menn hafa jafnvel útfært IP-net með bréfdúfum! IP-nettæknin er nú orðin ek...
Af hverju nennir fólk að læra svona mikið?
Auðvitað nenna ekki allir að læra mikið, en allmargir eru það þó. Þetta sést glöggt á þeim gífurlega fjölda heimsókna sem Vísindavefurinn fær í hverri viku. Hvað drífur þetta fólk áfram? Eflaust eru ástæðurnar margar og margþættar. Sumir læra aðallega af skyldurækni, til dæmis til að fá klapp á bakið eða slepp...
Hver er hraðskreiðasti bíllinn sem leyfilegt er að aka í almennri umferð?
Hraðskreiðasti bíll heims sem leyfilegt er að aka í almennri umferð er SSC Ultimate Aero TT. Hann hefur haldið þeim titli undanfarin þrjú ár. Bílinn hefur náð 411,99 km/klst en gera má ráð fyrir að það hafi ekki verið innan um venjulega umferð! Bíllinn er framleiddur af Shelby SuperCars en það fyrirtæki sérhæfir s...
Gátu karlar verið völvur á víkingaöld?
Öll spurningin hljóðaði svona: Gátu karlar verið völvur á víkingaöld? Ef ekki, af hverju? Kveðja, Arnar Ási og félagar hans í 5. bekk Vatnsendaskóla. Samkvæmt íslenskum miðaldabókmenntum var fólk talið fjölkunnugt, byggi það yfir þekkingu sem var ofar almennum skilningi, eða meintri kunnáttu til að hafa áhri...
Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?
Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma. Rétt eins og matur hefur síðasta söludag gildir það sama um lyf. Tímasetning síðasta neysludags lyfja byggist á þekkingu sem fæst með stöðugleikaprófunum á lyfjum sem eru gerðar undir ströngu eftirliti. Óstöðugleiki virks efnis getur komið fram með tíma þegar efnið...
Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu?
Í sjónvarpsþáttunum Lost kemur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 oft fyrir. Meðal annars er hún ástæða þess að ein persónan er á eynni sem þættirnir gerast á, tölurnar voru vinningstölur á lottómiða annarrar persónu og einnig má nefna að rununa þurfti að slá inn í tölvu á 108 mínútna fresti til að koma í veg fyrir h...
Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?
Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...