Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 500 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sigti eða sáldur Eratosþenesar?

Eratosþenes frá Kýreneu var forngrískur vísindamaður sem var uppi um 250 f.Kr. Hans er meðal annars minnst fyrir að hafa áætlað ummál jarðar nokkuð nákvæmlega, gert landakort af þeim hluta heimsins sem var þekktur á tímum Grikkja, og fyrir að hafa reiknað út að árið er 365,25 dagar. Við höfum áður fjallað um Erato...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Hildegard frá Bingen og fyrir hvað er hún þekkt?

Í sögu kristinnar guðfræði eru ekki margar nafngreindar konur og lengst af hefur afrekum þeirra lítt verið haldið á loft. Á síðari árum hefur þetta viðhorf mjög breyst og hlutur kvenna í kirkjusögunni verið dreginn fram. Á miðöldum voru nokkrar konur sem mörkuðu spor og voru þekktar og ein þeirra er abbadísin Hild...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í svari á vefnum vefnum við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? er ekkert getið hvers vegna. Sem sagt engin rök fyrir þessari ótrúlegu aðgerð, en hins vegar ýmislegt tínt til sem rökstyður það að hafa þá inni. Þess vegna er spurt: ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers konar rit er Heimskringla?

Heimskringla er konungasaga en meira er fjallað um þær í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og Hvers konar konungasaga er Fagurskinna? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör einnig. Í kjölfar Morkinskinn...

category-iconHugvísindi

Oft heyrist sagt í fjölmiðlum „sprengja sprakk”. Væri ekki réttara að segja „sprenging varð”?

Nokkur munur virðist á því hvort sagt er sprengja sprakk eða sprenging varð. Í fyrra tilvikinu er oftast verið að tala um eina sprengju sem komið hefur verið fyrir á einhverjum stað, til dæmis í bíl. Verið er að leggja áherslu á sprengjuna sjálfa. Svipað orðalag kemur fram í samböndunum „blaðran sprakk”, „bára ...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir Herdísarvík því nafni?

Um þetta eru til sagnir í þjóðsögum á þá leið að Krýsa eða Krýs hafi í eina tíð búið í Krýsuvík en Herdís í Herdísarvik. Þessar tvær jarðir liggja saman. Um sögurnar má lesa nánar hér. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til? eftir Svavar Sigmundsson Hvort er ré...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver var George Sarton og hvaða áhrif hafði hann á vísindasögu sem fræðigrein?

Belgísk-bandaríski fræðimaðurinn George Sarton (1884-1956) hefur oft verið kallaður faðir vísindasagnfræðinnar, og má það vel til sanns vegar færa. Sarton fæddist í borginni Ghent í Belgíu. Hann lagði stund á efnafræði og stærðfræði í háskóla og lauk doktorsprófi í Ghent árið 1911. Hann kvæntist enskri konu sam...

category-iconLífvísindi: almennt

Í tímaritinu Lifandi vísindum er stundum talað um Neanderdalsmenn og stundum Neandertalsmenn, hvor rithátturinn er réttur?

Sú tegund manna sem yfirleitt er nefnd Homo neanderthalensis heitir fullu nafni á fræðimáli Homo sapiens neanderthalensis. Á íslensku er rétt að skrifa neanderdalsmenn. Hefð er fyrir því að rita dýra- og plöntunöfn sem mynduð eru með sérnafni með litlum upphafsstaf, samanber til dæmis grænlandshákarl og baldurs...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Þúkýdídes og hvert var framlag hans til sagnfræðinnar?

Þúkýdídes var aþenskur herforingi og sagnfræðingur sem var uppi á 5. öld f.Kr. Hann skrifaði um Pelópsskagastríðið í átta bókum og þykir merkasti sagnfræðingur Grikkja til forna ef ekki merkasti sagnfræðingur fornaldar. Fremur lítið er vitað um ævi Þúkýdídesar annað en það sem hann segir sjálfur. Þúkýdídes var ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að skrifa 'oft og tíðum' eða 'oft á tíðum'?

Sambandið oft og tíðum er gamalt í málinu. Þótt ekki virðast dæmi um það í fornum textum íslenskum þekkist það í Norsku fornbréfasafni (sbr. fornmálsorðabók Johans Fritzners) sem bendir til það það geti vel hafa þekkst á Íslandi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um oft og tíðum eru frá upphafi 17. aldar en dæmi frá ...

category-iconHugvísindi

Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?

Stafsetningarreglur eru til margs nytsamlegar. Þetta vissi sá maður sem skrifaði ,,fyrstu málfræðiritgerðina“ á 12. öld. Honum þótti mikilvægt að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur voru í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Þannig gerði hann Íslendingum kleift að setja tungumál sitt á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn?

Á áttunda áratugnum var sett á laggirnar nefnd sem fara átti yfir íslenskar stafsetningarreglur og gera tillögur til breytinga. Ein þeirra, sem nefndin varð sammála um, var að fella stafinn z niður og skrifa í hans stað s. Þá var einnig rætt um y, ý og hvort fella skyldi þá stafi niður og rita í staðinn i, í. Ekki...

category-iconStærðfræði

Hvað er merkilegt við logra?

Í svari Kristínar Bjarnadóttur við spurningunni: Hvað er stærðfræðitáknið e og hvaða tölu stendur það fyrir? segir eftirfarandi um logra: Hvað er þá logri? Í upphafi nýrrar lærdómsaldar í stærðfræði og stjörnufræði á 17. og 18 öld fóru menn að þurfa að reikna með mjög stórum tölum. Margföldun og deiling stórra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hve mörg augu hafa kóngulær?

Þó kóngulær eigi það sameiginlegt að hafa átta fætur þá er ekki eins farið með augun. Flestar þeirra hafa þó einmitt átta augu. Allar kóngulóategundir eiga það sameiginlegt að augu þeirra koma í pörum en í sumum tilfellum er eitt parið betur þróað en hin pörin eða hitt parið. Þó algengast sé að kónguló hafi átt...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju á Guð heima í himnaríki?

Hér er einnig svarað spurningu Evu Þorbjargar Ellertsdóttur: Hvað er himnaríki stórt? Kristnir menn nefna heimkynni Guðs himin. En himinninn er ekki staður. Þess vegna er ekki hægt að mæla stærð himnaríkis. Þegar við segjum að Guð sé á himnum þá meinum við að ekki er hægt að benda á tiltekinn stað þar sem Guð e...

Fleiri niðurstöður