Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 119 svör fundust
Voru einhver fræg kventónskáld á 19. öld?
Það ævagamla sjónarmið var sem fyrr ríkjandi á 19. öld að hljóðfæraleikur væri konum til prýði svo framarlega sem þær iðkuðu slíka list einungis innan veggja heimilisins. Fordómar feðraveldisins gerðu flestum konum ókleift að hafa hljóðfæraleik að lífsstarfi og enn minni trú höfðu menn á getu þeirra til að stunda ...
Hvernig er hægt að geyma og nýta orku frá vindrafstöðvum?
Spurningin tengist þeirri staðreynd að nýta verður rafmagn í raforkukerfinu á sama augnabliki og það er framleitt í virkjunum. Ekki er til nein hagkvæm aðferð til að geyma rafmagn (raforku) í neinum teljandi mæli nema með verulegum kostnaði. Dæmi um slíkt eru að sjálfsögðu rafhlöður, en geymslan takmarkast af stær...
Hvað er vísindaheimspeki?
Hér gefst ekki rými til að líta yfir sögu vísindaheimspekinnar en hún teygir sig alveg aftur til frumherja forngrískrar heimspeki (6. öld f.Kr.). Hins vegar verður vísindaheimspeki ekki að sjálfstæðri fræðigrein fyrr en í upphafi 20. aldarinnar. Einn mikilvægasti áfangi á þeirri löngu vegferð var vísindabylting 16...
Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum?
Menntun fer fram á ýmsum ólíkum sviðum. Menntastefna er mótuð á landsvísu þar sem ákvörðun er tekin um inntak og meginviðfangsefni náms. Hvert sveitarfélag ákveður svo hversu miklu fjármagni skuli veita til skóla og hvaða kröfur eigi að gera um menntun og hæfni kennara sem ráðnir eru þar til starfa. Skólastjórar o...
Er femínismi það sama og kvenfrelsi?
Hugtökin femínismi og kvenfrelsi hafa frá upphafi kvennahreyfingarinnar verið tengd hvort öðru. Femínismi er hugsjón um það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna. Krafan um kvenfrelsi hefur gjarnan verið miðuð við það félagslega frelsi sem karlar hafa yfir að ráða. Hugtökin eru þannig bæði háð því ...
Hver var aðdragandi eldgosanna á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli árið 2010?
Í árslok 2009 tók land að rísa við Eyjafjallajökul og í kjölfarið jókst jarðskjálftavirkni verulega. Í lok febrúar færðist landris í aukana, og í byrjun mars margfaldaðist jarðskjálftavirknin. Almannavarnir, í samstarfi við vísindamenn, ákváðu þá að setja á lægsta stig viðvörunar vegna hættu á eldgosi í Eyjafjalla...
Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð?
Í stóráhugaverðu svari hér á Vísindavefnum er sagt frá því hvernig orðið þórðargleði kom inn í íslenskt mál. Íslendingar eru ákaflega heppnir að eiga svo skemmtilegt heiti yfir þetta sérstaka hugafar. Að gleðjast yfir óförum annarra hefur þó vafalaust þekkst áður en orðið var viðurkennt í málinu. Mann-, mál og þjó...
Hvar pissar maður á leiðinni til tunglsins?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er hægt að pissa í geimnum? Ekki hafa verið farnar mannaðar ferðir til tunglsins síðan snemma á 8. áratug síðustu aldar þannig að enginn hefur þurft að pissa á þeirri leið í langan tíma. Síðast þegar einhver þurfti að pissa á leið til tunglsins var aðstaðan hins vegar mjög bágb...
Úr hverju er augað?
Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið lýst líffræði augans? Eins og önnur líffæri er augað gert úr mörgum mismunandi vefjum. Augað sjálft er knöttur úr þremur lögum og er um 2,5 cm í þvermál. Ysta lagið er trefjahjúpur (e. fibrous tunic) sem er gerður úr glæru (e. cornea) að framan og hvítu (e. sclera...
Að hverju þarf að gæta ef menn vilja nema land á tunglinu?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Nú er NASA að ræða að nema land á tunglinu. Hver eru helstu vandamálin sem menn þurfa að takast á við til að leysa það viðfangsefni?Árið 1972 lenti geimfarið Appollo 17 á tunglinu með þeim Eugene Cernan og Harrison H. Schmitt innanborðs. Ferðalag þeirra var síðasta mannaða geim...
Hvað er klemmd taug og hverjar eru orsakirnar?
Taugar eru eins konar rafmagnskaplar gerðir úr mörgum taugaþráðum milli miðtaugakerfis (heila og mænu) og hinna ýmsu líffæra líkamans. Sumar taugar eru hreyfitaugar eða útsæknar taugar, sem flytja boð frá miðtaugakerfinu, til dæmis boð til vöðva um að hreyfa sig, til kirtla um að seyta afurðum sínum eða til hjarta...
Hvernig var fimmta öldin í Kína?
Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar...
Hvað er Masada?
Masada er fornt fjallavirki í Ísrael, nærri suðvesturströnd Dauðahafsins. Það var Heródes konungur í Júdeu, sá sem sagt er frá í frásögunum af fæðingu Jesú í Nýja Testamentinu, sem lét reisa virkið einhvern tímann um eða fyrir 30 f.Kr. Kletturinn sem virkið stendur á rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu og er e...
Hvert var framlag Gauss til annarra vísindagreina en stærðfræði?
Áður hefur verið fjallað um Gauss á Vísindavefnum í svari Reynis Axelssonar við spurningunni Hver var Carl Friedrich Gauss og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar? Hér verður bætt við þá umfjöllun og rætt um framlag hans til annarra vísindagreina. Stjörnuathugunarstöðin í Göttingen. Árið 1807 fluttist...
Hvað varð kalt árið 1918?
Lægsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Grímsstöðum og Möðrudal þann 21. janúar 1918. Eftir 1918 hefur hiti á veðurstöð aldrei farið niður fyrir -35°C. Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Vitað er um fáeina ámóta eða kaldari mánuði á ...